Afslappað i Salz...
Jæja það verður nú að segjast eins og er að það er eitthvað sorglega lítið að gera hjá okkur í augnablikinu. Ég (húsfrúin) er að reyna að ná úr mér fjandans kvefpest sem ætlar samt engan endi að taka. Þetta væri í lagi ef ég væri ekki að syngja ansi strembið verk þann 1. sept... :/ Þetta fer vonandi að molna úr mér :)
Heyrðu það er náttúrulega smá frétt.... Stórsöngkonan og ofurskvísan Renée Fleming heiðraði okkur Salzborgara með nærveru sinni um síðustu helgi. Við fjölskyldan fórum og hittum hana í geilsadiskabúinni hér niðri í bæ og fengum hana til að árita nokkra diska fyrir okkur. Húsfrúin stóð sem frosin mest allan tímann á meðan HBH heillaði drottninguna upp úr skónum, að sjálfsögðu. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki á hverjum degi sem maður hittir svona dívu.... Allavega þá ætlaði ég að tékka á miðum á konsertinn sem átti að vera á mánudaginn... jú jú það voru til nokkrir miðar Á TUTTUGU ÞÚSUND !!! Ég þakkaði pent fyrir og bölvaði í hljóði, ákvað að hlusta bara á diskinn og horfa á myndina sem við tókum af henni í búðinni. Þetta er alveg fáránlegt verð... Allavega, ég var alveg búin að sætta mig við þetta og var að hjálpa ástkærum eiginmanni mínum að pakka niður fyrir tónleikaferðalag á dauðarokksveitina Testament þegar dauðarokkarinn minn dregur upp miða á tónleika með Miss Fleming, handa MÉR, ALVEG ÓVÆNT :) Vil taka það fram að hann fékk mun ódýrari miða með krókaleiðum. Ég pissaði næstum í mig af gleði. Þetta endaði sem sagt þannig að ég fór á tónleika með Vínarfíharmóníunni og Renée Fleming þar sem hún söng Vier Letzte Lieder eftir R. Strauss og Halli smellti sér á dauðarokk í Danmörku :) Frábært Par !!!
PS. Tónleikarnir voru æði !!!
Bestu kveðjur
Harpan
Heyrðu það er náttúrulega smá frétt.... Stórsöngkonan og ofurskvísan Renée Fleming heiðraði okkur Salzborgara með nærveru sinni um síðustu helgi. Við fjölskyldan fórum og hittum hana í geilsadiskabúinni hér niðri í bæ og fengum hana til að árita nokkra diska fyrir okkur. Húsfrúin stóð sem frosin mest allan tímann á meðan HBH heillaði drottninguna upp úr skónum, að sjálfsögðu. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki á hverjum degi sem maður hittir svona dívu.... Allavega þá ætlaði ég að tékka á miðum á konsertinn sem átti að vera á mánudaginn... jú jú það voru til nokkrir miðar Á TUTTUGU ÞÚSUND !!! Ég þakkaði pent fyrir og bölvaði í hljóði, ákvað að hlusta bara á diskinn og horfa á myndina sem við tókum af henni í búðinni. Þetta er alveg fáránlegt verð... Allavega, ég var alveg búin að sætta mig við þetta og var að hjálpa ástkærum eiginmanni mínum að pakka niður fyrir tónleikaferðalag á dauðarokksveitina Testament þegar dauðarokkarinn minn dregur upp miða á tónleika með Miss Fleming, handa MÉR, ALVEG ÓVÆNT :) Vil taka það fram að hann fékk mun ódýrari miða með krókaleiðum. Ég pissaði næstum í mig af gleði. Þetta endaði sem sagt þannig að ég fór á tónleika með Vínarfíharmóníunni og Renée Fleming þar sem hún söng Vier Letzte Lieder eftir R. Strauss og Halli smellti sér á dauðarokk í Danmörku :) Frábært Par !!!
PS. Tónleikarnir voru æði !!!
Bestu kveðjur
Harpan
<< Home