Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, júní 09, 2007

Nammi namm...

Við áttum aldeilis yndælan dag í dag fjölskyldan í Linzergasse. Í 30 gráðu hita spókuðum við mæðgur okkur í bænum, fórum á æfingu hjá Halla og Pólsk/íslenska ríkjasambandinu.... hljómaði hreint út sagt mjög vel.... smelltum okkur svo á spielplatz og lékum okkur þar til við hittum Hallann okkar, dauðsvangan og þreyttan eftir pólska rokkið. Í svengdinni ákváðum við að hafa dýrindis sushiveislu í kvöld þar sem okkur fullorðna fólkinu finnst það mjög gott. Halldóra Björg fylgdist grannt með stöðu mála í matargerðinni og vildi gjarnan taka þátt. Hún varð þó að láta sér það lynda að fylgjast með og læra af þeim vitrari.............
Hvað átið varðar RÚSTAÐI HÚN FORELDRUNUM Í KEPPNINNI og móðirin þurfti að stoppa barnið af í áti eftir 8 bita... síðan hvarf hún á braut til að þvo hendurnar og foreldrarnir sátu eftir orðlaus!!!!!!!