Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

póstur um einmanaleik... og söknuð ... og depurð...

Hæ !! Þorri er farinn frá okkur, hann er farinn til Íslands að taka til heima hjá sér áður en Árdís kemur heim. Hann ætlar samt koma aftur til okkar í vor i inntökupróf fyrir skólann og síðan vonandi ef allt gengur upp koma til frambúðar til Salzburgar næsta haust. Harpa er líka farin frá okkur..., hún er farin til Munchen að æfa fyrir Mars tónleikana í Pucheim (rétt utan Munchen). Æfingaferlið fór ekki sem best af stað þar sem veikindin, sem herjuðu á alla sem hún þekkti meðan hún var að syngja Dido, náðu í hana loksins og felldu. Hún er sem sagt búin að vera veik en er að ná sér og er á fullu í margra klukkutíma æfingum á dag. Hún kemur á laugardagskvöldið næsta, það verðu fínt að fá hana aftur heim.

Á mánudaginn byrjaði Halldóra Björg á skíðanámskeiði með leikskólanum. Hún fer eldsnemma á morgnana alla vikuna með nesti til Flachau að skíða. Hún skíðar fram á hádegi og kemur síðan aftur í bæinn með öllum hópnum og í leikskólann. í dag var meira að segja grímuball eftir hádegi. Halldóra Björg kom okkur mjög á óvart þegar hún lýsti því yfir að hún vildi vera "schreklich hexe", sem útlegst á íslensku "ljót norn", á grímuballinu. Við keyptum einhvern nornabúning, bjuggum til hárkollu úr gömlum svörtum bol af mér og stálum hálmkústi úr geymslunni sem hún gat flogið á á milli veggja í leikskólanum. Hún var afar ánægð með sópinn og vildi ekki fyrir nokkurn mun skila honum í geymsluna aftur. Við sögðum öllum að við hefðum hitt fyrir "alvöru" ljóta gamla norn á leiðinni í leikskólann í morgun og keypt af henni sópinn fyrir þrjár hænur...

Ég er á fullu að æfa með pólsku stelpunum fyrir fyrstu full length tónleikana okkar, þeir verða í einum af tónleikasölum Mozarteum og er spennan mikil. Prógrammið er klárt en allt verður að vera vel smurt því við ætlum að taka þetta allt saman upp á videjó og audio og gera kynningardisk. Við spilum á laugardagskvöldið næsta en þá verða þau Skúli, Íris og strákarnir líka komin til okkar. Þau ætla að vera hjá okkur í eina viku í afslöppun og leik. Það verður gaman. Ég var nú að vonast til að það yrði smá snjór fyrir strákana að renna í hér í borginni en það er ekkert útlit fyrir það eins og stendur, bara hiti og bjart. Það er kominn vor fílingur í mig.

Jæja eldamennskan bíður, soðinn lax með kartöflum og smjöri... uppáhald nornarinnar sem er ennþá í búningnum með svarta hárið, oj...