Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, apríl 16, 2007

Paskarnir liðnir, solin komin og Tonleikar ..

Hvað getur maður beðið um meira, ég held bara ekkert.
Á páska-mánudag fórum við litla fjölskyldn í fjallgöngu, gengum hérna upp á kaputzinerberg, sem gnæfir hérna yfir Linzergasse í öllu sínu veldi. Það er nokkuð brött og löng brekka þar upp. En hún er samt öll tröppuð og Halldóra Björg þrammaði þetta eins og herforingi alveg ein og óstudd. Stundum þeytti hún út úr sér þreytulegum húfff-um og púff-um og gaf okkur svo ekkert eftir. Við höldum að þessi skyndilegi göngukraftur hafi orsakast af gríðarstórri og fallegri plómu sem hún hafði með sér í poka og vissi að hún mætti borða þegar hun kæmi upp. Því var sjálf sögðu ekki eftir neinu að bíða en að drífa sig upp og borða þessa plómu... Við dvöldum þar aðeins og tókum myndir, en þá kom hann Þorsteinn. Þorsteinn er góðlegur munkastrákur, frá norður þýskalandi, og býr og starfar við Kaputzinerklaustrið. Hann gerðist svo góður að bjóða okkur inn í garðinn og sýna okkur útsýnið af veröndinni sinni, sem er held ég besta útsýnið yfir Salzburg sem völ er á, og sýna okkur ræktunina. Þeir rækta sitt eigið grænmeti og dytta að garðinum ásamt því að iðka trú sína. Harpa var samt að spá í því hvort grey munkurinn Þorsteinn geri sér grein fyrir hvað nafnið hans þýðir. Þór hin heiðni guð er þar í auðvitað í aðalhlutverki. Við röltum síðan inn í skóginn og áttum frábæran dag.
Í vikunni eftir páska hélt stuðið áfram eins og vanalega, við fórum í mat til Mörthu og fengum Danna trommara, brettara hestamann í heimsókn og fiktuðum í tölvunni aðeins. Við nutum veðurblíðunnar og röltum um bæinn, keyptum okkur ís og höfðum það gott.
Á föstudaginn byrjaði svo Harpa í nýju íhlaupavinnunni í Grandharva loka eða eins og hún kallar búðina "Hann þarf að loka" og byrjaði framinn vel. Hún seldi þrisvar sinnum meira af drasli heldur en hafði verið gert daginn áður, og held það hafi bara verið strákar að reyna pikka´na upp því hún er svo sæt. Við Halldóra Björg komum í heimsókn og ég tók nokkrara kómískar myndir. Þær eru til sýnis á myndasíðunni ógurlegu. Laugardagurinn leið hratt, við röltum um í sólinni (27 gráðs), fórum á leikvöllinn og Harpa lenti í slysi... Jebb, alvöru slysi .......... Hún lifði en löskuð þó...
SLYSIÐ
Hún var á leið til Mörthu á hjólinu mínu af því hennar var upptekið annarsstaðar. Hún var með nóturnar sínar í tösku, lafandi niður úr stýrinu. Á augnabliki, þegar hún aðeins missti einbeitninguna við að chekka á hvort bretta stákarnir þrír (rosa sætir) hefðu tekið eftir henni á fleygiferð á hjólinu. Þeir tóku ekki eftir henni koma ... ... En .....
þegar taskan flæktist í framhjólinu og snarstöðvaði hringferð felgunar tóku þeir eftir henni... hún flaug ... flaug af hjólinu fram fyrir sig og lenti illa, á höndunum þó, síðan öxlinni og andlitinu og síðast kom uppáhalds líkamsparturinn minn, rassinn, og slengdist í götuna. Þá tóku þeir eftir henni. En vandræði konu minnar voru hvergi nærri búin því hjólið kom einnig ofan af himnum og hrundi yfir hana. Svo hún fékk kúlu á hausinn. Hún rispaðist aðeins, mar á kinn, tognaði og fékk kúlu. Annars var dagurinn fínn.
Á sunnudaginn fór ég svo í tónleikaferð til Munchen. Fór að sjá gömlu metal hundana í Napalm Death, still going strong .. Veðrið þar var æðislegt líka og ég chillaði í bænum fyrir tónleikana, sem fóru fram í yfirgefinni bensínstöð... rosasjabbí sko. En ég var með skegg og ístru og alveg til í sjabbí stemmningu, þarna var sko enginn með vellyktandi. Ég hitti þarna fullt af skemmtilegum gaurum sem kunnu jafnvel að meta grindcore (mjög þungt og hratt spilað metal) og ég. En mínir uppáhalds kumpánar þennan dag var Mark Barney Greenway frá Birmingham söngvari hljómsveitarinnar Napalm Death og Mitch Harris gítaristi sömu sveitar. Ég átti stutt spjall við Barney en náði mynd en við Mitch spjallaði ég í góðar 10 mín en engin mynd. Þetta var sem sagt alveg frábær ferð og nú er ég kominn aftur heim til Salzburgar til stelpnanna minna og kominn úr metal búningnum, alveg kominn úr honum í bili. Myndir af öllu því helsta má sjá á myndasíðu-linknum, og áhugasömum bendi ég á plöturnar Scum, Harmony Corruption, The code is red til áheyrnar og myspace síðu Napalm death fyrir upplýsingar.
Þar til næst, Bestu kveðjur til allra og verið hress í commentunum.