Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, mars 10, 2007

Djö goð stemning þo veðrið se schlecht ...

Schlecht þýðir fúlt, skítt eða ömó.
Rétt fyrir hádegi í dag (laug 10 mars) réðust hér inn dauðþyrstir smíðarar, nýkomnir úr tveggja vikna útlegð í austurrísku ölpunum, nú hleypt til byggða á ný. Við vöfðum þau teppum og buðum til matar, pavlóva, heitur réttur, heitir snapsar, kaldir snapsar, sterkir og daufir, allt gert til að hinir dæmdu menn gætu fundið gleði lífsins á ný. Gestirnir voru Mamma og pabbi, svöng og löskuð eftir útileguna, Jói og Stebba hálf ringluð og raddlaus og Einar og Þóra þyrst og þreitt. Við sáum á þeim aumum og buðum þau velkomin að aðmjúku heimili okkar. Við borðuðum saman og chekkuðum á snöfsum af fjöl .. Wilson eða eitthvað, það er allavega snapsinn okkar, þekktur um gervalla alpana sem íslenski fíkju snapsinn. Eftir frábæra stund í Linzer 31 fórum við út á rölt, stelpurnar í stígvéla leit og strákarnir í staupa leit. Við (strákarnir) gengum lengi og fundum fullt af skemmtilegum börum, knæpum og kaffihúsum ... sem öll voru lokuð, okkur til mikillar mæðu og þreitu. Því eftir því sem fleiri voru lokaðir gengum við hærra og lengra því þorstinn dregur þyrsta menn lengra en kjarkur og kraftur þeirra nær á stundum og við fund knæpu einnar voru menn orðnir ringlaðir, halltir og ruglaðir. Við settumst niður á annars ágætri krá sem Einar fann (sá fyrstur fór er stærsta nefið hafði fyrir froðu af nýbrugguðum bjór) og slökuðum okkur þar. Hún er einmitt staðsett rétt ofan við þar sem við félagarnir byrjuðum leit okkar að hinni fullkomnu krá fyrir húnvetninga í Salzburg, við leituðum sem sagt ógeðslega langt yfir skammt. Eftir chill þar fórum við í ógisslega flotta vínbúð á getræde og síðan upp í Linzer í professional vínsmökkun, (ég var eins og bjálfi að þykjast vita eitthvað um austurrísk vín ... "Halli, hvað heitir þessi þrúga?" ... "er þetta hin fræga blaugelt þrúga eða er þetta blaumjálm?" ... "eh ... ja ... mmh, sko ... ætli þetta sé ekki bara einhverskonar samblanda af þessu fyrra sem þú sagðir Jói og þessu hinu sem Einar sagði sko ... soldið sérstök blanda ... hm?...) Ég held ég hafi ekki komist upp með þetta en gestirnir voru svo kurteisir að láta sem allt sem ég sagði væri satt og rétt " JÁ ! ... Blaaau-svín-ghelt ... ógisslega góð þrúga ... er þægi Mummi? ... ha jú, fæ þrjár takk, eina af þessu og eina af þessu og eina af þessarri ... ha? er þægi? ... og síðan fórum við í plötubúðina. Eftir einn bjór og eitt skot voru útilegumennirnir orðnir svo ringlaðir að þeir heimtuðu að komast í plötubúð til að kaupa "ekta austurríska skíðahuttu músík" og ég að sjálfsögðu aðstoðaði við það. Við fórum út með 4 diska, troðfulla af eldhressu klapp í takt skíðahuttu stöffi, tilbúin í stuð eftir miðdagsins. Er heim var komið ruddust stelpurnar inn og blésu til fagnaðar, mamma hafði keypt sér stívél ... allveg djövulli flott. Eftir smá chill í Linzerstofunni fórum við í mat á pasta e vino, smíðararnir þurftu orku til heimferðar og við orku til uppvasks. Hópurinn fór og fékk sér pasta í góðu yfirlæti og afslöppuðu andrúmslofti og nutu síðustu stundanna í Salzburg. Nú nálgaðist taxi tíminn og við dröttuðumst heim, chilluðum aðeins meira og hvöddumst. Við Harpa erum búin að vaska upp og það tók enga stund, "smíðaranir" hins vegar eru rétt að byrja sitt ferðalag heim núna, óskum við þeim bestu ferðar heim og kærar þakkir fyrir daginn, hann var mjög skemmtilegur og verið öll velkomin aftur.
Halli, Harpa og Halldóra Björg.

Myndir frá heimsókninni á myndasíðu.