litlar frettir eru frasagnarverðari en engar.
Af okkur eru engar fréttir nema þær helstar að allt gengur okkur í haginn, fyrir utan einstaka skakkaföll í matargerð eða öðrum einföldum athöfnum hins venjulega lífs. Halldóra Björg þýddi fyrir okkur fyrstu þýsku setninguna á matsölustað um daginn, þegar þjónninn sagði eitthvað í löngu máli um matinn, sem hvorugt okkar skildi. Ég spurði Hörpu hvort hún skildi það sem þjónninn hafði sagt og þegar Harpa hafði svarað að það hefði nú verið alger ógerningur að skilja nokkuð vegna slælegs framburðar eða framadi mállísku sagði Halldóra Björg okkur hvað þjónninn hefði sagt meðan hún horfði ofan í borðið og hélt áfram að dunda sér. Okkur fannst það að sjálfsögðu alveg ótrúlega mikil tilviljun að barnið hefði rambað á mjög líklega tilgátu að því sem þjónninn hefði sagt.
Ég byrja í nýrri hljómsveit á mánudaginn með þýskum "lyriker" sem hefur samið tónlist við nokkra texta sína og er að mynda band til að flytja það efni. Síðan er hugsanlegt spunasamstarf milli mín og harpsicord (sembal) leikara sem býr í næstu íbúð, það er mjög spennandi en er algerlega á frumstigi enn og ætti því ekki að taka sem einhverju sem örugglega verður. Harpa er að læra á fullu núna því mikið er að gera í skólanum, læra tvö full hlutverk ásamt að sitja hina ýmsustu kúrsa, mikið stuð.
Ég er að fra núna til Dodda og Þuríðar í skihotel speiereck að vinna og skoða skíðabrekkurnar fyrir komandi vetur.
Sem sagt engar féttir nema þær að það eru nýjar myndir á myndó.
Vonandi gerist eitthvað fyrir næstu skrif, gúdd bæ!!!
Ég byrja í nýrri hljómsveit á mánudaginn með þýskum "lyriker" sem hefur samið tónlist við nokkra texta sína og er að mynda band til að flytja það efni. Síðan er hugsanlegt spunasamstarf milli mín og harpsicord (sembal) leikara sem býr í næstu íbúð, það er mjög spennandi en er algerlega á frumstigi enn og ætti því ekki að taka sem einhverju sem örugglega verður. Harpa er að læra á fullu núna því mikið er að gera í skólanum, læra tvö full hlutverk ásamt að sitja hina ýmsustu kúrsa, mikið stuð.
Ég er að fra núna til Dodda og Þuríðar í skihotel speiereck að vinna og skoða skíðabrekkurnar fyrir komandi vetur.
Sem sagt engar féttir nema þær að það eru nýjar myndir á myndó.
Vonandi gerist eitthvað fyrir næstu skrif, gúdd bæ!!!
<< Home