Næsta stóra aðgerð
Hæ, við erum öll róleg hérna heima, Matthildur brosir bara og hlær upphátt á milli þess sem hún berst við að þurfa ekki að drekka. Annars er hún mjög vær og sæl. Halldóru Björgu hlakkar mjög til í að eyða tveimum vikum með ðmmu Erlu sem hún vonast til að dekri við sig alveg allann tímann, hún er nefnilega aðeins farin að kalla á athygli greyið. Við reynum eftir okkar fremsta megni að veita henni athygli, leika við hana og hugga, því nú skyndilega er alltaf eitthvað að hjá henni greyinu. Maður skilur það svo sem. Hún er samt ekkert til neinna vandræða, jafn dugleg og áður, aðeins óhlýðin en við erum að vinna í því og alveg jafn þreytt upp á morgnana. Sjáum hvernig amma Erla tæklar það. ... Þannig að þessa stundina erum við ágæt.
Auðvitað læðist að okkur áhyggjur af næstu stóru hjartaaðgerðar Matthildar. Litli snúðurinn á að mæta á þriðjudaginn á DHM til rannsókna fyrir aðgerðina sem áætlað er að verði gerð á miðvikudag. Við erum svo "heppin", þ.e. lán í óláni að einn virtasti barnahjartaskurðlæknir Þýskalands kemur til með að framkvæma aðgerðina á Matthildi, ekki það að við treystum ekki hínum læknunum á DHM þá er þetta samt einhvernvegin aaaaaðeins betra. A hæla hins merka listamans skokka svo þáttagerðamenn þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF með myndavélar og hljóðnema til að taka upp verkefni hans. Það er liður í klukkutíma langri heimildamynd sem er verið að gera um hann og annan lækni um vinnu, líf og verkefni þeirra á einu ári. Hann kemur til með að tala við okkur og skýra fyrir okkur hvað verður gert í aðgerðionni, hverjar hugsanlegar afleiðingar þær gætu haft í för með sér sem og ákjósnalegustu markmið hennar, fyrir framan vélarnar... hm?... jæja, svoan er það bara... við fáum hæfni hans og nákvæmni fyrir örfáar sekúndur í þýsku sjónvarpi, þats að fair deal.
Við Óli komum fram í fyrsta skipti í Groundfloor sideprojecti sem heitir "mr. Henry and the drunk poet" og einbeitum við okkur að frumsömdum ljóðaflutningi við bassaundirleik í þessu verkefni. Með búningum, effectum, smá gítar og nóg af wiskýi tókst okkur vel upp og þeir fáu sem höfðu áhuga á ljóðlestri þetta kvöld nutu flutnings okkar vel. En fyrst og fremst nutum við sjálfir hans mjög, og það skiptir okkur mestu. Harpa er búin að bóka fyrsta sóló giggið sitt, "the girl at the piano" í Júni og stefnir hún á að frumflytja fullt af nýju efni ásamt einhverju töku efni, en hjá henni hljómar allt eins og maður heyrir það best. Ætlunin er síðan að taka upp plötu þegar tækifæri gefst á því, hugsanlega á næsta ári. ... Þannig að við erum ágæt eins og stendur og reynum að halda ótta, stressi og neikvæðni sem lengst frá okkur og horfum fram á veginn. Horfum til gleðistunda með Matthildi þegar hún kemur aftur heim af spítalanum, gleðistunda og stórsigra í músíkheimum og gleðistunda með stórunni okkar og hinum endalausa orku sjóði sem við eigum í vinum okkar. Þann sjóð er ekki hægt að tæma innanfrá hversu slóttugur útrásarvíkingur maður er... Þennan sjóð getur enginn leitað í nema við og það gerir okkur ríkust allra, að eiga svona stórkostlegt fólk að baki okkur.
kærara þakkir til allra sem fylgjast með okkur og hugsa til okkar, við finnum vel fyrir jákvæðninni og velferðaóskunum og biðjum við ykkur virkilega um að hugsa vel til okkar og sérstaklega Matthildar á miðvikudaginn komandi.
Með ást og hlýju og óskum um heilbrigði og gæfu, Skipstjóri Orkuskipsins, sem bíður löndunar fullfermis í Munchen, kapteinn Haraldur Guðmundsson og áhöfn.
Auðvitað læðist að okkur áhyggjur af næstu stóru hjartaaðgerðar Matthildar. Litli snúðurinn á að mæta á þriðjudaginn á DHM til rannsókna fyrir aðgerðina sem áætlað er að verði gerð á miðvikudag. Við erum svo "heppin", þ.e. lán í óláni að einn virtasti barnahjartaskurðlæknir Þýskalands kemur til með að framkvæma aðgerðina á Matthildi, ekki það að við treystum ekki hínum læknunum á DHM þá er þetta samt einhvernvegin aaaaaðeins betra. A hæla hins merka listamans skokka svo þáttagerðamenn þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF með myndavélar og hljóðnema til að taka upp verkefni hans. Það er liður í klukkutíma langri heimildamynd sem er verið að gera um hann og annan lækni um vinnu, líf og verkefni þeirra á einu ári. Hann kemur til með að tala við okkur og skýra fyrir okkur hvað verður gert í aðgerðionni, hverjar hugsanlegar afleiðingar þær gætu haft í för með sér sem og ákjósnalegustu markmið hennar, fyrir framan vélarnar... hm?... jæja, svoan er það bara... við fáum hæfni hans og nákvæmni fyrir örfáar sekúndur í þýsku sjónvarpi, þats að fair deal.
Við Óli komum fram í fyrsta skipti í Groundfloor sideprojecti sem heitir "mr. Henry and the drunk poet" og einbeitum við okkur að frumsömdum ljóðaflutningi við bassaundirleik í þessu verkefni. Með búningum, effectum, smá gítar og nóg af wiskýi tókst okkur vel upp og þeir fáu sem höfðu áhuga á ljóðlestri þetta kvöld nutu flutnings okkar vel. En fyrst og fremst nutum við sjálfir hans mjög, og það skiptir okkur mestu. Harpa er búin að bóka fyrsta sóló giggið sitt, "the girl at the piano" í Júni og stefnir hún á að frumflytja fullt af nýju efni ásamt einhverju töku efni, en hjá henni hljómar allt eins og maður heyrir það best. Ætlunin er síðan að taka upp plötu þegar tækifæri gefst á því, hugsanlega á næsta ári. ... Þannig að við erum ágæt eins og stendur og reynum að halda ótta, stressi og neikvæðni sem lengst frá okkur og horfum fram á veginn. Horfum til gleðistunda með Matthildi þegar hún kemur aftur heim af spítalanum, gleðistunda og stórsigra í músíkheimum og gleðistunda með stórunni okkar og hinum endalausa orku sjóði sem við eigum í vinum okkar. Þann sjóð er ekki hægt að tæma innanfrá hversu slóttugur útrásarvíkingur maður er... Þennan sjóð getur enginn leitað í nema við og það gerir okkur ríkust allra, að eiga svona stórkostlegt fólk að baki okkur.
kærara þakkir til allra sem fylgjast með okkur og hugsa til okkar, við finnum vel fyrir jákvæðninni og velferðaóskunum og biðjum við ykkur virkilega um að hugsa vel til okkar og sérstaklega Matthildar á miðvikudaginn komandi.
Með ást og hlýju og óskum um heilbrigði og gæfu, Skipstjóri Orkuskipsins, sem bíður löndunar fullfermis í Munchen, kapteinn Haraldur Guðmundsson og áhöfn.
<< Home