Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, janúar 02, 2009

Gleðileg jól og ánægjulegt komandi ár.

Þessi póstur er skrifaður frá Hvammstangabrautinni, í blíðuveðri og afslöppun. Hendurnar á mér hanga á borðbrúninni og augun eru löt og nenna varla að horfa yfir skjáinn. Við höfum verið í afbragðsgóðu yfirlæti bæði á á Blönduósi og Hvammstanga, fullt af veisluréttum og víni í bland og belgurinn fullur af góðgæti. Við höfum hitt mikið af skemmtileu fólki, tekið þátt í "jólamúsíka" hjá Kjartani á Síróp og fórum á tólistarskemmtun í félagsheimilinu á Blönduósi til heiðurs Skarphéðni Einars tónlistarskólastjóra. Harpa söng frábæra tónleika með karlakór Hvammstanga, Lóuþrælum og ég lék svaramann í brúðkaupi ársins hjá Gumma og Ollu í Bergstaðarkirkju. Við Halldóra Björg fórum og kíktum á hvítabjörninn sem flutti til Íslands í sumar og heimsóttum við hann á bæjarskriftofurnar. Hún var hress. Allt þetta plús venjubundin hátíðarhöld í tilefni jóla og áramóta.

Við höfum tekið vel af myndum í ferðinni og komum til með að setja inn myndir þegar við komum aftur heim, svo endilega bíðið þolinmóð eftir því. Besti kveðjur og gleðilegt ár.

Halli, Harpa og Halldóra Björg.