Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, janúar 15, 2007

Allt farið a fullt a ny. Timburmenn hatiðanna gengnir yfir.

Skólinn hjá Hörpu er byrjaður og allt lítur vel út, Martha orðin hressari eftir bakveikindin og er tekin til starfa á ný. Harpa er farin að æfa sig á fullu og segir að tímarnir gangi mjög vel, stundum er gott að hvíla eitthvað sem maður hefur einbeitt sér mikið að í nokkurn tíma til að leifa stöffinu að sígjast inn. Hún er farin takast á við tæknilega efiðara efni en áður og leggst það mjög vel í alla. Halldóra Björg er líka farin að takast á við tæknilega eftiðara stöff í leikskólanum, búin að afgreiða Niggúlás og krampúsana í föndrinu og er farin yfir í hversdagleikann, hann er mjög flókinn eins og við öll vitum. Hún tekur enn stóstígum framförum í þýskunni og erum við Harpa rosalega stolt af henni hversu vel hún spjara sig innan um hina krakkana. Hun er á deild með krökkum af öllum aldri. Elsta barnið er strákur sem er fimm að verða sex, hann chillar bara þarna innan um smábörnin og hjálpar stundum og leikur við þau. Síðan eru þau alveg niðrí tveggja og háls. Ég er aftur kominn í vinnuna líka, byrjaður aftur að bíða eftir að geta farið að mála, vinnudagurinn fer mikið í að bíða hjá mér, bíða eftir að ég fái að vita hvar ég á mæta á morgnana, bíða eftir strætó, bíða eftir verkfærunum og síðan bíða eftir "special" efninu eða "special" litunum sem ég á að nota. Síðan má eg ekki halda áfram fyrr en verkkaupinn er búinn að samþykkja undirvinnuna svo ég geti haldið áfram. Þá er dagurinn búinn. Svo nottla samþykkir verkkaupinn ekki neitt og maður bíður þar til búið er að ákveða hvaða lit á þá eiginlega að nota og hvaða vinnuaðferð, "bið, endalaus bið það bara styttist ei ne..eeitt" síðan fer maður bara aftur heim. Hljómsveitaræfingar eru líka farnar á fullt með íslenska jazztríóinu Schnitzel Jazz Kompaní og sýnist mér þess stutt að bíða að íslendingar eignist nýjar stjörnur á heimsvísu. Já, já, vei, vei vei, allt dottið í sama gírinn. Nema það að Harpa er líka komin með staðfestingu á nýju vinnunni, plötubúðarvinnunni, byrjar 5 febrúar og hlakkar mikið til. Byrjar samt fyrst á afmælishátíðarviku Mozarts nú í lok janúar og svo alveg sem fastur starfsmaður 5 feb. Svo er að koma gestur bráðum og við notum kvöldin fram að því að skrifa niður og semja skemmtiprógram fyrir vikuna sem hún verður. Eiginlega frá því við komum hingað út, (allavega eftir að við fengum okkar eigin íbúð) hafa gestirnir komið með 3 vikna millibili og er það alveg hæfilegur tími á milli gesta. Því eftir suma þarf að taka alveg ofboðslega mikið til .. Nú bregður einhverjum .. "gengum við nokkuð svona illa um?" .." gleymdum við nokkuð sokkunum og nammiruslinu þarna?" .. "við drukkum ekki svo mikið?" ..Ég er bara bulla, hér hafa allir okkar gestir verið okkur mjög hlýðnir í sambandi við umgengnisreglur og útivistartíma og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Allir gestir eru velkomnir og allir eru líka velkomnir aftur, (fyrsta endurbókunin er strax komin). Í febrúar verður skólafrí hjá Hörpu og við ætlum að leggja land undir fót, ekki heim þó en eitthvert út fyrir landamærin, kannski bara helgi í Freilassing en við sjáum til. Jæja, Gruuuus gott, alle meine liebe frende und familie rund die welt. Spater ! Familien Von Salzach.

P.S. fyrir áhugasama um krampússkrímsl fundum við síðu með frábærum myndum af þeim, og þeir sem hafa kjark endilega skoði þetta http://www.lemonchilli.at/fotogalerie/index.htm