Hallo kæru vinir og ættmenni
Nú er orðafátt .. lítið hefur gerst hér frásagnavert fyrir jafn kómíska og skemmtilega síðu sem þessa. Lítið hefur verið um gesti síðan Lára vinkona fór aftur til íslands. Skólinn hefur gengið vel og vinnan líka, í þau skipti sem ég er ekki sendur launalaus heim eða þegar eru engin verkefni eru á vinnustaðnum. Var sendur heim í viku um daginn, ekkert að gera, en ég notaði tímann og æfði mig á bassann, það var fínt. Nóg um það. Harpa byrjaði að vinna fyrir Astriti í Katholnigg plötubúðinni á afmælishátíð Mozarts gamla og bíst svo við að fara vinna í búðinni bráðlega, jafnvel uppúr miðjum mánuði. Við höldum áfram að hafa það gott og borða vel. K.K kom í heimsókn og renndi í gegnum nokkra bossanova standarda með mér og kaffinu hér heima í stofu, það var bara skemmtilegt. Þau hjónin kíktu aðeins við í kaffi eftir að ég var fenginn til að sýna þeim miðborgina í greiðaskini við Dodda og Þurý í Speiereck. Mamma og Pabbi eru að koma aftur til Austurríkis en í þetta skipti til að fara á skíði. Við fjölskyldan ætlum að fara yfir eina helgi á skíði til þeirra í byrjun Mars, síðan kíkja þau kannski aðeins við daginn sem þau fljúga heim. En áður en við brunum á skíði með mömmu og pabba þá ætlum við að taka lestina til Herlevheitar í Danmörku og heimsækja nýju vinkonu okkar Silvíu Þórðar og fjölskyldu. Ætlum að hanga í Herlev yfir eina helgi í góðu chilli.
Núna stendu eldamennskan yfir á heimilinu og ég verð að fara að huga að ungversku gúllash súpunni, sem ætti að fara að verða til bráðum. Anna Lára og Arnþór koma í súpu í þakklætisskyni fyrir kaffitárið sem Anna kom með að heiman um daginn, en það er mikils metið og afar dýrmætt hér í Linzer ... ef einhver er á leiðinni ...
Jæja leiter, Hallskí Í Salskí og Fjölskí.
Núna stendu eldamennskan yfir á heimilinu og ég verð að fara að huga að ungversku gúllash súpunni, sem ætti að fara að verða til bráðum. Anna Lára og Arnþór koma í súpu í þakklætisskyni fyrir kaffitárið sem Anna kom með að heiman um daginn, en það er mikils metið og afar dýrmætt hér í Linzer ... ef einhver er á leiðinni ...
Jæja leiter, Hallskí Í Salskí og Fjölskí.
<< Home