Gleðileg jól og ánægjulegt komandi ár.
Þessi póstur er skrifaður frá Hvammstangabrautinni, í blíðuveðri og afslöppun. Hendurnar á mér hanga á borðbrúninni og augun eru löt og nenna varla að horfa yfir skjáinn. Við höfum verið í afbragðsgóðu yfirlæti bæði á á Blönduósi og Hvammstanga, fullt af veisluréttum og víni í bland og belgurinn fullur af góðgæti. Við höfum hitt mikið af skemmtileu fólki, tekið þátt í "jólamúsíka" hjá Kjartani á Síróp og fórum á tólistarskemmtun í félagsheimilinu á Blönduósi til heiðurs Skarphéðni Einars tónlistarskólastjóra. Harpa söng frábæra tónleika með karlakór Hvammstanga, Lóuþrælum og ég lék svaramann í brúðkaupi ársins hjá Gumma og Ollu í Bergstaðarkirkju. Við Halldóra Björg fórum og kíktum á hvítabjörninn sem flutti til Íslands í sumar og heimsóttum við hann á bæjarskriftofurnar. Hún var hress. Allt þetta plús venjubundin hátíðarhöld í tilefni jóla og áramóta.
Við höfum tekið vel af myndum í ferðinni og komum til með að setja inn myndir þegar við komum aftur heim, svo endilega bíðið þolinmóð eftir því. Besti kveðjur og gleðilegt ár.
Halli, Harpa og Halldóra Björg.
Við höfum tekið vel af myndum í ferðinni og komum til með að setja inn myndir þegar við komum aftur heim, svo endilega bíðið þolinmóð eftir því. Besti kveðjur og gleðilegt ár.
Halli, Harpa og Halldóra Björg.
<< Home