Allt að gerast...
Jæja þá er allt að verða komið í samt lag.
Tölvan hrundi um leið og ég kom heim úr Lofer þannig að við erum búin að vera tölvusambandslaus í þann tíma, sem er ekki magnað. Við erum að koma netinu í lag heima á Linzergasse og ég vona að það verði komið í lag í kvöld.
Óperunámskeiðið í Lofer var alveg meiriháttar og er óhætt að segja að ég hafi lært mikið og kynnst góðu fólki víða að úr heiminum. Ég sakna þeirra allra núna. Er að díla við smá lægð núna eftir þetta allt saman, held að það sé eðlilegt eftir svona intensíva vinnu í nær tvær vikur með góðu fólki. Var samt rosa fegin að komast til Halla og HBH.
Nú erum við að reyna að koma lífinu í venjulegt horf. Halldóra Björg byrjuð á leikskólanum og ég að koma mér aftur í gírinn. Halli er að æfa á fullu fyrir íslandsferðina með pólska bandinu sem verður fyrstu vikuna í sept.
Við erum að skoða íbúðir núna og stefnum á að flytja ef eitthvað annað býðst sem er ögn stærra en um leið ódýrara (I wish..) það þýðir jafnvel aðeins út úr Salzburg en það leggst bara vel í okkur, þ.e.a.s ef lestarsamgöngur eru góðar. Já já það er allt að gerast og gleðin ein við völd :)
Erum að fá gott fólk í mat til okkar í kvöld, Íslendinga sem bjuggu hér rétt áður en við fluttum og við náðum góðu smabandi við. Gúllassúpa og heimabakað brauð á boðstólnum !!!
Við hlökkum til að komast í samband við allt okkar fólk aftur... Það er alveg ferlegt hvað maður er orðinn háður tölvunni, þ.e.a.s ég því að Halli hefur engan áhuga á þessu og var held ég bara feginn þegar hún hrundi... Nei nei þetta er nauðsynlegt og gerir fjarlægðina mun styttri.
Bestu kveðjur og hlakka til að heyra í öllum.
Harpa Þ
Tölvan hrundi um leið og ég kom heim úr Lofer þannig að við erum búin að vera tölvusambandslaus í þann tíma, sem er ekki magnað. Við erum að koma netinu í lag heima á Linzergasse og ég vona að það verði komið í lag í kvöld.
Óperunámskeiðið í Lofer var alveg meiriháttar og er óhætt að segja að ég hafi lært mikið og kynnst góðu fólki víða að úr heiminum. Ég sakna þeirra allra núna. Er að díla við smá lægð núna eftir þetta allt saman, held að það sé eðlilegt eftir svona intensíva vinnu í nær tvær vikur með góðu fólki. Var samt rosa fegin að komast til Halla og HBH.
Nú erum við að reyna að koma lífinu í venjulegt horf. Halldóra Björg byrjuð á leikskólanum og ég að koma mér aftur í gírinn. Halli er að æfa á fullu fyrir íslandsferðina með pólska bandinu sem verður fyrstu vikuna í sept.
Við erum að skoða íbúðir núna og stefnum á að flytja ef eitthvað annað býðst sem er ögn stærra en um leið ódýrara (I wish..) það þýðir jafnvel aðeins út úr Salzburg en það leggst bara vel í okkur, þ.e.a.s ef lestarsamgöngur eru góðar. Já já það er allt að gerast og gleðin ein við völd :)
Erum að fá gott fólk í mat til okkar í kvöld, Íslendinga sem bjuggu hér rétt áður en við fluttum og við náðum góðu smabandi við. Gúllassúpa og heimabakað brauð á boðstólnum !!!
Við hlökkum til að komast í samband við allt okkar fólk aftur... Það er alveg ferlegt hvað maður er orðinn háður tölvunni, þ.e.a.s ég því að Halli hefur engan áhuga á þessu og var held ég bara feginn þegar hún hrundi... Nei nei þetta er nauðsynlegt og gerir fjarlægðina mun styttri.
Bestu kveðjur og hlakka til að heyra í öllum.
Harpa Þ
<< Home