Góð helgi !
Fyrirsögnin er algert understatement, við áttum frábæra helgi. Hún eiginlega byrjaði með smávegis súpuboði í Svartastræti þar sem Erla, Kjartan og Anna Birna þáðu okkar síðasta mataboð í þeirra setutíð í Salzburg. þau hyggjast nú hreiðra um sig í Garðabænum og veit ég að margar víðar bumbur og bragðlaukar ýmissa sælkera hér í borg koma til með að sakna maraboða þeirra og snilldar. Síðan kom fyrsti maí með "majbámhátíðum" (mai baum fest = maí trés hátíð) fjölmörgum og sóttum við eina slíka í Gross gmain (gross gmain = stóra hérað) þar sem við horfðum á unga sem aldna stunda hina fornu íþrótt mai baum fest klifur keppni. En keppnin felst i því að klifra upp tréið sem er alveg beint með engum grinum til að stíga á og meira að segja slípað slétt og pússað, á nærbuxunum einum fata, sem sagt klifrað upp á hand og fótastyrk einum saman með smá hjálp frá klístruðum bumbum keppnismanna. (Ég geri ráð fyrir að þær séu klístraðar sökum ískursins sem ómaði um keppnissvæðið þegar þeir tóku að klifra niður. Mjög skemmtileg samkoma.
Á sunnudaginn spilaði ég jazz gigg á Republic og eftir það brunu'um við eftir þjóðveginum í átt til fjalla. Keyrðum í gegnum hinn ægifagra fjallgarð Pass Lueg og stoppuðum í Werfen. Fórum upp í kastalann þar og urðum vitni að ránfuglasýningu tamdra, arna, fálka uglu og fleiri fugla sem ég þekkti ekki. Algerlega frábær skemmtun. Síðan keyrðum við áfram til St.Johan og gengum í genum skógarþykknið og runnum á lyktina að huttu einni falinni og keyptum okkur pommes (poomes = frnaskar) og bjór (þarfnast ekki þýðingar, talið nógu þekkt alþjóðlegt orð að menn ættu a skilja innihald setningarinnar eða þekkja stofn þess og geta getið sér sjálfir til um atburð þennan.)
Síðan brunuðum við heim að chilla.
Myndir á myndasíðunni.
kv H.
Á sunnudaginn spilaði ég jazz gigg á Republic og eftir það brunu'um við eftir þjóðveginum í átt til fjalla. Keyrðum í gegnum hinn ægifagra fjallgarð Pass Lueg og stoppuðum í Werfen. Fórum upp í kastalann þar og urðum vitni að ránfuglasýningu tamdra, arna, fálka uglu og fleiri fugla sem ég þekkti ekki. Algerlega frábær skemmtun. Síðan keyrðum við áfram til St.Johan og gengum í genum skógarþykknið og runnum á lyktina að huttu einni falinni og keyptum okkur pommes (poomes = frnaskar) og bjór (þarfnast ekki þýðingar, talið nógu þekkt alþjóðlegt orð að menn ættu a skilja innihald setningarinnar eða þekkja stofn þess og geta getið sér sjálfir til um atburð þennan.)
Síðan brunuðum við heim að chilla.
Myndir á myndasíðunni.
kv H.
<< Home