Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, janúar 18, 2008

Dido og Aeneas !!

Hæ allir, undanfarna daga hefur hér allt verið í axjón. Halldóra Björg er búin að vera skítveik með Skarlat sótt og mikinn hita því fylgjandi, útbrot og leiðindi, í næstum eina viku. Vikuna fyrir frumsýningu Hörpu á Dido þar sem hún syngur aðalhlutverkið. Undirbúningurinn er búinn að taka langan tíma og loksins er verkefnið að klárast. Amma Lilla og afi Valdi komu bara í hvelli á þriðjudaginn til þess að sjá sýninguna hjá Hörpu. Halldóra Björg er búin að njóta þess mjög að hafa afa og ömmu hjá sér að leika við í veikindunum og við höfum notið þess líka alveg í botn. Við Valdi fórum á general æfingu og sáum síðan aðra söngkonu syngja sama hlutverk til að fá samanburð, það var mjög gaman. Síðan höfum bara verið að spássera um staðinn og upplifa hitann og rigninguna sem okkur er boðið uppá og fylgst með því að aðalsöngkonan taki engar pestir, hér er nóg af þeim. Ég er núna (á frumsýningardegi) með mökkstíflað nef, beinverki og hausverk, Halldóra Björg að ná sér og amma hnerrandi. Afi Valdi stendur eins og klettur upp úr mannhafinu heilbrigðið uppmálað og heldur verndarhendi yfir söngkonunni, sem hefur enn engan verk að kvarta yfir, ég hreinlega held hún sleppi. Hún má verða fársjúk á morgun þess vegna.

ég segi tu, tu við Hörpu í dag og óska henni til hamingju með fyrsta "stóra, hálfprófessíónal, erfiða" sviðshlutverkið sitt á erlendri grund.

Chao allir.