Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, apríl 29, 2009

Svínaflensa, alheimskreppa og rigning !

Djö, nú finnst manni bara að verða stutt eftir hjá sér, ... Allt lítur að sömu átt, endanum. Allar vísbendingar um endalok heimsins virðast nú vera að gera sig hér sýnileg. Auðvitað er það heimskreppan illa sem virðist vera að leika okkur íslendinga sérstaklega illa, heima og heiman og svo hin stóralvarlega kvefpest, hin mexíkanska svínaflensa sem fer eins og eldur í sinu um heiminn og er nú komin hingað, í okkar ástsæla og friðsæla Austurríki. En við þetta bætist síðan við úrhellis regn eftir nokkurra vikna sólbaðsstrandar unaðslegheit ýmiskonar og kemur manni algerlega í opna skjöldu. Og finnst manni þá fokið í flest skjól.

Rétt fyrir hugsanleg endalok heimsins hef ég náð að kynnast rosa fínum stelpum í Linz, þær reka saman gallerý og íslenska listasmiðju nytjahluta og listaverka í miðborg Linz. Þær heita Linda og Helga og eru systur úr Kef. (held ég) og gallerýið þeirra heitir "Atelier Einfach" mjög kúl lókal, minnir að heimasíðan sé Myr.is (ekki alveg viss) En þær eru að gera allskonar stöff úr ull og fiskiroði og allskonar ásamt að selja íslenska tónlist. Eina plötu. Plötuna okkar. Plötu allra landsmanna. Bones með Groundfloor. Linda er búin að búa í Austria í 20 ár og var að vinna hjá ORF (ríkisútvarp Austurríkis) og þekkir alla, hún reddaði mér böns af númerum sem ég er að nota til að klára að bóka Groundfloor túrinn okkar í Júni. Allt að gerast og menn bara spenntir.

Halldóra Björg er komin með tvær fullorðins hálfar upp úr, með broddum og allt, og reynir að losa allar aðrar tennur í munninum, hún er svo æst i tannálfinn, hann gefur henni nebblega pening (það svo mikið 2007 hugsunarháttur). Harpa er í milljandi uppsveiflu í söngnum og hefur nóg að gera ásamt smá vinnu í festspiel hausinu.

Sem sagt allt gengur fínt og björt framtíð, nema fjárhagskrísa heimsins, svínaflensan eða rigningin leggi okkur að velli, eða eitthva' annað...

Halli Svarti, svörtugötu 41 Salzburg 29.04´09