Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, desember 15, 2008

5 ára afmæli á íslenskri grund

Halldóra Björg byrjaði ferðalagið á því að æla heima áður en við lögðum af stað, síðn tók við helljarferðarlag, leigubílar, lestir, flugvélar og skutl. Hún stóð sig mjög vel og kvartaði ekkert né vesenaðist en ældi síðan rétt fyrir lendingu í Kef. Baldur kom síðan og náði í okkur á flugvöllinn og við sváfum heima hjá þeim í Blönduhlíðinni. Síðan var fjölskyldan vakin með ilhýrum afmælissöng á hinum merkadegi barnssins. 5 Ára í dag. Halldóra Björg er búin að eiða annars fallegum degi í gubb og leiðindi, nú liggur hún hlustar á Tzjækovskí balletta og sefur. Við förum örugglega ekki norður til ömmu fyrr en á morgun, en svona byrjar jólaferðin okkar, með gubbi og leiðindum.

Nýja símanúmerið okkar á íslendi er 659 1030

kv. H.

sunnudagur, desember 07, 2008

Skíði jei, Krampús, ojjj og ammæli jei !

Í upphafi skíðavertíðar eru ódýrari dagpassar í brekkurnar þar sem oft er ekki alveg nógur snjór fáar lyftur opnar og svo framvegis og við fjölsk. skelltum okkur á familientag í Werfenweng. Við vöknuðum eldsnemma á laugardagsmorgun og græjuðum okkur í ferðina. Vorum kominuppeftir um hálf ellefu og farin að skíða, þvílíkur draumur... æðislegt færi, frábært veður og rosalega gaman. Við skíðuðum frá okkur allt vit á þessu frábæra fjölskyldu (og töffara) svæði og vorum komin niður á lestarstöð um klukkan hálf 5 á laugardag, en þar tók við mikill hroði. Inni á dimmri lestarstöðinni, yfirgefinni og kaldri lágu illalyktandi skepnufeldir, loðnir og skíðugir í hrúgum. Undir þeim, á milli og í voru fullir austurríkismenn að gera sig klára í Krampushlaup dagsins... og við að bíða eftir lestinni, með ofurhugana Halldóru Björgu og hinn illræmda víking og ofurmenni, Harald Ægi fjölskylduföður. Við ákváðum að bíða bara úti. Á meðan við biðum urðum við vör við fleiri óargardýr í myrkrinu. Þeir stóðu á bílastæðinu hrikalegir ásýndum en með grímurnar sínar til taks á malbikinu. Ég hugsaði mér að nýta tækifærið, þar sem Halldóra Björg er rosalega hrædd við þessa kalla (skiljanlega), og ganga til þeirra og spjalla meðan þeir væru enn "hauslausir" og nær þessum heimi en þeim illa stað, VÍTI. Þeir tóku okkur bara vel og leifðu okkur að mynda sig í bak og fyrir töluðu við Halldóru Björgu og sýndu okkur grímurnar. Meirihlutinn af þessu er útskorið í tré af þeim sjálfum og síðan málað af atvinnumanni í faginu. Rosalega "flottar" grímur. Eftri spjall og stemmningu héldu þeir fylktu liði í bæinn til að lemja og hræða fólk í sönnum kaþólskum jólaanda. Við vorum öll gloð þegar þeir fóru frá okkur því þegar þeir voru komnir í búningana og hausarnir komir á búkana litu þeir allt annað út en vinalega eða áhugaverðir til spjalls og ráðagerða. Dagurinn í Werfenweng var hinn besti og enduðum við Harpa síðan á óperu upsetningu í skólnum um kvöldið en af því verður ekkert skrifað.

Sunnudaginn kíktum við í heimsókn til Matthijs og Andreu og flýttum okkur síðan heim að undirbúa stórveislu, 5 ára afmæli Halldóru Bjargar Har, atvinnuprinsessu og álfadísar. Harpa fór í massíva kökugerð og kjeddlin fór í snitturnar og súpuna. Við lömdum saman í alveg frábæra afmælisveislu, (sem var eiginlega meira eins og jólaboð því það komu bara tvö börn) en Halldóra Björg tók ekkert eftir því, stelpurnar skemmtu sér mjög vel og við fullorðnlingarnir sátum frameftir og slöfruðum í okkur mauksoðinni gúllashsúpu með brauði.

Viljum við þakka öllum sem komu fyrir stelpuna okkar og fyrir að hafa bara komið og chillað með okkur. Nyjar myndir á myndasíðunni, endilega chekkið á því.

kv. H.