Groundfloor tour/upptökur !
Dagarnir hafa liðið hratt, búið að vera brjálað að gera planingum, reddingum, keyrslum, pökkunum, tónleikum og skemmtunum hjá okkur 5menningunum í Groundfloor. Við byrjuðum auðvitað á því að æfa í nokkra daga með nýja bandinu, það er að segja með nýja fiðluleikaranum Juliu Czerniawsku og negla saman bandið fyrir það sem framundan var. Æfingarnar gengu mjög vel, og bandið kýldi í frábæra tónleika á litlu kaffihúsi í miðbænum. 50 manns komu og hlustuðu á tónleikana okkar og u.þ.b. 100 manns fyrir utan staðinn sem ýmist sátu á götunni, stóðu eða sátu á hjólunum sínum og hlustuðu á okkur spila. Þegar við síðan komum út, var okkur klappað lof í lófa af þeim sem ekki fengu miða og hlustuðu að utan og fólk streymdi að til plötukaupa og áritana. Mjög skemmtilegt. Síðan pökkuðum við í bílinn og rúntuðum niður til Reggio nell´emilia á Ítaliu fyrir tónleika á sunnudagskvöld. Öll umgjörð tónleikana var mjög fagleg, frábærir hljóðmenn og risastórt svið með flygli fyrir Hörpu. Við stigum á svið í næturrökkrinu með öll ljós niðri, allt slökkt. Eftir inntalningu byrjuðum við án orða og ljósin komu upp, hljómsveitin var böðuð sviðsljósum og torgið sem við spiluðum á lýstist upp. Þegar við síðan litum út yfir fólkið sáum við að von tónleikahaldarans hafði gengið eftir, hún vonaði að öll sæti yrðu setin, 380 sæti, og fólk stóð allstaðar í kring, annar eins fjöldi líklega. Fílingurinn var stórkostlegur að sjá allt þetta fólk. Við spiluðum frábæra tónleika og fengum mjög góðar mótttökur, og fólkið heimtaði diska. Æðislegt. Eftir tónleikana var okkur boðið til málsverða með borgarstjóranum og konu hans ásamt mektarfólki borgarinnar.
Daginn eftir ákváðum við að slaka á og henntum okkur til sunds í Gardavatninu öll saman og áttum æðislegan dag. Síðan brunuðum við til Salzburgar aftur að gera okkur klár fyrir studioupptökurnar á nýja efninu. Á miðvikudaginn fórum við síðan í Sonic Flow studio til Max og Wolfie og renndum í 5 góða grunna. Bandið hljómar rosalega vel og hlökkum við öll mjög mikið til þess að halda áfram með plötuna næsta vetur. Stay tuned og fylgist með Groundfloor fréttum á myspace.com/groundfloortheband og chekkið á nýjum myndum, videoum og nýjum lögum.
Thanks Halli
Daginn eftir ákváðum við að slaka á og henntum okkur til sunds í Gardavatninu öll saman og áttum æðislegan dag. Síðan brunuðum við til Salzburgar aftur að gera okkur klár fyrir studioupptökurnar á nýja efninu. Á miðvikudaginn fórum við síðan í Sonic Flow studio til Max og Wolfie og renndum í 5 góða grunna. Bandið hljómar rosalega vel og hlökkum við öll mjög mikið til þess að halda áfram með plötuna næsta vetur. Stay tuned og fylgist með Groundfloor fréttum á myspace.com/groundfloortheband og chekkið á nýjum myndum, videoum og nýjum lögum.
Thanks Halli
<< Home