Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, júlí 13, 2008

Útgáfutónleikar Groundfloor í Reykjavík !!

Hæ allir sem lesa þetta blogg. Við Harpa og hinir gauranir í Groundfloor erum með opinbera útgáfutónleika á tónlistarklúbbnum Organ í tilefni útkomu plötunnar BONES með Groundinu. Við höfum verið að spila undanfarið út á landi og ætlum að taka loka sessjonið á þessu ári á miðvikudagskvöldið á Organ. Við viljum endilega sjá sem flesta, og hafa sem flesta með okkur og fagna með okkur þessum stóra áfanga. Fyrsta plata Groundfloor, Bones komin út og við höldum upp á það á miðvikudaginn 16 Júlí klukkan 9.
Óli Tómas Guðbjartsson gítar og söngur Halli Kontrabassi og raddir
Þorbjörn Þór Emilsson trommur raddir Jón Óskar Guðlaugsson trompet/flugelhorn
Harpa Þorvaldsdóttir söngur


Halldóra Björg gerði teikningarnar sem skreyta forsíðuna og myndirnar sem eru innan í bæklingnum
með plötunni. Endilega ef þið hafið tíma látið sjá ykkur, frítt inn og platan seld ódýrt á staðnum.



Kv. Halli, Harpa og Halldóra Björg.