Lítur allt vel út.
Ég byrja á mánudaginn næsta að vinna hjá litaheilaranum Ernst Muthwill og fer í sjálfskipað námsleifi frá kontrabassanum í bili. En atvinnuástandið er ágætt hér eins og stendur en fyrirtæki eru nú samt aðeins farin að draga saman seglin og undurbúa sig undir aðhald, í þessu fjármálaástandi sem nú ríkir um heim allann er það víst skynsamlegt. Ég tel mig bara heppinn að geta bankað upp á hjá "heilaranum" og gengið inn í hans "söfnuð" á ný.
En talandi um atvinnu, ég vil senda sérstakar samúðarkveðjur til allra kollega minna og félaga sem ég vann með á íslandi áður en ég flutti út sem hafa nýverið misst vinnuna eða koma til með að lenda í því seinna. Málið er grafalvarlegt. Mér barst nefnilega símtal frá Íslandi í gær þar sem einn gamall vinur og vinnufélagi hryngdi í mig til að athuga atvinnuástandið hjá mér, og hvort hér vantaði mannskap. Hann sá það fyrir sér að best væri, þar sem öllum starfsmönnum fyrirtækissins hefði verið sagt upp og hann vissu um fleiri fyrirtæki sem svo höfðu gert, að það væri best að leita á erlendar slóðir, aðrar en þær sem kollegar hans hefðu þalað um. "Nú stefna margir til Noregs og Svíþjóðar" sagði hann, "hvernig er þetta hjá þér?" ég fann mjög til með honum þegar ég sagði honum að hér væri, því miður, yfirleitt mjög gott jafnvægi á verkefnum og iðnaðarmönnum, (framboð/eftirspurn) og væri því ekki mikil eftirspurn eftir fagmálurum og að uppbyggingarhraðinn væri ekki lýkt því eins mikill og á íslandi hefði verið og þess vegna líka minni eftirspurn. Og þegar ég sagði honum að til að eiga möguleika á vinnu hér þyrfti þýskan að vera nokkuð góð, vegna þess að hér töluðu varla nokkrir iðnaðarmenn ensku. Eftir þetta stutta, örþrifaráðs-samtal við gamla vin minn, sagði hann að lokum að líklegast reyndi hann þá að fara til Noregs að vinna. -Hann á tvö börn, venjulega litla íbúð og venjulegan lítinn bíl.
Groundfloor platan rjátlast út hægt og bítandi og engar nýjar fréttir af því, en á lista yfir söluhæstu titla þessarar einstöku búðar og stillt út í glugganum. En markaðsdeild hljómsveitarinnar er að hugsa upp eitthvað rosalegt sölutrix fyrir jólin, til koma plötunni í austurríska alpajólapakka. Við sjáum hvað setur í þeim efnum.
Í kvöld er ég að fara hitta einn svakalegan, kontrabassakall. Hann heitir Henry Grimes og var uppi á sínu besta á bíbobb árunum, ´56 - ´65 en þá einmitt "hvarf hann". Hann hætti að spila, og varð húsvörður en hafði um langt skeið unnið með Sonny Rollins, Cecil Taylor, Albert Ayler, og spilað live með Coltrane og fleiri köllum. Síðan hætti hann bara að spila og hvarf í hringiðu mannlífssins í New York. Enginn vissi neitt af honum, hvert hann fór eða hvað hann gerði. Síðan poppaði hann aftur upp á jazz yfirborðið árið 2002 og hefur ekki stoppað síðan, rúmlega 40 ára hlé og nú 72 ára og túrar út um allt, heldur masterklassa og gefur út. Ég skrfaði þessum mikla kalli email, og umboðsmaðurinn hans bauð mér að koma á sándcheck tala við hann solo og hanga, þar til blaðamannfundurinn byrjaði. Auk þess að bjóða mér líka frítt á tónleikana. Ég bjóst ekki við að fá svar frá þeim en svona er þetta þegar maður bara prófar, reynir það sem manni dettur í hug. Ég ætla meira að segja að taka bassann minn með uppeftir og reyna að fá að spila með gæjanum, það væri ansk. skemmtilegt ef við JOHN COLTRANE hefðum spilað með sama bassaleikaranum... Hí, hí, hí.
Bestu kveðjur,
Kontrabassakallinn
En talandi um atvinnu, ég vil senda sérstakar samúðarkveðjur til allra kollega minna og félaga sem ég vann með á íslandi áður en ég flutti út sem hafa nýverið misst vinnuna eða koma til með að lenda í því seinna. Málið er grafalvarlegt. Mér barst nefnilega símtal frá Íslandi í gær þar sem einn gamall vinur og vinnufélagi hryngdi í mig til að athuga atvinnuástandið hjá mér, og hvort hér vantaði mannskap. Hann sá það fyrir sér að best væri, þar sem öllum starfsmönnum fyrirtækissins hefði verið sagt upp og hann vissu um fleiri fyrirtæki sem svo höfðu gert, að það væri best að leita á erlendar slóðir, aðrar en þær sem kollegar hans hefðu þalað um. "Nú stefna margir til Noregs og Svíþjóðar" sagði hann, "hvernig er þetta hjá þér?" ég fann mjög til með honum þegar ég sagði honum að hér væri, því miður, yfirleitt mjög gott jafnvægi á verkefnum og iðnaðarmönnum, (framboð/eftirspurn) og væri því ekki mikil eftirspurn eftir fagmálurum og að uppbyggingarhraðinn væri ekki lýkt því eins mikill og á íslandi hefði verið og þess vegna líka minni eftirspurn. Og þegar ég sagði honum að til að eiga möguleika á vinnu hér þyrfti þýskan að vera nokkuð góð, vegna þess að hér töluðu varla nokkrir iðnaðarmenn ensku. Eftir þetta stutta, örþrifaráðs-samtal við gamla vin minn, sagði hann að lokum að líklegast reyndi hann þá að fara til Noregs að vinna. -Hann á tvö börn, venjulega litla íbúð og venjulegan lítinn bíl.
Groundfloor platan rjátlast út hægt og bítandi og engar nýjar fréttir af því, en á lista yfir söluhæstu titla þessarar einstöku búðar og stillt út í glugganum. En markaðsdeild hljómsveitarinnar er að hugsa upp eitthvað rosalegt sölutrix fyrir jólin, til koma plötunni í austurríska alpajólapakka. Við sjáum hvað setur í þeim efnum.
Í kvöld er ég að fara hitta einn svakalegan, kontrabassakall. Hann heitir Henry Grimes og var uppi á sínu besta á bíbobb árunum, ´56 - ´65 en þá einmitt "hvarf hann". Hann hætti að spila, og varð húsvörður en hafði um langt skeið unnið með Sonny Rollins, Cecil Taylor, Albert Ayler, og spilað live með Coltrane og fleiri köllum. Síðan hætti hann bara að spila og hvarf í hringiðu mannlífssins í New York. Enginn vissi neitt af honum, hvert hann fór eða hvað hann gerði. Síðan poppaði hann aftur upp á jazz yfirborðið árið 2002 og hefur ekki stoppað síðan, rúmlega 40 ára hlé og nú 72 ára og túrar út um allt, heldur masterklassa og gefur út. Ég skrfaði þessum mikla kalli email, og umboðsmaðurinn hans bauð mér að koma á sándcheck tala við hann solo og hanga, þar til blaðamannfundurinn byrjaði. Auk þess að bjóða mér líka frítt á tónleikana. Ég bjóst ekki við að fá svar frá þeim en svona er þetta þegar maður bara prófar, reynir það sem manni dettur í hug. Ég ætla meira að segja að taka bassann minn með uppeftir og reyna að fá að spila með gæjanum, það væri ansk. skemmtilegt ef við JOHN COLTRANE hefðum spilað með sama bassaleikaranum... Hí, hí, hí.
Bestu kveðjur,
Kontrabassakallinn
<< Home