Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, september 19, 2008

Veturinn er kominn

Hæ allir ! Veturinn er kominn með sitt ferska loft sem einhvern veginn lyktar af köldu járni... Við frónlendingar erum búin að ná okkur í ullarklæðnaðinn í geymsluna og fer því vel um okkur á Linzergasse. Íbúðin okkar er þó svolítið köld, við höfum ekki enn sett hitann á því heimamenn segja okkur að það eigi örugglega eftir að hlýna bráðlega, þetta sé bara svona vetraráminning.
Harpa er komin á fullt í undirbúningi fyrir skólann og er að syngja okkur Halldóru Björgu skala, æfingar og aríur... heimilislegt og þægilegt. Ég var í stúdíói í Þýskalandi í dag, rétt fyrir utan Salzburg, með tveimur gítaristum í bandinu String Thing. Annar gítaristinn kemur úr írska geiranum og hinn úr gítar bíbobbi (það er að segja ALLT of hröð gítarsóló með ALLT of mörgum nótum) og ég svona úr báðum áttum. Upptökurnar tókust bara vel og var þetta mjög gaman, tókum allt upp live á 4 tímum, allt í allt 9 lög. Halldóra Björg er á fullu í skólaundirbúningi í leikskólanum, læra stafina, og tölurnar og fleira svona beisik og henni finnst hún rosalega fullorðin og stór... sem hún er að verða.

Við Harpa erum að fara út í kvöld og erum komin með barnapíu... Jibbí jei ! Við ætlum á krimma... "Sex and Crimes" Leiklesin krimmasaga blönduð spennu og kynlífi... á þýsku, ... voða spennó. Þetta á sér stað á kaffihúsinu okkar í miðbænum, 220°. En þar höfum við eignast góða vini og komum líklega til að flytja einhverskonar tónlist þar einhverntíma seinna. Áður en spennusagna upplesturinn hefst þá er boðið upp á STERKA gúllash súpu fyrir þá sem þora.

Úps ! Konan er að reka á eftir mér... gúllashið, krimminn og kynlífið bíður mín, verð að þjóta.

Halli.