Kalkunninn, sprengjurnar og Beiruth
Úffh hvað ég var feginn að vakna í morgun heill á húfi, tók púlsinn á Hörpu .. hún lifði líka. Reis upp og hlustaði eftir hrotum hinum megin við hillurnar, allt í orden þar líka. Hleraði eftir gestunum og .. jú allir lifa enn. Áramótin eru yfirstaðin og borgin í rúst, en allt byrjaði þetta vel. Á gamlársdag sváfu allir út. Gestirnir okkar komu um 2 leytið aðfararnótt gamlás og því voru allir svolítið þreyttir. Við fengum okkur amerískar pönnukökur og skelltum okkur í bæinn. Eftir þramm og skautaferð, fóru stelpurnar heim að huga að matnum og við strákarnir fórum í hættuför. Keyrðum út úr bænum á leið til Grödig, einn af smábæum í nágrenni Salzburgar. Bærinn stendur undir ógurlegu bergi. Háu fjalli, vel grónu um miðbikið (eins og við, vel útsæðir um miðbikið) og með snæviþakinn topp. Þarna ætluðum við upp, hangandi í tveimur stálvírum, í boxi sem rúmaði um 15 manns. Spennan var ógurleg. Boxið fór rólega af stað, út úr endastöðinni og tók stefnuna á mastrið sem beið okkar í miðju berginu, töluvert langt í burtu. Um mig fór undarlegur fiðringur. Á leið okkar á toppinn sáum við bæði villta hirti og fimar fjallageitur, fengum okkur bjór og nutum ROSALEGS útsýnis í allar áttir. Yfir alpana, yfir Þýskaland og auðvitað Austurríki og Salzburg. Við skemmtum okkur konunglega. Vorum komnir heim um 5 og þá var áramótakalkúnninn bara tilbúinn og allt í stressi. Hann hafði brugðist kokkunum og orðið tilbúinn allt of snemma, nú voru góð ráð fokdýr. Hvað áttum við að gera .. ? Forrétturinn var étinn á hlaupum meðan allir lögðust á eitt með að koma matarborðinu og meðlætinu í rétt stand. Klukkan sex var forrétturinn löngu horfinn, meðlætið tilbúið og kalkúnnin kominn á borð. Málíðin tókst rosalega vel. Þá var komið að sprengjunum. Við höfðum mælt okkur mót upp á Mönchberginu við Guðrúnu og vini hennar úr hásanum. Því hún er íslensk og átti bombur. Við, tveir íslendingar með fullt af sprengiefni og sérþjálfaðan íslenskan sprengimann úr hjálpasveit skáta ætluðum að halda sýningu fyrir hina dönnuðu, bindisklæddu, rauðvíns sötrandi austurrísku eiginmenn og feður, á bergi hátt yfir bænum. Eftir ógurlegt labb og þreytu komum við upp á umrætt berg. Þar voru líka allir aðrir sem ætluðu að sýna Salzburgingum í tvo heimana með sprengiregni yfir borgina. Við komumst ekki neinsstaðar fyrir og völdum okkur stað þar sem enginn sá okkur og við sáum engan. Nú hófst árásin á kastalann. Hann stendur að sjálfsögðu töluvert yfir borginni og flugeldarnir stefndu víst flestir þangað. Nema kannski þeir sem voru svo fullir af púðri að náðu ekki flugi eins og hjá okkur íslendingunum. Það er óhægt að segja að við, kokhraustu sprengju meistararnir, hafi verið opinberlega flengdir, í skugganum af virkisveggnum sem við stóðum við og undir logandi himninum frá árásarsprengjunum frá heimamönnum. Við lutum höfði og hörfuðum af berginu. Orrustan var töpuð. Við gengum í gegnum bæinn. Gamla bæinn. Þar sem yfirleitt er allt í ró og spekkt og fólk prúðbúið og fágað. Ekkert svoleiðis var sjáanlegt. Menningin var hrunin, við höfðum fundið hina týndu borg Beiruth, hér var stríðsástand !! Glerbrotin allsstaðar, brjálaðir unglingar sem hentu sprengjum við fætur okkar, þar sem við gengum, öskrandi fyllibittur, blótsyrði og nýársóskir hræddu okkur hetjuborna íslendingana verulega á leiðinni heim. Við gengum í gegnum þetta eyðilagða svæði og bruddum glerbrot með sólum skó okkar, þar til við komum í Linzergasse, þar var Salsa tónlist í botni og fólk dansaði. Við vorum þó ekki örugg í hjörtum okkar né róleg og fórum bara heim. Við vöknuðum á nýársdag enn skjálfandi en eftir hádegismatinn reyndum við að flýja rigninguna í Salzburg með að keyra til fjalla. Við kíktum á Dodda í Speiereck og fengum okkur nasl og öl, góð stemmning þar og varð enn betri um það leyti er við vorum að fara því þá byrjaði að snjóa stærðarflyksum og þétt. Það hefur ekki snjóað þar frá því pínulítið 8 des og 22 des. Það léttist brúnin og íslensku skíðararnir brostu. Þetta er einning fyrsti snjórinn sem við Harpa sjáum í langan tíma eða frá því þegar við héldum að veturinn væri kominn. Núna dansa hér menn úti á götu því það er útvarpað um allann gamla bæinn "live"klassískum danstónleikum úr festspielhás. Vals og ræll eins og í gamla daga. Með gleði í hjarta yfir frábærum áramótum segi ég, Gleðilegt ár og ég mynni á myndasíðuna. HAPPY NEWYEAR !!!
<< Home