Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, febrúar 27, 2010

"ef ég myndi.." og, "ég myndi ef að.."

Hæ allir. "Ef ég myndi.." og "ég myndi ef að..." er eitthvað sem allir þekkja, við höfum öll sett okkur í spor einhvers og hugsað hvernig við myndum bregðast við í þeim aðstæðum sem umræðir. Allir hafa lent í því að ákveða að "ef þetta kæmi fyrir mig, þá" og "ef ég væri hinsegin þá myndi ég" o.s.frv... Við höfum nú lært að slíkar hugsanir og bollaleggingar eiga sér yfirleitt enga stoð í rauninni, svoleiðis lagað er ekki sannreynt fyrir en þesssar aðstæður slá mann aftan frá í höfuðuð og maður verður að bregðast fljótt og örugglega við, án "yfirvegaðra/heima í stofu með kaffið við tölvuna" þægilegheita. Við hefðum ekki getað ýmindað okkur hvernig við stórfjölskyldan höfum þjappast saman og orðið að einum óstöðvandi orkuhnetti tilbúin Matthildi til handa í aðstæðum sínum. Við hefðum heldur ekki getað ýmindað okkur hvernig við sjálf brugðumst fyrst við þegar þessar fréttir voru okkur kunngerðar, auðvitað var sjokkið mikið en einhvernvegin, einhverstaðar frá fundum við innri ró og rödd skynseminnar í hverju spori. Við hefðum heldur ekki getað ýmindað okkur hvernig Matthildur sjálf ynni sig út úr næstum óvinnandi stöðu á einum tímapunkti og hvað þá gátum við gert okkur í hugarlund að núna 3 mánaða væri hún hérna heima hjá sér í ró, heima hjá okkur hjalandi, svöng eins og önnur börn, óþolinmóð eins og önnur börn, þreytt eins og önnur börn og glöð eins og önnur börn. Hún er fánaberi árangurs, samvinnu og samkenndar vina og fjölskyldu. Hún sýnir okkur að tapleikir í handbolta á HM, framhjáhöld lykilleikmanna í enskaboltanum og mislukkaðar brjóstastækkunaraðgerðir frægra hollywood leikara og önnur "fjölmiðlavandamál" eru hlægileg og hégómaleg, jafnvel fjárhagstaða íslenska ríkissins virðið hjákátleg í samanburði við vanda Matthildar.

Hún hefur unnið fyrstu orrustuna við dauðann, um lífið, og hefur með því skotið öðrum hetjum fortíðar ref fyrir rass með kænsku sinni og styrk. Matthildur hefur ekki bara barist í gegnum þetta ein, og ekki bara með okkur heldur öllum ykkur sem hafið sent okkur hugskeyti, símskeyti, komið til okkar, styrkt okkur fjárhagslega og andlega. Hlátur hennar er sameiginlegur árangur og verðlaun allra sem hafa hugsað til okkar undanfarið. Okkar reynsla segir okkur að undir engum kringumstæðum ættum við að "efégmynda" eða "égmynda", frekar bara að fókusa á okkar eigin stöðu í hvert sinn og einbeita okkur á að taka réttar ákvarðanir í okkar eigin stöðu, í okkar eigin lífi.

Matthildur kemur vel undan reglulegu eftirliti hér í Salzburg, þ.e.a.s. engin teikn á lofti um versnandi ástand sem má teljast afar jákvætt miðað við þær aðgerðir sem þó eru nauðsynlegar í framtíðinni. Ég er byrjaður aftur að vinna hjá Ernst Muthwill en enn þó svolítið stopult, ég var viku heima með Hörpu, Halldóru Björgu og Matthildi þegar HBH var í skólafríi og síðan var ég í viku vinnu við upptökur á nýjustu plötu Groundfloor, sem verður by the way... rosalega flott. Við spiluðum tónleika hérna í Salzburg til kynningar á nýja efninu og eins og áður var alveg uppselt og fjölmargir sem biðu við dyrnar í von um tilfallandi ósóttar pantanir. Það var góð tilfinning að spila aftur fyrir fullu húsi í salzburg við afar góðar undirtektir. Það sannarlega gefur okkur bensín fyrir framtíðar áform Groundfloor. Ernst hefur verið okkur afar stuðningsríkur og hefur lánað mér bíl frá fyrirtækinu svo ég geti komið og farið eins og mér sýnist, sem er ómetanlegt.

Ég læt þennan pistil duga í bili, takk fyrir stuðninginn og endilega haldið áfram að hugsa til okkar í framtíðinni. Kveðjur úr Svörtugötu, Halli og pæjurnar þrjár !

P.s. Ný myndasíða og nýjar myndir 2010

laugardagur, febrúar 06, 2010

Loksins sameinuð fjölskyldan !

Síðustu dagar hafa verið eins og í draumi, yndislegir. Matthildur og Harpa komu heim á þriðjudaginn síðasta. það var stressandi eftir allan þennan tíma á spítalanum og eftir svona rosalega náið og strangt eftirlit, og eftir allar þessar ströngu umgengnisreglur, að fá hana heim og láta bara eins og ekkert hefði ískorist og ekkert amaði yfirleitt að. Læknirinn sagði okkur, einmitt, að við ættum að hugsa um hana eins og ekkert væri að og reyna að umgangast hana sem heilbrigða litla stelpu, fyrir utan lyfjagjafirnar. Þetta plan hefur gengið afar vel. Hún drekkur vel og sefur ótrúlega vel, kúkar og pissar sem vindurinn og skoðar allt í kringum sig með áhuga. Við fundum það fljótt og vel á henni eftir að hún kom heim, og svaf í rúminu sínu, að hér er hún einhvernvegin mun rólegri og virðist njóta þess að vera komin heim. Þó hún viti kannski ekkert um það þá er hún mun rólegri hér en hún hefur verið annars. Hún finnur það líklega í gegnum okkur að hér eigum við heima. Halldóra Björg er afar ánægð yfir því að vera búin að fá litlu systur heim, hún er afar góð við hana og vill alltaf vera að hjálpa til og knúsa Matthildi, það er yndislegt að upplifa það. Við Harpa tökum bara einn dag í einu og njótum hverrar stundar í návisst Matthildar, í vöku sem og svefni, jafnt í gráti og gleði. Hún hefur svo sterka og jákvæða áru að hún virðist hugga mann og hughreystir alla í kringum sig, sumir bresta í grát bara við að sjá hana, hún er ótrúleg. Hún horfir þessum stóru dökku augum sínum út um heiminn, og finnst það ekkert tiltökumál það sem hún hefur nú þegar gengið í gegnum, og nýtur augnabliksins. Hún hefur kennt okkur margt á þessum stutta tíma, það er eins og hún segi svo margt án þess að tala, einhvernveginn með ósýnilegum orðum eða hugskeytum, orkusendingum eða áru, ... við skiljum ekki líðanina sem við upplifum þegar við erum með henni, hún sjálf huggar okkur og hughreystir mest af öllum, hún er kraftmikil og svo sterk að við óttumst ekki framtíðina, né fortíðina, við erum ekki bitur og spyrjum aldrei "af hverju við", við erum í raun hreikin og stolt af því að vera foreldrar þessarar merku mannseskju sem Matthildur er. Hún er hetjan okkar.

Heimilislífið gengur áfram sinn vanagang, Halldóra Björg er komin í miðsvetrar frí í skólanum og verður í fríi í næstu viku. Þá verð ég líka heima. Hún fékk mjög góðan vitnisburð úr skólanum og hélt upp á það á föstudaginn með nammi áti og tattoo álímingum, rosa pæja. Óli, Groundfloor, er fluttur hingað út og við erum farnir að lemja saman útsetnigar fyrir næstu plötu sveitarinnar, sem vonandi kemur út seint á þessu ári. Við eigum allavega studiotíma eftir eina viku sem síðan endar með kynningar giggi fostudaginn 19 feb. Tónleikarnir verða í litlum sal í miðbænum. Það er spennandi og skemmtileg vinna og afar nauðsynlegt að koma höfðinum út úr heima lyfja, ólæknandi sjúkdóma og óskiljanlegra greininga, inní í skapandi og skemmtilegt umhverfi sem Groundfloor bíður upp á. Harpa ætlar að reyna að vera með okkur í studioinu og leggja nokkur píanólög ásamt því að syngja fyrir okkur líka. Hún stendur sig svakalega vel í öllu sem þarf að gera í sambandi við Matthildi hér heima, hún er alger hetja.


Takk fyrir allann stuðninginn, þar til næst, Kv Halli og stelpurnar hans.