Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, janúar 27, 2010

Matthildur flutt heim.

Músin okkar Matthildur er komin á Landes krankenhaus í Salzburg eftir 7 vikur á gjörgæsludeild Deutches Herzzentrum Munchen eftir afar flókna en vel heppnaða hjartaaðgerð að morgni 10 des. Hún braggast bara sæmilega vel eftir allt sem yfir er gengið og er sátt og sæl með friðinn í nýja herberginu á ungbarnadeildinni hér. Harpa er búin að vera með henni allann tímann og ég kem alltaf við þegar ég hef lausann tíma. Það er mér mjög erfitt að geta ekki verið alfarið við hlið Hörpu og Matthildar á þessum stundum og jafn erfitt fyrir Hörpu að standa við rúm Matthildar ein, en lífið heldur áfram og við hugsum fram á við.

Halldóra Björg stendur sig afar vel, enda skynsöm með eindæmum og virðist skilja mun meira en maður gerir sér grein fyrir. Hún spyr okkur mikið og segir síðan frá stöðunni og systur hennar í skólanum. Hún fékk litla mynd af Matthildi frá okkur í dag sem hún geymir í skólatöskunni til að sína öllum vinum sínum og kennurum. Harpa kom heim í kvöldmat og stoppaði í umþb. tvo tíma með okkur, það gaf okkur öllum mjög mikið að geta átt saman eðlilega kvöldmáltíð. Síðan fór hún aftur upp á spítala þegar Halldóra Björg fór í rúmið. Við stefnum á að reyna gera þetta svoleiðis áfram. Ég byrjaði að vinna í síðustu viku en hætti því jafnharðan aftur, enda ekkert gaman að vinna. Ég byrja aftur á mánudaginn næsta. En þess ber að geta að Ernst Muthwill, yfirmaður minn, er einn af okkar sterkustu stuðningsaðilum hér úti, hann gerir okkur kleift að einbeita okkur vel að Matthildi og Halldóru Björgu eins og sakir standa. Hann er einn af þeim fjölmörgu sem við getum aldrei þakkað nóg.

Nýjar myndir á myndasíðunni eins og ég lofaði. ást og virðing til ykkar allra, frá okkur fjölskyldunni Schwarzstrasse. H.