Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, janúar 13, 2011

sorry, sorry, sorry lesendur góðir...

Hæ. Einu sinni sagði ég nú að ég ætlaði ekki að hætta að halda úti þessarri "dagbókar" síðu úti, þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir facebook þar sem allt kemur fram of þar sem allir eru, en einhvernveginn tókst mér samt að falla í þá djúpu grifju. Í síðasta mánuði var auðvitað margt um að vera, við fluttum í nýju íbúðina okkar í Münzgasse 4, í miðbænum, í byrjun mánaðarins og auðvitað var það mikið verk að koma öllu í stand. Síðan komu elskulegir tengdafpreldrar mínir og fengu sér skammt af gubbepest fjölskyldunnar, en Valdi slapp þó fyrir horn.

Þau voru varla stigin inn en upp kom verkfæra taskan og hafist var handa við ýmsar uppsetningar, upphengingarnar, skipulag og jólaeldamennsku, þvilíkir dugnaðarforkar ! Eftir heimsóknina voru jólin bara komin, eldhúsið fullt af ný steiktu laufabrauði, pörtum, hangikjöti rjúpum og grænum ORA banum, þvílík hátíðarstemmning. En þá vektist músin, fékk slæma vírus sýkingu og þurfti að leggjast inn á Landes krankenhaus, rett örfáum dögum fyrir jól. Við það vöknuðu strax óþ´gilegar minningar síðasta árs, sem til allrar lukku eru bara minningar. Matthildur buslaði sér í gegnum veikindin og fékk að fara heim 3 dögum fyrir jól. að var mikill léttir en varð til þess að afmæli Halldóru Bjargar var frestað fram á nýtt ár.

Jóla matseldin tókst vonum framar og hátíðarstemmning var í sófanum er við horfum á Mackauley Culkin lumbra á ræningjunum í Home alone...

Síðan fórum við í 5 daga upp í Speiereck og vorum yfir áramót á skíðum og í mjög góðu yfirlæti hjá góðum vinum okkar Dodda og Þuríði.

Það sem af er Janúar höfum við verið í hvað mestri ró, notið nýja heimilissins og hvers annars, allir í fríi. Núna hins vegar er allt farið af stað aftur, Halldóra Björg í Fransiskaner , Harpa og Matthildur í Mozarteum og ég í vinnuna. Groundfloor er að klára nýju plötununa, ".. this is what´s left of it" og heldur nokkra tónleika í Austurríki um mánaðarmótin jan/feb.
nánar af því seinna.

endilega lesa, kommenta og vera hress, fress segir bless.