Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

tími blogsiða kannski liðinn?

Mér er söknuður efst í huga er ég rita þessi orð. Svo breytist og þróast lífið að það sem eitt sinn er nýtt og skemmtilegt verður óvinsælt, gamalt, þreytt og stundum kannski hunsað... Við fjölskyldan höfum haldið úti blogsíðu þessarri mánaðarlega í yfir 3 ár, þar sem við höfum sagt frá öllu því sem okkur hefur hent í daglegu lífi ómerkilegu sem stærri viðburðum. En svo virðist að þær blogsfærslur nútímans sem lifa séu annað hvort rakleitt færðar í bókarform, sbr. Beta bloggar, eða síður tengdar fjölmiðlum mbl, pressunni, vísi og álíka miðlum. Við erum einnig búin að koma okkur það vel fyrir hér í Salzburg að við erum fyrir löngu hætt að lenda í fyndnum gjaldeyrisreikningsmiskilningum eða skemmtilegum ferðalögum að týndum sendingum sem leiða mann á nýjar slóðir í nýjum faratækjum í nýrri vídd. Við erum orðin hér svo inngróin og heimakær að við erum næstum hætt að taka eftir risastórum kastalanum sem vakir yfir hverri hreyfingu hverrar sálu í borginni. Gnæfir yfir eins og hann hefur gert í 1000 ár og vaktar borgina. Við erum næstum hætt að taka eftir þegar haustið hefur innreið sína og málar skógi vaxna borgina rauðum, gulum, hvítum og grænum litum. Einnig erum við næstum hætt að taka eftir Salzburgísku þráðrigningunni (string rain), rokinu sem fella tré og Asíubúunum sem mynda sig með pís merki á Stadtsbrugge með kastalann í baksýn og/eða ítölunum sem troðfylla borgina á aðventunni. Við erum komin heim. Við erum næstum hætt að taka myndir að borginni og næstum hætt að ganga á Kaputzinerberg og vegna alls þessa næstum hætt að blogga á síðunni okkar.

En örvæntið ekki, við erum á facebook !



Grín, ... örvæntið ekki, við komum til með að flytja ykkur fréttir tengdar fæðingu nýrrar stelpu í byrjun desember og verðum dugleg að setja inn myndir, thats a promice.

En sorrý allir þeir sem hafa lagt það í vana sinn að kíkja hér við á netrúntinum fyrir lélegar og stopular skriftir. Ekki gefast upp á okkur, við erum ekki tengd fréttamiðli, né ætlum okkur að gefa þetta út á bók. Haldið endilega áfram að kíkja við.

Þakka ykkur tímann og áhugann kæru lesendur,
Haraldur Æ. Guðmundsson Ritstjóri