Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Sma frettir

oh, það er gott að vera kominn heim. Ég var að vinna fyrir Dodda og Þurý í Skihotel Speiereck sem er að verða alveg rosalega flott íslenskt hótel í austurrískum stíl, í rólegu og fallegu fjalla þorpi. Þetta var síðasta vinnuferð mín fyrir "seasonið" og var það vel við hæfi að ég notaði sénsinn og fór á skíði í Obertauern á fimmtudag og síðan í Katsberg/Aineck á laugardaginn. Fimmtudagurinn var rosa fínn og þokkalegt færi en síðan kom föstudagurinn með rigningu og hita sem hélt síðan áfram á laugardaginn. Við familíjan drifum okkur samt á nýju skíðunum í fjallið til að prufa. Stelpurnar fóru sitthvora ferðina og ég fór fjórar... skíðin voru algerlega meiriháttar en færið algerlega ömurlegt... við komum okkur fyrir á bar og biðum eftir skutlinu. Síðan chilluðum við um kvöldið og drifum okkur til borgarinnar í dag. Það er gott að vera kominn heim. Snjórinn er samt farinn og allt blautt og leiðinlegt en það á að snjóa í byrjun vikunnar.

Vikan sem nú er að byrja er líka fyrsta vikan í nýju og breyttu fjölskyldu mynstri. Ég verð heimavinnandi. Ég verð sem sagt hálf húsmóðir þ.e. fer með Halldóru Björgu í leikskólann, sæki hana, tek til og geri mat. Og hálfur nemi, þ.e. á milli 9 og 3 stunda ég þýskunámið og æfi mig á kontrabassann, ásamt að taka tíma í hvoru tveggja.

Harpa er farin að þurfa að vera töluvert lengur í skólanum vegna æfinga á óperunni Dido & Eneas og því er þetta besta tilhögunin fyrir okkur. Jólamarkaðurinn er byrjaður í miðbænum og allt að detta í jólagírinn. Við verðum hér yfir jólin en mamma og pabbi ætla að koma til okkar og njóta þeirra með okkur hér, það verður mjög skemmtilegt og ætlum við að fara aðeins á skíði og allskonar vesin, en meira af því seinna.

Kv. Halli og H-fjölskyldan.