Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, maí 19, 2007

Gerðum goða ferð til Munchen ...

Í dag fórum við fjölskyldan til Puchheim, í fyrsta fyrirsögn Hörpu á erlendri grundu, og gerðum góðan túr. Við byrjuðum á að missa af lestinni okkar og tókum stress pakkan á að ná hugsanlega ekki í tíma til Puchheim, sem er borg á stærð við Rvk rétt utan við Munchen, þar sem fyrirsöngurinn átti að vera. Náðum þó í tíma. Við hittum þarna fyrir hina amerísku Theresu sem var líka að syngja fyrir þetta sama gigg og tókust með okkur ágæt kynni. Okkur skilst, óstaðfest, að þarna hafi sungið um 30 stelpur fyrir á þremur dögum og Harpa var í þriðja og síðasta hollinu, síðan átti að ákveða hver fengi verkefnið að því loknu, það er seinnipartinn í dag. Við Halldóra Björg hlustuðum á nokkrar stelpur og strax leist okkur illa á píanistann sem gerði alltaf sama "klikkið" í einu aríunni sem sérstaklega var beðið um í fyrirsönginn. Hann þóttist ekki kunna endinn í Segudilla úr Carmen sem endar á ógurlega hárri, kröftugri nótu og allar stelpurnar stoppuðu í endanum og kláruðu ekki sönginn. Harpa hins vegar söng aríuna af öryggi og festu og lét "klikkelsi" píanistans ekki á sig fá og auðvitað þrumaði út úr sér lokatóninum. Mér fannst yndislegt að heyra hana klára þetta því þrjár stelpurnar áður höfðu einhvernveginn bara lagst í dvala á sama stað í aríunni. Síðan brunuðum við bara í bæinn og röltum í Munchen og chilluðum í dag. Þegar við svo vorum að borða fyrir lestaferðina heim, hryngdi síminn ... "dring, dring ... Öh ... ja halló .... " " mh, ... mh, joo, mh hm " "ja, danke, fíl spass cjúsh " "Halli ég fékk giggið, þær vilja að ég vinni þetta verkefni með þeim,"

Sem sagt, Harpa fékk giggið í sínum fyrsta fyrirsöng. Þetta er engin stórópera en skemmtilegt lítið prófessional verkefni. Klassískir, djass, dægur tónleikar í Mars á næsta ári. Sjáumst þar.

Halli og fjölsk.


(Ps. endilega lesið síðasta blogg líka, gerði það bara í gær ... og nýjar myndir komnar á myndasíðuna.)