Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, mars 22, 2008

Gleðilega páska !

Af okkur er lítið að frétta, lífið gengur hér sinn vanagang nema að því undanskildu, að á vordaginn fyrsta kom mesta snjókoma hér í Salzburg sem við höfum séð frá því við fluttum hingað fyrir næstum tveimur árum. Halldóra Björg stækkar og stækkar og verður alltaf óþægari og óþægari en það held ég að sé bara eðlileg þróun fram að og eftir unglingsár, en þau eru nú ekki allveg strax. Hún hefur líka lært mikið og breyst töluvert undanfarið, í átt að verða austurrískari en við hin í fjölskyldunni. Hún tekur til dæmis knödel og knockerl fram yfir það sem við bjóðum upp á heima í mat og drykk. Hún er líka farin að nota þýsk orð á okkur í ríkari mæli þegar hún veit ekki hvaða orð hún á að nota og raðar íslensku orðunum upp eins og í þýskri málfræði... Við leggjum okkur öll fram um að leiðrétta og laga en krakkarnir í leikskólanum eru miklu betri kennara en við, því miður. "Ég kann ekki svona að vera" heyrum við stundum, en þetta er bara svona... við reynum að taka á því jafn óðum.

Núna er páskahátíðin í fullum gangi en ekki er hér samt frí á föstudaginn langa ! ? Það er undarlegt að þramma um bæinn og allt er opið og í fullum gír, það er eins og þetta fólk viti ekkert um föstudaginn langa, samt heldur það getnaðardag Maríu meyjar hátíðlegan og enginn má vinna þann dag, eiga bara að vera heima og æfa sig eða eitthvað, ég veit það ekki. En það má líka koma því að að sá dagur er í Nóvember sem hlýtur að þíða að Jesús hafi verið fæddur löngu, löngu, löngu fyrir tímann, hugsanlega útaf öllum þessum asna hossingi, hver veit...

Við ætlum að baka páskahéra á sunnudagsmorgunn með góðum gestum og myndasýning næstu viku mun leiða í ljós hverjir þessir leynigestir eru.

Þar til þá, páskakveðjur, Halli og fjölskylda.