Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, desember 29, 2006

Jolin okkar i Austurriki.

Vooáh !! Þetta er alveg búið ð vera frábært yfir jólin, þó þau séu hvergi nærri búin, þá verðum við að blogga núna. Annars er hætta á að allt fljóti yfir í einu heildarbloggi eftir jól. Án fjölskyldunnar okkar urðum við að hafa nóg um að vera til að hafa ekki tíma til að hugsa um söknuðinn. Auðvitað á maður að vera með ættingjum og vinum um jólin. En ef það er ekki hægt, þá er bara að reyna hugsa ekki um það. Aðfangadagur byrjaði á austurrísku Jausen hlaðborði í hádeginu. Speck, kjötpylsur ýmiskonar, ostar, svartzbrot, gluhvein og auðvitað harðfiskur, ekki mjög austurrískur en passaði vel inní salta og reykta kjötið. Þetta stóð á borði eiginlega alveg þar til forréttur að aðfangadagsmáltíðinni var borin fram. Gæsalifrarkæfa frá Amsterdam, brauð og sulta, algert lostæti. Síðan fengum við okkur hjartarsteik með sætu grænmeti, sætum kartöflum, sósu og salati. Allt heppnaðist afar vel og vil ég hér með þakka þessum frábæru kokkum sem sáu um matseldina, Takk fyrir. Eftirrétturinn var alveg rosalega góð súkkulaði mússh með kaffi. (Þetta hefði kannski frekar átt að vera á bloggsíðu matarklúbbsins Matskák, en við getum ekki lengur bloggað þar, og færist því allt matartal hingað á meðan). Pakkarnir voru síðan opnaðir við mikinn hamagang, og Lilla, Valdi, Halla, Baldur og börn fylgdu okkur á skæpinu á meðan í sömu gjörðum. Það var einstaklega skemmtilegt að prufa það svona saman. Síðan var hringt í fleiri á skæpinu og undir miðnætti var búið að margræða við alla. Á jóladag fórum við til Dario (undirleikara Hörpu) í jólaboð. Eftir frábæran dag í sveitinni, í mikilli ró komum við heim á Linzergasse og bárum fram jólahangikjötið með uppstúf og heimatilbúnu laufabrauði, af fjölskyldu húsfrúarinnar á íslandi og kunnum við þeim kærar þakkir. Mmh, mmh kjötið var algerlega frábært og stúfurinn og brauðið líka en allir voru sammála um að maltið og appelsínið vantaði nauðsynlega í þessa annars góðu jólamáltíð. Á annan í jólum tókum við okkur til fyrir skíðaferðina, og héldum á leið seinni partinn. Þegar við komum var austurrísk þjóðlagasveit að koma sér fyrir og við skelltum okkur á ball fjölskyldan, Halldóra Björg var afar kát með bandið. Doddi (vertinn á Hotel Speiereck) spilaði með á slagverk og greip svo seinna í nikkuna og allir skemmtu sér vel. Daginn eftir var Halldóra Björg skráð á skíðanámskeið í 2 tíma á meðan ég tók Hörpu í einkakennslu. Þegar við komum aftur vildi Halldóra Björg alls ekki koma með okkur heldur bara vera lengur hjá Alex skíðakennaranum sínum og krökkunum. Við tókum hana með okkur upp í fjall að borða og síðan skíðuðum við öll niður. Brautin var löng og mjög brött á köflum, við þeystumst áfram og Halldóra Björg hrópaði bara "áfram, áfram, hraðar, hraðar !" Eftir skíðadaginn steinsofnaði H.B.H og við fylgdum á eftir. Við spiluðum svo tónleika um kvöldið sem gengu bara vel, fólkið ánægt og við þokkalega líka. Næsti dagur var líka mikill skíðadagur. Námskeið og rembingur, nú var ekkert verið að hlífa sér eitthvað, bara á fulla ferð. Harpa stóð sig rosa vel og undir lok dagsins var gamli plógurinn settur í geymslu og skvísan skutlaði sér fimlega um staurinn hvar sem hún stakk honum niður með skransi og svettum. Halldóra Björg hins vegar sofnaði vært eftir erfiðan dag í lyftunni á leiðinni niður og ældi svo þegar hún kom heim, alveg búin. Lokadagurinn var svo í dag og litla skíðastelpan tók þátt í sínu fyrsta skíðamóti á erlendri grundu, til hamingju. En hún keyrði út úr brautinni í mjög svo erfiðri beygju, einu beygjunni .. brautin var reyndar í örlitlum boga, svona 3 meta löng. Hún lenti í 7 unda sæti af 8 því hinn keppandinn keyrði líka útaf í beygjunni og fór að grenja og kom sér ekki í gegnum hliðið. Við hættum öll útiverunni í dag um hádegi og gerðum okkur tilbúin til heimferðar. Nú erum við komin heim á Linzergasse og erum að fara fá okkur jólapitzuna, hjá skrítna ítalanum í götunni okkar. Júlía, Kjartan og Þórhildur Vala koma á morgun og verða í nokkra daga, hér þarf að gera allt tilbúið fyrir næstu heimsókn og áramótin. Myndir frá jólunum og skíðaferðinni á MYNDASÍÐU. Gleðilegt nýtt ár allir sem þetta lesa og verið' duglega að kommenta. Sí jaaa. Hallskí, Harpsícord og skíðastelpan.