Komin heim og erum rétt að fara annað...
Halló allir. Langar mig að byrja þetta blogg á örlítilli yfirlýsingu frá okkur fjölskyldunni á Linzergasse í Salzburg. Í þessarri stuttu heimsókn okkar til Íslands komst ég að því að það er fullt af fólki, mun fleiri en ég hef hingað til talið, sem les bloggið okkar og vil ég þess vegna segja eftirfarandi. Ástæða þess að við erum að halda þessari síðu úti á netinu þ.e. vikulegum pistlum um líf okkar og gjörðir eru eingöngu til gamans fyrir ættingja og vini og að sjálfsögðu okkur. Við værum ekki að þessu ef við vildum ekki að fólk sem rækist hingað á sínu vafri um netið læsi það sem við skrifum. Mörgum finnst þeir vera hnýsast við lesturinn en svo er alls ekki, við erum bara kát með að fólk sem þekkir okkur ekki eða þekkir okkur lítið eða jafnvel þekkti okkur sem börn nenna að lesa það sem við skrifum hér svo endilega, allir sem þetta finna og vilja lesa, gjörið þið svo vel.
Við fórum í smá frí til Íslands í byrjun Júlí. Harpa fór á Hvammstanga og ég fór að vinna í Reykjavík, þar sem ég einmitt rakst á nokkra, á hinum ýmsustu skyndibitastöðum bæjarins, sem viðurkenndu fyrir mér með skömmustusvip að hafa lesið bloggið okkar á netinu. Vinnan hjá mér gekk vel og á kvöldin æfðum við strákarnir í Groundfloor eins og við gátum fyrir fyrirhugaða tónleikaferð og útgáfutónleika. Harpa og Halldóra Björg léku sér í sundi og slökuðu á hjá ömmu Lillu og afa Valda fyrir norðan. Við strákarnir byrjuðum síðan ferðina okkar á Þorlákshöfn og lékum þar fyrir hálfu húsi en frábærum móttökum og seldum nokkrar plötur. Daginn eftir renndum við á Blönduós til að spila í fyrirtækjum og kynna stóru tónleikana okkar í kirkjunni daginn eftir. Við spiluðum í Kaupþingi við góðar undirtektir og ætluðum síðan í kaupfélagið (Samkaup/Úrval) en enduðum upp á þaki eldhússins á Árbakkanum og spiluðum þar fönk og spuna í nokkra stund. Síðan voru tónleikarnir í kirkjunni á laugardeginum og Harpa kom að syngja með okkur, ásamt því að hamra á píanóið í laginu Remember sem yfirleitt er fyllt lúðrablæstri í lokin. Við spiluðum síðan á Hvammstanga á sunnudeginum fyriur tómu húsi, því miður, en við renndum í prógrammið og það gekk fínt. Útgáfutónleikarnir voru síðan á Organ á miðvikudeginum 16. og gengu mjög vel og var mikill léttir yfir öllum að þetta hafi loksins tekið enda, platan komin út og komin í búðir. Á fimmtudag brunaði ég norður til að knúsa stelpurnar mínar og hanga með mömmu og pabba, það var kærkomin stund, búinn að hanga á íslandi í tvær vikur og varla séð neinn. En við áttum æðislega stund með foreldrum okkar og fjölskyldum og náðum við að skíra nýjasta fjölskyldumeðliminn, hana Erlu Rán Hauksdóttir, á laugardaginn áður en við kvöddum. Við sváfum síðan hjá Lillu og Valda og Valdi var svo frábær að keyra okkur til Keflavíkur um nóttina (lögðum af stað kl hálf 3 frá Hv.t.) þó hann þyrfti að vera mættur aftur heim klukkan 10 um morguninn !! Hvað fólk leggur á sig til að koma manni örugglega úr landi !! Váh, ...
En öllu gríni slepptu þökkum við öllum rosalega vel fyrir móttökurnar; mömmu og pabba fyrir Groundfloor reddingarnar, matinn og allt, og Lillu og Valda fyrir að hýsa stelpurnar og keyra okkur um nóttina í flugið, og Höllu fyrir að hýsa mig (ó nei... þessi gæi er nú búinn að skrifa einum of marga kredit lista...)
Núna erum við hins vegar að pakka aftur ofan í töskurnar, sem við kláruðum að taka upp úr áðan, fyrir ferðina okkar til Króatíu. Við förum líklega á morgun á bílaleigubíl sem er greiddur fyrir okkur og gistum á Sheraton 5 star hotel "saaaaíll" í miðborg Sagreb, sem er líka inn í dílnum. Við erum að fara að spila á tónlistarhátíð í Sagreb á fimmtudaginn með Rósu og Peter og erum að deyja úr spenningi. Sagreb er víst mjög falleg og skemmtileg borg en við verðum með nánari pistil um það eftir viku, stay tunes for next week.
Halli, Harpa og hljómsveitarbarnið.
Við fórum í smá frí til Íslands í byrjun Júlí. Harpa fór á Hvammstanga og ég fór að vinna í Reykjavík, þar sem ég einmitt rakst á nokkra, á hinum ýmsustu skyndibitastöðum bæjarins, sem viðurkenndu fyrir mér með skömmustusvip að hafa lesið bloggið okkar á netinu. Vinnan hjá mér gekk vel og á kvöldin æfðum við strákarnir í Groundfloor eins og við gátum fyrir fyrirhugaða tónleikaferð og útgáfutónleika. Harpa og Halldóra Björg léku sér í sundi og slökuðu á hjá ömmu Lillu og afa Valda fyrir norðan. Við strákarnir byrjuðum síðan ferðina okkar á Þorlákshöfn og lékum þar fyrir hálfu húsi en frábærum móttökum og seldum nokkrar plötur. Daginn eftir renndum við á Blönduós til að spila í fyrirtækjum og kynna stóru tónleikana okkar í kirkjunni daginn eftir. Við spiluðum í Kaupþingi við góðar undirtektir og ætluðum síðan í kaupfélagið (Samkaup/Úrval) en enduðum upp á þaki eldhússins á Árbakkanum og spiluðum þar fönk og spuna í nokkra stund. Síðan voru tónleikarnir í kirkjunni á laugardeginum og Harpa kom að syngja með okkur, ásamt því að hamra á píanóið í laginu Remember sem yfirleitt er fyllt lúðrablæstri í lokin. Við spiluðum síðan á Hvammstanga á sunnudeginum fyriur tómu húsi, því miður, en við renndum í prógrammið og það gekk fínt. Útgáfutónleikarnir voru síðan á Organ á miðvikudeginum 16. og gengu mjög vel og var mikill léttir yfir öllum að þetta hafi loksins tekið enda, platan komin út og komin í búðir. Á fimmtudag brunaði ég norður til að knúsa stelpurnar mínar og hanga með mömmu og pabba, það var kærkomin stund, búinn að hanga á íslandi í tvær vikur og varla séð neinn. En við áttum æðislega stund með foreldrum okkar og fjölskyldum og náðum við að skíra nýjasta fjölskyldumeðliminn, hana Erlu Rán Hauksdóttir, á laugardaginn áður en við kvöddum. Við sváfum síðan hjá Lillu og Valda og Valdi var svo frábær að keyra okkur til Keflavíkur um nóttina (lögðum af stað kl hálf 3 frá Hv.t.) þó hann þyrfti að vera mættur aftur heim klukkan 10 um morguninn !! Hvað fólk leggur á sig til að koma manni örugglega úr landi !! Váh, ...
En öllu gríni slepptu þökkum við öllum rosalega vel fyrir móttökurnar; mömmu og pabba fyrir Groundfloor reddingarnar, matinn og allt, og Lillu og Valda fyrir að hýsa stelpurnar og keyra okkur um nóttina í flugið, og Höllu fyrir að hýsa mig (ó nei... þessi gæi er nú búinn að skrifa einum of marga kredit lista...)
Núna erum við hins vegar að pakka aftur ofan í töskurnar, sem við kláruðum að taka upp úr áðan, fyrir ferðina okkar til Króatíu. Við förum líklega á morgun á bílaleigubíl sem er greiddur fyrir okkur og gistum á Sheraton 5 star hotel "saaaaíll" í miðborg Sagreb, sem er líka inn í dílnum. Við erum að fara að spila á tónlistarhátíð í Sagreb á fimmtudaginn með Rósu og Peter og erum að deyja úr spenningi. Sagreb er víst mjög falleg og skemmtileg borg en við verðum með nánari pistil um það eftir viku, stay tunes for next week.
Halli, Harpa og hljómsveitarbarnið.
<< Home