Fri i dag, manu ..
Oh, jamm, komin í frí eftir langa helgi. Það voru spiluð tvö gigg í Zell og málað líka. Ég missti af lestinni til Zell fyrir jazzgiggið á föstudaginn og villtist um lestarteinana á milli Salzburgar og Zell með kontrabassa í nístingsfrosti, áður en maður rétt komst í hús mínútu fyrir gigg. Hrikalegt bras því maður hoppar ekkert um með kontrabassa eða treður sér þrönga ganga í sveitalestum austurríkis svo auðveldlega. Svo ég sat í óhitaðri farangurgeymslu hálfa leið og var síðan hent út einhverstaðar til að taka næstu lest til Zell. Þar var um 15 stiga frost og ég í nælon sparibuxum og skyrtu og þunnum jakka, þurfti að bíða úti í 35 minútur, brrr dem kalt. Síðan kom lestin, hún var smekk full af fólki á leið til Zell, ég fékk ekkert sæti eða pláss, varð að húka á milli vagna, aftur óupphitað og óþægilegt. Komst í tæka tíð fyrir gigg og skellti í mig smá rommi og byrjaði að spila. Eftir kvöldið ætluðum við strákarnir að gista en ekkert herbergi var laust svo við herbergi í "lokuðu" hóteli á vegum Mavida hótelsins sem við vorum að spila fyrir, þar var hitakerfið ekki komið í gang, en við fengum sængur, brrr kalt. Síðan fórum við niður á lestarstöð um morguninn að taka lest í bæinn, en lestin okkar (kl 10) fer ekki á laugardögum, urðum að bíða úti til hálf tólf !! Brrr, kalt, aftur. Komumst heim um 2, þá bara að gera sig til í næsta gigg í Zell með Hörpu, við fórum auðvitað á bílaleigubíl sem var miklu betra. Giggið gekk vel og fólk var yfirleitt mjög ánægt. Við förum aftur þangað á þriðjudaginn að spila, en það verður í síðasta skiptið fyrir jól. Síðan á sunnudaginn fór ég í lokahnikkinn á skíðahótelinu Speiereck, mínu uppáhaldsgæluverkefni, og vann þar fram á kvöld. Það er líka gott að hafa komist yfir þetta alltsaman fyrir opnunina næstu helgi. Ég var líka farin að hafa smá áhyggjur af sverleikanum því ég borða alltaf svo mikið þegar ég vinn þar, þar eru nefnilega yfileitt veislumatur sem mér líkar afar vel, nú er bara að reyna vinna aðeins á vömbinni til næsta vors, þangað til ég fer þangað aftur. Verkefnið tókst bara afar vel og hótelið ser virkilecht shön aus, og verður gaman að eiga þetta jobb á ferilskránni. Við Harpa ætlum að spila fyrir þau smá jólatónleika þann 26 des, og fara síðan á skíði í nokkra daga eftir það, það verður frábært, ef það verður kominn snjór. En vitrir menn í Lungau segja að það sé ekkert að óttast, snjórinn kemur 8. des.
Jæja nú er næsta heimsókn að bresta á og við ætlum að renna eftir Lillu og Valda til Linz á eftir. Það verður því ekkert bloggað í eina viku býst ég við, en næsta blogg mun ábyggilega innihalda heimsóknarmyndir líka. Jæja verð að fara, alltaf svo mikið að gera .. TZZJÚSH !
Jæja nú er næsta heimsókn að bresta á og við ætlum að renna eftir Lillu og Valda til Linz á eftir. Það verður því ekkert bloggað í eina viku býst ég við, en næsta blogg mun ábyggilega innihalda heimsóknarmyndir líka. Jæja verð að fara, alltaf svo mikið að gera .. TZZJÚSH !
<< Home