Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Við bíðum og bíðum ... bíðið við, nú er eitthvað að gerast ...

Nei, við bíðum enn. Við Harpa erum í um margt skemmtilegri biðstöðu núna. Við að sjálfsögðu bíðum helgarinnar í ofvæni eins og allir aðrir sem upplifa helgardaga sem frídaga en ég er enn að bíða eftir svari úr vinnunni minni hvenær ég eigi að koma aftur til vinnu og bíð því helgarinnar bara vegna þess að um helgar gerist yfirleitt eitthvað skemmtilegt. En við erum sem sagt líka að bíða eftir svari frá leigusalanum okkar um það hversu langan uppsagnarfrest við höfum, hvort við getum flutt fyrr inn í nýju íbúðina en eftir 3 mán, og þar af leiðandi bíðum við í spennt eftir að geta sagt tilvonandi leigusalanum okkar hvenær við myndum vilja flytja inn. Erum sem sagt að bíða eftir að geta flutt. En það eru fleiri að bíða eftir svari vinnuveitanda heldur en ég, Harpa komst í samband við náunga sem sér um veitinga, diska og bæklingasölu ásamt fleiru á "festspiele" og sótti um vinnu fyrir næsta sumar. Hann svaraði því til að hann myndi svara henni innan fárra daga, hún er enn að bíða. Og á meðan við erum hvorug í vinnu þá eru nú barnabæturnar nauðsynlegur þáttur í innkomu fjölskyldunnar og höfum við þegar sótt um þær og höfum beðið lengi. Fyrir nokkrum dögum hringdum við í finansamt að leyta svara. Þar var okkur sagt að málið væri í vinnslu og við yrðum látin vita innan tveggja - þriggja daga, gott og blessað erum nú þegar búin að bíða í 5 mánuði eftir því og bíðum enn. En svo skemmtilega vildi nú einmitt til að þegar ég fór að endurnýja tryggingarnar á kontrabassanum mínum, breyta og hækka tryggingarfjárhæðina, gat nú þjónustufulltrúinn okkar hjá Vienarstatische engan vegin svarað því sjálfur hvort og hvenær það gengi upp og sagði að hann myndi skrifa mér email upp á það innan fárra daga og enn er ekkert um það komið og ég bíð enn. Og svona til skemmtunar og yndisauka lesenda bloggfærslna þessa þá erum við að sjálfsögðu líka að bíða þess að Mörthu batni pestin svo hún geti farið að kenna aftur áður en febrúar fríið skellur á, sem við erum sjálfsögðu líka að bíða eftir í ofvæni, þá koma mamma og pabbi í heimsókn til okkar og við ætlum á skíði öll saman, ég bara get ekki beðið !!!

Bídd´aeins eru ekki allir hressir? ...
Sjaumst seinna, (þó við þurfum aðeins að bíða þess).

Halli.