Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, október 28, 2007

Lazarus bloggar

Eða allavega talsmaður Lazarusar þar sem hún kann ekki að skrifa. Halldóra Björg er sem sagt búin að vera með töluverðan næturhita í fimm daga og heldur áfram.. Við fórum til læknis í dag og vorum við þar frá 11 til 3, hann skoðaði Halldóru Björgu hátt og lágt, hlustaði, pissupróf og síðan blóðprufa ... Hún stóð sig eins og hetja, eða alveg þar til það leið yfir hana ... (just like daddy) Við eigum að fara aftur í skoðun á morgun ... Hann segir að hún gæti verið með berkju eða lungnabólgu greyið. Hún fékk fullt af allskyns meðulum til að snæða. Læknirinn spurði okkur hvort hún hefði verið með einhvern hita á daginn og við héldum svo ekki vera, því hún væri alltaf svo hress á daginn, hann bað okkur að þess vegna að mæla hana í dag. Strax eftir kvöldæfingarnar sínar, danz, hopp, kitl og hlaup, ákváðum við að mæla hana, þó greinilegt væri að hún væri ekki með hita, bara fyrir lækninn. Í sínu allra hressasta formi var Halldóra Björg með rúmlega 38° hita ! Þannig að ég hugsa að hún hafi örugglega verið með hita líka á daginn, þrátt fyrir hressleikann.

Við ætlum að fara aftur með hana til læknis kl 8 í fyrramálið og þá finna þeir ábyggilega eitthvað út úr þessu og allt verður í lagi stuttu seinna.

Bestu kveðjur Lazarus.