Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, júlí 22, 2007

Erum enn a Islandinu kalda sem er svo bara heitt...

Já við erum hér enn og biðjumst velvirðingar á lélegum bloggfærslum undanfarið.
Við höfum haft nóg að gera eins og okkur er lagið og notið alls hins besta hér á landi. Ég byrjaði á að mála í eina viku og síðan hittum við fólk á kvöldin, matarboð og yndislegheit. Skruppum í partý á Akureyri eina helgi og komum síðan aftur til Reykjavíkur þar sem Harpa undirbjó sig vel fyrir stutta tónleika sem hún söng við móttöku á námsstyrki sem hún hlaut, úr söngmenntasjóði Marínós Péturssonar. Lára Rafnsdóttir undirleikari og vinkona okkar hjóna hjálpaði til við að gera þetta allt sem best. Þessa sömu viku æfðum við gömlu félagarnir úr Groundfloor í fyrsta skipti í 1 og hálft ár fyrir tónleika helgarinnar á Blönduósi. Við höfðum engan trompetleikara í þetta skiptið en inn kom sellóleikarinn Sandra Kim og lék með okkur. Hún er nú einna frægust samt fyrir að hafa keppt fyrir Frakklandshönd í Júróvisjón árið 1986 með laginu Sjöme, sjöme lavííí ... Tónleikarnir tókust líka afar vel. Á mánudeginum gengum við síðan hina hrikalegu og fallegu leið yfir Fimmvörðuháls og enduðum niðri í Básum í Þórsmörk til að tjalda. Þessi leið er nokkuð erfið fyrir fólk í lélegu formi en vel virði erfiðisins, útsýnið er algerlega frábært, náttúran og umhverfið er ólýsanlegt. Gangan tók 9 klst hjá okkur en hefði líklega tekið aðeins lengri tíma ef þokan hefði ekki byrgt okkur sýn á efstu toppum leiðarinnar, einnig er algengt að fólk gangi í tveimur hlutum og gisti uppi á hálsinum. Við mælum með þessari leið fyrir alla sem nægan kjark hafa og kraft, þetta var rosalega skemmtilegt. Síðan þeystum við á Hvammstanga til afslöppunar. Þar áttum við mjög góða daga við þakmálun í góðu veðri, bátsferðir og veslumáltíðir á hverjum degi. Núna erum við komin á Blönduós þar sem við ætlum að hanga í nokkra en jafnvel aðeins að reyna að gera smá gagn, klippa nokkur tré eða eitthvað... Engar myndir að svo stöddu en við bætum úr því þegar við komum "heim" aftur.

Hér er hlýtt en töluverður vindur.

Rosa, mega takk til allra sem hafa tekið vel á móti okkur á ferðalaginu hingað til, með matarboðum, bjórgjöfum og bílalánum, án ykkar væri ferðin fúl.

Halli, Harpa og Halldóra Björg.