Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, júlí 11, 2010

ekkert gengur en þó gengur allt

Ekkert gengur í íbúða leit okkar hjóna. Við sitjum hér, næstum nakin utan bróka sem hylja okkar heilögustu staði, kvöld eftir kvöld að leyta að kaldara heimili. Það er í raun af nógu að taka, fullt af íbúðum svo sem, en þar sem Halldóra Björg er í skóla í miðbænum (mjög góðum kaþólskum skóla) og ég þarf að taka lest frá haubtbahnhof til vinnu á morgnanna verðum við helst að búa hér í miðbænum. Sérstaklega þar sem við eigum engan bíl. En þess ber að nefna að í sambúð okkar Hörpu höfum við átt nokkra bíla, ENGINN þeirra hefur verið yngri en model ´87 og ber þess að geta að það er ekki árið sem við fluttum til Salzburgar, við fluttum 2006. Við áttum nokkra pjúgotta og ég segi nokkra af því það er satt, Harpa átti pjúgott og síðan áttum við saman bláan pjúgott og þegar Halldóra Björg fæddist keyptum við okkur "fjölskyldu" station pjúgott. keyptum sem sagt gamlan vinnubíl af bróðir útrasarvíkings um miðja nótt fyrir lítið fé. Keyrðum honum heim þar sem hann bilaði... (sem var í um 20 mín.) komum okkur aftur í samband við frægann pjúgott viðgerðarmann í kópavogi sem hafði oft reddað okkur áður og byrjuðum viðgerðaferlið. Við létum skipta um slöngur og sílsa, spindla og skrúfur, borða og bindi og ekkert gekk. Alltaf varð sá gamli pjúgott bilaðari og verri. Við hentum í hann 100ús kalli (sem þótti mikið á þá tíð) áður en við ákváðum að við gætum ekki boðið nýfæddri Halldóru Björgu upp á bíl með engu gólfi, hann var nebblega líka að ryðga í gegn. Að svo stöddu skildu leiðir fjölskyldunnar við pjúgott að svo stöddu. Við fórum til baka á kunnar slóðir og keyptum okkur Spánýútlítandi Toyota Camri sem hafði þó ekki verið framleiddur frá ´91. Hann var góður og kom okkur hvert sem við vildum fara. Þangað til við fluttum. frá Toyotu Camri ´87 höfum við ekki átt bíl og líkar okkur það vel þar sem almenningssamgöngurnar hér eru með besta móti.

Þess vegna, verðum við að búa í miðbænum, og hér virðist ekkert vera laust.

Halldóra Björg, stóra duglega stelpan okkar er núna á íslandi í sumarfríi, má þakka fyrir að vera ekki hér í bakaraofninum Schwarzstrasse 41, mér er skapi næst að sletta í stóra uppskrift af pönnukökum og hella því yfir gólfið og komast í heimsmetabók guinness, þetta er svo hrikalegt. Matthildur, Harpa og ég vorum þessa helgi í mjög rausnarlegu og góðu yfirlæti hjá Barböru Bonney söngkennara Hörpu. Hún bauð okkur upp í sumarhúsið sitt við Wallersee. Við gistum í "boathousinu" sem stendur við vatnið. Lítill kofi með svefnaðstöðu, eldhúsi, sauna, sturtu, klósetti og bryggju fyrir litla báta... og auðvitað verönd með útsýni yfir vatnið. Hún er yndislega hlý og góð manneskja hún Barbara og skemmtileg, hún meira segja bauð okkur að koma upp eftir þegar við vildum í sumar þó hún væri í Japan, Svíðþjóð eða Bandaríkjunum, hún myndi bara skilja eftir lykil fyrir okkur... Matthildur og Luna (hundurinn hennar Barböru) náðu ótrúlega vel saman og Luna færði ekki einu sinni andlitið þegar Matthildur reyndi að kroppa úr henni augun. Það var undarlega yndislegt að sjá þessi samskipti milli golden retriever og ungabarns, mjög fallegt.

Við Harpa erum nú komin heim eftir frábæra helgi sem endaði með maraboði hjá Juttu og Christian og Moritz í grilli og bjór.

Allt gengur eins og í sögu nema að finna íbúð.

Halli, Harpa og ofurstelpur.