Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, júní 11, 2008

Grrruuus Gott !!

Grrruus Gott segjum við við alla fótboltamennina sem hanga hér á öllum börum og veitingastöðum sveittir, fullir og í stuði. EM er sem sagt hafið í hinni annars hljóðlátu og snyrtilega snobbuðu borg okkar. Nú er tíðin önnur. Hér eru blindfullar fótboltabullur syndandi í Salzach, fánalitamálaðir sendiferðabílar og fólksbílar fullir af sofandi fólki í einni hrúgu. Það er að segja þeir sem voru ekki svo snjallir að taka með sér svona "spring" tjöld sem maður kastar bara upp í loftið og þau tjalda sér sjálf áður en þau lenda. Við Halldóra Björg sáum nokkra unga menn vera að flýta sér að taka saman tjaldið sitt í morgun áður en löggan kæmi af því þeir tjölduðu hér um bil á umferðareyju, smá gras bala á miðju bílaplani niðrí bæ. Eftir að hafa upplifað þessa skemmtilegu gesti skil ég enn betur hvers vegna tónlist og íþróttir fara yfirleitt ekki saman í einni persónu, að örfáum undantekningum töldum, en það er vegna þess að til að "geta" sungið með stuðningsmannalögunum má maður ALLS EKKI geta sungið, og flesti tónlistarmenn geta nú nokkurn veginn haldið lagi. Sem er nokkuð, sem sýnist mér vera, algerlega ómögulegt hjá nokkrum þessara gæja hér. En þetta nú heldur ekki tónlistahátíð, svo þetta er bara í lagi, stemmingin er allavega góð.

Það er mikið líf í kringum þetta allt, upp hefur risið eitt það alstærsta svið sem ég hef séð í Salzburg og er það notað, jú, til tónlistaflutnings, sem mér finnst afar skemmtilegt, og til að sýna skemmtiatriði í hálfleik. Því sitt hvoru megin við sviðið eru tveir gríðarstórir sjónvarpsskjáir sem sýna leikina. þarna situr fólk allann daginn, drekkur bjór, hlustar á tónlist og hofir á knattspyrnu, og hefur það alveg rosalega skemmtilegt. Ég sjálfur hef farið tvisvar... Já ÉG HEF FARIÐ Á SJÁ TVO HEILA LEIKI Í KNATTSPYRNU.


Í upphafi... Í upphafi var ljósið og svo kom Hollenskur vinur minn (blokkflautuleikari) og bauð mér með sér að sjá Holland spila. Ég ákvað að chekka á stemmningunni. Þar sem ég stóð í miðjum 40 manna hóp blindfullra Hollendinga, er þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru á móti Ítölum, upplifði ég allt það besta við fótbolta og eftri leikinn skildi ég ekki hvað ég hafi verið fordómafullur öll þessi ár, svo aftur ég fór. Í þetta skiptið að fylgja hinum þúsundunum að styðja þá gulu svía gegn Grikkjum. Ég hélt með Svíjum, þar sem ég er eiginlega norskur og þeir því frændur mínir. þeir unnu, fullt af blindfullum svíum með mér að hvetja ... en ... en ... hm ... mér fannst eiginlega ekkert gaman ...? .. Sem kom mér algerlega í opna skjöldu því ég hafði í einlægni minni algerlega trúað að ég hefði fengið hina margum töluðu knattspyrnu-bakteríu og væri um það bil að fara að æfa aftur eftir um það bil 20 ára hlé. En nei, ég er bara einlægur aðdáandi Hollenska liðsins í knattspyrnu ... eða allavega þar til þeir tapa næst, og því held ég kannski að eitthvað vanti upp á fótbolta áhugann minn en bara það að geta sungið falst með strákunum, mér tekst það nebblega ágætlega. Geri bara hring á munninn, tala neðan úr hálsi, hás eins og jólasveinn og syng bara eitthvað, reyni samt að halda atkvæðunum svipuðum eins og þeir syngja, þá smellur þetta fínt. En ég læknaðist algerlega af "fóboltasjúkdómnum" í gær en er ákveðinn í að fara aftur á föstudag, þegar hollendingarnir spila, sjáum hvað gerist þá.

Allt gengur annars bara vel og hér eru allir glaðir og hressir, nema það að BJARTUR ER ENN TÝNDUR.

Við sjáum hvað setur í því máli seinna en þetta er allt í bili. þar til næst.

Fótbolta kveðjur til allra sem unna þeirri göfugu íþrótt.. og hinna sem eru í mússík... og bara allra sem við þekkjum.

"Kenner du Gudjonsen?... Nicht? Warum nicht, er ist unsere beste fussballer... Ich komme von Ísland... nein, ÍÍÍsland nicht Eistland...

Was? Nah, er komt nicht von Ísland... "