Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, júní 12, 2010

Matthildur komin heim, sólin skín og vinaheimsóknir.

Matthildur er loksins komin heim á Schwarzstrasse eftir næstum tveggja mánaða sjúkrahús vist. Hún fór í aðgerð í Munchen (DHZ) í apríl og átti hún að liggja á Landes Krankenhaus rétt í nokkra daga áur en hún færi síðan heim. En svo fór það ekki. Hún átti í erfiðleikum með öndun og fékk svo slæmt kvef í ofanálag. Því fylgjandi gekk læknum mjög erfiðlega að þynna blóðið í rétt horf og hún missti vigt. Það þýddi ekki heim í bráð. Sem varð raunin. Berkjurnar í hægra lunga tóku að þrengjast og gerðu henni afar erfitt mað andadrátt sem var til þess að hún fékk súrefnisgleraugu sem tók langan tíma að losna undan. Eftir um einn og hálfan mánuð á sjúkrahúsinu, þar sem við Harpa skiptum vöktumst á að vera hjá henni dag og nótt, fengum við loksins að fara heim. En þó með magasondu fyrir mjólkina sem hún vill enn ekki drekka.

Síðustu helgi komu til okkar hressar Hvammstanga pæjur, þær Sirrý, Helga, Jóhanna, í heimsókn sem gerði okkur öllum mjög gott. Einstaklega þægilegt að fá ferskan andvara góðra vina í annars þungbúið ástand. Stelpurnar drógu Hörpu með sér í bæinn, út að borða, kaupa föt og kjöftuðiu fram á nótt. Eins og stelpum einum er lagið. Munnlegt slúður um nágrannan sem og innbundið slúður úr ´séð og heyrt´ skemmti okkur óslúðruðum salzburgingum. Ég tók lengri vaktir á spítalanum meðan stelpurnar pæjuðust og var það bara ágætt, við Matthildur náðum vel saman og við yndislegt starfsfólk LKS.

Nú eru stelpurnar farnar, Matthildur komin heim og Gummi kominn til okkar í smá heimsókn frá Danmörku. Það er frábært að fá til okkar góða vini til að létta andann eftir annars mjög erfiðar undanfarnar vikur. Við Gummi nýttum tímann vel og skelltum okkur strax út að borða og upp í kastalann sem vakir yfir borginni ásamt smá "pöbba rölt". Dagurinn er tekinn snemma í dag og við Gummi erum að gera okkur klára í skógarferð í hitanum. Við ætlum upp á kaputzinerberg að finna leynitréið og finna lítinn veitingarstað með heavý cool útsýni. það verður nett.

Annars eru bara allir kátir og ánægðir að vera öll saman heima. Það er yndisleg tilfinning að hafa alla heima. .. En í næstu viku förum við aftur til Munchen í eftirskoðun, það verður líklega bara eins dags stopp. Aðeins að kíkja á æðarnar og aðgerðina og síðan bara send heim. Við látum vita.

Takk fyrir að fylgjast með og styðja okkur áfram. Kveðjur Halli, Harpa, Halldóra Björg og Matthildur Ofurmús.