Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, apríl 13, 2008

Hallo allir saman.

Hér hefur ekkert markvert eða almennilega frásagnavert undanfarna daga. Við erum búin að vera að hanga og hafa það gott eins og svo auðvelt er hér í Salzburginni. Ég fór á tónleika með Fred Frith, frönskum gítarista og tónskáldi, og skemmti mér rosalega vel. Ég mæli endilega með að þeir sem hafi áhuga á ferskri og frumlegri instumental tónlist chekki á nýja projectinu hans, Cosa Brava. En annars er þetta bara svona venjulegt hjá okkur núna, Harpa á fullu skólanum og gengur vel, ég að spila í ýmsum verkefnum gömlum og nýjum og svo að mála.

Já, við í Groundfloor erum að berja saman plötu með eigin efni sem kemur út í vor/sumar með stuðningi nauðsynlegum stuðningi fólks á íslandi og ætla ég að koma heim í Júlí til að spila útgáfutónleika á Organ 16 Júlí en "for útgáfutónleika" á Húnavöku hátíðinni helgina 12 Júlí. Harpa og Halldóra Björg koma til Íslands með mér þá.
Síðan förum við Harpa til Zagreb í Króatíu strax eftir að við komum heim aftur, í tæpa viku að spila með Ensamble Úngút. Í byrjun Ágúst koma svo ANNA OG HRAFN (!!) til okkar og Harpa fer á masterklass í Lofer.
Síðan kem ég aftur til Íslands í september með pólska stúlkna bandinu og svo videre... þannig að þó rólegt sé í búi um þessar mundir lýtur allt út fyrir að stuðið og stemningin skríði af stað aftur með sumrinu.

Ég er að taka upp plötu með country/folk bandi sem er mjög gaman og er líklega að byrja að spila með jazzdúett sem gæti gefið mer smá gigg vinnu ásamt pólsku og nýja Mozarteum jazz bandinu sem ég er að spila í, er nóg að gera hjá mér.

Næstu helgi fer ég síðan í langþráða vinnu ferð til Dodda og Þuríðar í Skihotel Speiereck og verð í viku að mála.
Ég tek fullt af myndum uppfrá og kannski skelli ég mér smá á skíði úr því það er enn opið í Obertauern.

Nú skín sólin inn u gluggann okkar við göngugötuna og við ætlum að skreppa aðeins út.
en áður en ég kveð ein lokaskilaboð frá okkur öllum.

FARIÐ VARLEGA Í UMFERÐINNI OG SPENNIÐI BELTIN í ljósi síðustu fregna frá Íslandi.

Halli, Harpa og Halldóra Björg.