Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, janúar 27, 2007

Skritinn laugardagur.

Í morgun fórum við Halldóra Björg síðust á fætur af öllum í Linzergasse, held ég. Allavega rétt náðum við að kyssa mömmu bless áður en hún fór í nýju vinnuna. En það var allt í lagi af því hún ætlaði að borða með okkur hádegismat hvort sem er. Við rétt náðum að drattast á fætur til að kveðja Láru vinkonu okkar sem átti pantaðan leigubíl rétt fyrir klukkan 11. Hún var búin að vera hjá okkur síðustu daga og allir í fjölskyldunni nutu þess vel að haf´ana í heimsókn. Harpa fór með henni í bæinn og á óperettu í Landes Theater, sem þýðir ekki landsleikhúsið eins og ég hélt, heldur bændaleikhúsið og stóð það fyllilega undir nafni. Sýningin var víst mjög sveitó. Harpa fór líka með henni í skólann og kynnt´ana fyrir Mörthu og fleirum í skólanum. Halldóra Björg var afar ánægð að fá svona lánsömmu í nokkra daga sem las fyrir hana og lék við hana. Fyrir utan að koma með og gefa henni helljarinnar, hellíngs glás af íslensku barnaefni á dvd. Og ég .. Mér finnst alltaf gaman að hafa gesti og þykjast vera eitthvað, það tókst, ég held henni hafi líkað vel við fyrirlestur minn um hljómfræðileg tengsl sólóa trompetjassleikarans Chet Baker á tónleikum í Noregi ´76 og óperunnar Eugene Onegín í uppsetningu Bolsoj leikhússins í Moskvu árið 2000. Við áttum sérstaklega góðan seinnipart í þessum pælingum, þegar mér var vísað heim úr vinnunni eftir að hafa mætt klukkan átta lengst í burtu í öðru þorpi til að vinna. "Ekkert að gera kallinn minn, farðu bara heim" sagði rödd í símanum, sem ég greindi sem yfirmann minn, herr Muthwill, þegar ég hringdi til að athuga hvað væri eiginlega á seyði, hvar í ósköpunum væru allir.
Jebb, við rétt náðum að kveðja Láru og við fórum á fætur í beinu framhaldi af því. Nú var að nálgast hádegismat og rödd í símanum mínum sagði að hún hefði ekki tíma til að koma heim til að borða af því hléið væri svo stutt, kæmi líklega heim um hálf fimm leytið. Nú er hún að verða hálf sex og ég er enn að velta því fyrir mér hvaða rödd þetta var eiginlega .. og annað mál hvar er Harpa eiginlega, enn að vinna og hún kom ekki einu sinni í hádegismat? .. Hvað er að gerast eiginlega, hvar eru allir og hvaða rödd var þetta í símanum? .. Og hvernig fékk hún númerið mitt? Jæja þýðir ekki að hugsa um það, lífið gengur sinn vanagang, Harpa hlýtur að koma heim um síðir og þá hjálpar hún mér að finna botn í ráðgátuna um röddina í símanum ..
Um eitt leytið hófst hljómsveitaræfingi íslenska jazztríjósins Schnitzel jazz company sem heppnaðist mjög vel og færist bandið alltaf nær því að geta yfirtekið dinnerspilamarkaðinn hér í borg. Aftur hryngdi síminn, á miðri æfingu .. ég þorði varla að svara ..
hver getur þetta eiginlega verið? .. Ég reif samt í tólið og lagði það að eyranu, "Halló?" sagði ég skjálfandi, röddin sagði-"Ég er enn að vinna elskan mín og verð eitthvað lengur, eru strákarnir enn hjá þér?" ég vissi ekki hvort ég ætti að svara spurningunni játandi eða neitandi, þeir voru víst enn hjá mér, en ég velti fyrir mér - hvernig veit röddin um strákana og jazztríjóið Schnitzel jazz company? Og afhverju kallaði hún mig elsku? Ég ákvað að leika mér ekki að forlögunum og svaraði játandi, óviss um hvort það gæti orðið mér að aldurtila eða til björgunnar. Ég vissi ekki einu sinni hvort ég væri í hættu eða ekki !
Harpa er enn ekki komin heim í hádegismat og EKKERT farin að láta vita af sér, ætli hún hafi lent í röddinni í símanum? Mér er spurn, .. Ég vona að ég vakni á morgun.
Annars eru ekki miklar fréttir af okkur hér. Það er búið að snjóa í allan dag og enn að snjóa, ætli við Halldóra Björg vöðum ekki bara á skíði á morgun í Mírabell garðinum, þar er smá brekka sem er allveg nóg fyrir þriggjára.

Bestu kveðjur til allra og veriði dugleg að commenta, ef þið viljið kvarta yfir staðreyndum eða öðru í sambandi við bloggið á þessarri síðu endilega commentið. Eins ef þið viljið frekar styttri færslur, þá verður Harpa að fara blogga því ég tala svo mikið.
Halli.