Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, janúar 28, 2008

aftur að koma frí...

Jæja ... við erum nú nýkomin úr helgaferð til Prag. Þorri vinur okkar og meðleigjandi var þegar búinn að skipuleggja þessa óperuferð áður en hann flutti hér inn og ákvað að bjóða okkur með. Hann var búinn að græja sjóför (þ.e.einkabílstjóra og kemur sjóferðum ekkert við) sem keyrði okkur til Prag, búinn að græja fjölmiðlamann, upptökumann sem dokúmennteraði og skemmtikraft. Þannig að við fórum öll saman í bílnum hans Ásgeirs Páls sem kom líka með. Við brunuðum til Tékklands og eiginlega lögðum í andyrinu á óperunni og hlupum inn. Við vorum enn að ná andanum og varla sest þegar tjaldið var dregið frá og sýningin byrjaði. Óperan Carmen var á fjölum Praha Státní Opera og var ekki eins góð og við höfðum búist við en við skemmtum okkur samt. Enda með atvinnuskemmtikraft í hópnum sem lék á alls oddi. Eftir kvöldmat fórum við síðan í bæinn á Fiddlerí á skallanum á Coyote Státní dance bar og án þess að bjóða upp á frekari skýringar vil ég samt segja að næturstemmningin í Prag höfuðborgar Tékklands stendur fyllilega fyrir sínu... fyllilega og kvöddum við collega okkar dansarana með sárum trega þegar við fórum heim á hótelið snemma morguns. Laugardagurinn leið síðan allur eðlilega með matartímum, kaffitímum, skoðunarferðum og Karlsbrúnni. Strákarnir fóru síðan að finna jazz tónlist og dansæfingar svæði um kvöldið og skemmtu sér vel. Þeir hittu fyrir ræningja hópa og ribbalda, læknanema og lúsera og geðjuðust að og glöddust með öllum þeim sem tóku þátt í gleðidansi laugardagsnæturinnar, en ekki var hægt að hanga úti alla nóttina og gleyma sér. Eftir hádegi var svo ópera tvö, Cosi Fan Tutte eftir landa okkar, austurríkismanninn Mozart og þótti okkur afar vænt um það. Sýningin var miklu betri, betri söngur, leikur, leikstjórn sánd og sýning. Strax eftir óperuna flýttum við okkur út í bíl og keyrðum rakleitt til Þýskalands ... Já Þýskalands... það er nágrannaland Austurríkis og er einmitt ekki á milli Austurríkis og Tékklands en sjóförinn hafði heyrt af svo æðislegri sjoppu með svo frábærum frönskum að hann bara varð að koma þar við. Þessi "litli" krókur lengdi aðeins förina en var hinn skemmtilegasti, sérstaklega fyrir þær sakir að fjölmiðlamaðurinn var alltaf að segja okkur frá lífi og starfi Gulla Helga þarna í Þýskalandi þar sem þeir þekkjast víst mjög vel. Kómíkerinn, fjölmiðlamaðurinn og sjóförinn skemmtu sér mjög vel og við Harpa, Þorri og Ásgeir Páll líka, en... þegar heim var komið voru söngvararnir Þorri og Harpa orðin veik, Harpa slappnú með minni háttar hæsi en Þorri sem er hér gagngert til að syngja er orðinn alveg skítlasinn og er það fúlt. En hann ber sig vel og bara chillar með okkur hérna upp í sófa í slopp og undir sæng að horfa á vídjeó, ... af Salzburg þar sem hann getur ekki séð hana svona lasinn.

Við njótum návistar hvers annars og látum ekki svona smotterí skemma neitt, við hugsum bara til baka til alveg frábærrar ferðar til Prag um helgina, þá er allt í lagi að vera veikur restina af fríinu, þægi? ... Harpa er farin á fullt aftur eftir sýninguna sem gekk mjög vel og þökkum við öllum sem hugsuðu vel til hennar og þeirra sem sendu okkur orð. Næst eru vikuæfingabúðir í Pucheim Þýskalandi fyrir tónleika í Mars og skólafrí en samt meiri söngur.

Allt í besta héðan og bestu kveðjur Harald Von Salzach und groß familie.