Pucheim æfingabúðirnar búnar, tónleikarnir að baki og Skúli kominn með gengið sitt.
Harpa söng og söng í Pucheim í eina viku, meðan Halldóra Björg var á skíðanámskeiði í Flachau með leikskólanum og ég æfði mig. Ásamt því að æfa mig var ég að brasa í promo demó diskagerð fyrir Groundfloor sem ég sendi á útgáfufyrirtæki í Evrópu, engin svör enn. Á Laugardaginn spilaði ég síðan frábæra tónleika í Kleines Studio í Mozarteum með Miriams acoustic group sem tókust alveg frábærlega. Við spiluðum í rúman klukkutíma fyrir smekkfullum sal og fengum mjög góðar móttökur. Þegar ég kom heim voru svo Skúli, Íris, Baldur og Ari litli búin að koma sér fyrir á Linzergasse ásamt Hörpu sem var nýkomin heim aftur. Sunnudagurinn fór í afslöppun og skoðunarferð um bæinn, Á Mánudaginn fórum við í æðislegu veðri upp á Untersberg með kláfnum og nutum stórkostlegs útsýnis og veðurblíðu. Á Þriðjudaginn leigðum við síðan bíl og rútuðum um sveitir Austurríkis með smá viðkomu í Þýskalandi. Stoppuðum við Königsee á leið okkar til Zell am See áður en við brunuðum fram hjá Alpendorf, St.Johann, Flachau og Tennengebirge á leið okkar til Salzburgar á ný. Á miðvikudaginn skiptum við síðan liði. Stelpurnar fóru í EUROPARK hina yndislegu og gemutlichheit-uðu verslunarmiðstöð okkar Salzburginga, og við pabbarnir og börnin fórum í göngu á Kaputzinerberg a.k.a. Plómuberg (þangað eru alltaf teknar með plómur og borðaðar í nesti) og klifruðum og njósnuðum í skóginum. Fimmtudagurinn var skíðadagurinn og við rifum okkur eldsnemma upp og fórum með rútu í átt Dachsteinscæðisins þar sem við ætluðum að eyða deginum. Við skíðuðum í Rohrmooz, rétt ofan við Schladming í Steiermark, í heilan dag og gríslingarnir renndu sér á sleða. Nema auðvitað Baldur sem er orðinn svo stór að hann stóð á skíðum allan daginn og skemmti sér vel. Í dag er föstudagur og sér fyrir endann á þessari frábæru heimsókn, gestirnir okkar fljúga heim á morgun og við höldum enn á ný til fjalla þar sem okkur líður best. Nú ætlum við að eyða vikunni í skíðanámskeið og gleði hjá Dodda og Þurý í Skihotel Speiereck í St.Martin. Nú er skólafrí hjá Hörpu og hún að skíða úr sér andlegu þreytuna fyrir líkamlega þreytu í heila viku. í Mars byrjar síðan hasarinn aftur og Pucheim tónleikarnir eru aðra helgina í Mars.
Myndir af gleði undangenginna vikna eru að finna á myndasíðunni, skemmtið ykkur vel og verið dugleg að kommenta, það eru einu höfundalaun okkar, og eru þau alltaf vel þegin.
jæja until next time. HHH.
Myndir af gleði undangenginna vikna eru að finna á myndasíðunni, skemmtið ykkur vel og verið dugleg að kommenta, það eru einu höfundalaun okkar, og eru þau alltaf vel þegin.
jæja until next time. HHH.
<< Home