Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, mars 25, 2007

Hallo, hallo, her erum við loksins aftur

Eftir langt frí og lítið blogg kemur hér lengsti pistill sem skrifaður hefur verið frá Linzergasse. Héðan er samt lítið markvert að frétta nema veðrið hefur verið skemmtilegt, bæði sól og snjór og um leið og við höldum að það sé komið sumar þá iðullega snjóar um nóttina og daginn eftir og þá höldum við því fram við alla að hér sé alveg hægt að skíða enn og nægur snjór. Enn bullandi vetur. En þá er eins og við manninn mælt að sólin kemur aftur með steikjandi hita og bræðir allt í burtu. Þannig að við höfum ákveðið að vera ekkert að blaðra um hluti sem við höfum ekki hundsvit á, eins og hvort sé sumar eða vetur. Þetta er bara allt mjög fínt.
Harpa er á fullri ferð í náminu og gengur bara mjög vel, farin að syngja mezzosopran eða ZWITCHENFACH sem er líka eins konar raddtegund, einhverstaðar á milli mezzósópran og lýriskrar sópran, aðeins dekkri rödd. Hún er bara voða spennt að syngja nýtt prógram fyrir dekkri rödd. Ég hins vegar ákvað ekki alls fyrir löngu að byrja að safna skeggi og já reyna að fá mér smá vöndul. Aðallega svona til að breyta til og líka til að reyna að fá aðeins frið fyrir stelpunum, þær eru alveg brjálaðar í mig hérna og ég verð að reyna að gera eitthvað, svona líka fyrir fjölskylduna mína, þetta verður stundum hvimleitt. Einnig hef ég tekið að safna bumbu með sama markmið fyrir í huga. Ég er lítið að spila þessa dagana en gæti farið að gera meira af því bráðum. Fyrirhugaðir eru nokkrir kynningatónleikar á plötu með íslenskum dægurlögum, sem útsett eru af Peter og sungin af Rósu, og gæti þeim vantað bassaleikara fyrir það. Platan á að koma út í næsta mánuði og þá er bara að sjá. Einnig hef ég heyrt af bandi hérna í Salzburg sem er á höttunum eftir bassaleikara, ég ætla reyna að hafa upp á þeim og kíkja á það dæmi.
Vinnan er bara orðin ágæt, nóg að gera.
Af Halldóru Björgu er allt hið besta að frétta, þrátt fyrir endalaust kvef, þá er hún bara kát. Hún stækkar óðum og talar alltaf meira og meira, eins og pabbi sinn ... mmh, mm, gaman að tala ... Við fengum þær fréttir úr leikskólanum að hún væri bara farin að tala mjög mikið á þýsku og rétt, svo við höfum aðeins verið að reyna að plata hana til að leyfa okkur að heyra. Við svörum henni stundum á þýsku og þá svara hún líka og við spjöllum aðeins þannig saman, það er rosalega sætt og skemmtilegt. Við höfum notað sólardagana til að fara á leikvöllinn og svona bara spássera, tímanum var líka breytt núna um helgina og nú eigum við fleiri stundir í björtu og jafnframt þá tveimur stundum á undan okkar ágætu löndum heima á fróni.
Talandi um helgina, hún var góð. Á föstudag fórum við að borða á æðislegum ítölskum stað ætluðum síðan heim að kúra í sófanum yfir þýsk döbbaða sjónvarpinu, sem er annars ótrúlega fljótt að venjast, en ekkert gerðist. Við flýttum okkur að setja Dóru Bé Haralds í rúmmið til að getað chillað meira, komum okkur vel fyrir í sófanum klukkan hálf níju og sofnuðum, sváfum til 12 og fórum þá inn í rúm að sofa, sváfum síðan til 9! Mega, marathon, massachill er þetta kallað, heavý næs. Í gær (laugardag) var síðan 60 ára afmælið hennar Mörthu Sharp, eða Maddý eins og við Harpa köllum hana núna. Það var þægilegt bara og afslappað á kaffihúsinu sem afmælið var haldið og síðan byrjuðu aríurnar ! ... húfffh .. ! Neih, neih þetta var fínt bara hjá þessu liði og kvöldið var skemmtilegt. Síðan fóru þeir alhörðustu út að SKEMMTA sér. Við Harpa, Abbadísin, Maddý og einhver gömul grúppía, vinkona Maddýar, mjög almennileg og næs og tveir aðrir sem ég veit engin deili á. Við fórum á Havana og skelltum nokkrum Mó' um og dönsuðum, síðan leystist hópurinn aðeins upp (þegar klúbbnum var lokað) og partýið færðist á Linzergötuna, þar sátum við Harpa, Maddý og rokkarinn og kjöftuðum til 6 um morguninn. Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið hálfslappur og máttlaus, Harpa fór á fætur með H.B. og ég rétt náði að komast á róló með henni þegar Harpa þurfti svo hvíld. Síðan var dagurinn bara tekinn rólega með vídeó glápi, chilli con áti og næsheitum.
Vonandi fer síðan eitthvað markvert og skemmtilegt að gerast sem skemmtilegt er að segja frá svo við þurfum ekki að láta líða svona langt á milli blogga.
Nýjar myndir á myndasíðunni. Bestu kveðjur Herr Harald von Salzach, Frau Harpa Von Salzach und Halldora Von Salzach.