Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skyldublogg. Ekkert að gerast, nema nog að gera

Þegar maður hefur ekki haft neitt að gera nema blogga í margar vikur í röð þá finnst manni sárt að fara að vinna og setja ekkert nýtt inn svo vikum og dögum skiptir. Þess vegna flokkast þetta sem skildu blogg, og verður þar af leiðandi mjög leiðinlegt, og legg ég til við þá sem ekki þora að hætta hér að lesa .. .. .. .
.. .. allir farnir? .. .. þá byrjar upptalningin .. Ég er 29 ára frá því í sumar, þann 30 júli ´06 og er farinn að vinna fyrir mikinn sjánada sem skilur liti og skilur meiningu þeirra. Hann metur orkuþörf kúnnana sinna og málar íbúðirnar þeirra eftir persónulegri orkuþörf þess sem í herberginu sefur. Þörf þessa fólks er afar ólík, sumir eru gersamlega snargeðveikir og þurfa rosalega mikið á sjálflýsandi grænum litum að halda meðan aðrir eru "orange" þurfi og fá þá vel appelsínu gult herbergi. Vitamálningargullt. En ekki er allt alslæmt, sumt fólk biður um að mála loftin sín aftur hvít því líkami þeirra og andi bara þolir ekki svo mikið af litum í litlu herbergi, og þá er það gert. Hann skilur að sjálfsögðu aldrei neitt í því og segir að fólkið verði bara þreitt og bakveikt á að hafa hvít loft, þar er skýringin komin, þið veikburða íslendingar, of mikið hvítt. Síðan eftir langan dag við vinnu kem ég heim og drekk .. þannig er það, fæ mér alltaf annað hvort vatn, mjólk eða bara eitthvað svalandi. Stundum hlýum við okkur hjónakornin með rauðvíni eða hvítvíni en það er bara á köldum haustkvöldunum hér, miðstöðin enn svolítið kreisí. Harpa er núna pínu spæld út í sýkla og bak -terítur heimsins því kennararnir hennar eru alltaf eitthvað laskaðir. Um daginn fékk undirleikarinn hníf í fingurinn og síðan sýkla í sig og varð veikur. Núna er Martha með Bak -teríur og getur ekkert kennt, vonandi það komist í lag sem fyrst. Hún hefur víst átt við svona bak eymsl áður og var það víst langvinnt. Vonum að allt detti í gírinn hjá henni svo Harpa geti unnið vel áfram. Halldóra sómir sér rosa vel í leikskólanum, hún er greynilega í uppáhaldi. Hún er á flestum myndum sem settar eru upp af krökkunum og það finnst okkur rosalega gaman. Það er ekki útaf því að hún sé eitthvað stærri en hin börnin og þvælist því alltaf fyrir linsunni heldur er hún sérstaklega leytuð uppi til myndatöku, hún er samt alltaf borðandi á þeim, kannski það sé myndefnið. Hún er farinn að tala fullt af þýsku í leikskólanum og reyndar heyrum við til hennar þegar hún talar við sjálfa sig líka á þýsku, það er soldið sniðugt. Við Harpa spiluðum aftur í Sell um daginn og fengum rosalega góðar viðtökur, hugsanlega komin með spilamennsku í listasmiðju rétt fyrir utan Salzburg og síðan líka hugsanlega eitthvað í Sviss. Kvöldið gekk vel og við förum aftur á laugardaginn næsta. Síðan koma fleiri gestir, Lilla og Valdi ætla að koma og vera hjá okkur um vikutíma, það verður skemmtilegt að fá þau og slappa af með þeim hér. Jæja nóg í bili, held ég gleymi ekki neinu merkilegu nema það þá helst að ég er að pæla að fara að sjá Lambchop frá USA, þekkir það band einhver sem þetta les? endilega kommentið. Þar til næst, .. .. .. heyrðu KRAMPÚS hlaupið er á laugardaginn !! Við setjum inn myndir af því strax eftir helgi það er víst viðbjóður. Ógeðsleg slepjuleg skrímsl sem lemja fólk með greinum og hlaupa um með kúabjöllur og dólgslæti um alla borg. Safnast síðan hér saman í Linergasse með fanga og niðurlægja þá sem þeir hafa náð ... nehh djók engir fangar og engar pyntingar. Sjáumst !