Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, júlí 24, 2009

enginn tími til skrifa, sorrý mínir dyggu lesendur

Við fórum í rosalega túr með Groundfloor sem gekk algerlega vonum framar og blésu áður óþekktu lífi í hljómsveitina. Nú erum við að vinna að tónleikum á ítalíu og strax eftir það upptökur á nýju efni fyrir næstu plötu GF. Harpa varð síðan alveg skítveik en er nú upp úr því stigin og komin á ról. Ég er bara eins, fyndinn sætur og skemmtilegur og draumur allra kvenna, get sjálfur lítð gert í því. Halldóra Björg er óðum að gera sig klára í að fara sjálf til íslands ein og óstudd í 3 vikur til að styrkja böndin vi' fjölskylduna sína og tungumálið. Annars er bara fínt í okkur hljóðið, það hætti að lokum að rigna og er hér nú bærilegasta veður. Engar nýjar myndir því við gleymdum myndavélinni í Vín.

kv H.