Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, febrúar 09, 2009

Heyr, heyr .. það er komið febrúar frí !!!!

Jibb, hinn skemmtilegi hvíti kaldi febrúar býður öllum börnum, unglingum og þeim fáu fullorðnu sem enn eru í skóla að hanga heima, undir heitri sæng og þagga niður í vekjaraklukkunni á milli dorma. Hér tíðkast það að kenna fram á Þollák (lesist eins og pollur og skalli = þodlák) og byrja strax eftir áramót og kenna fra að mánaðarmótum. Þá far allir heim og skipuleggja vetrarfríið, flest börn bruna í brekkurnar með vinunum og unglingarnir líka, hinir fullorðnu fara á tónleika og svo seinna í brekkurnar, þolið kannski ekki svo mikið.

Við Harpa fórum um helgina til Munchen til að vera við tónleika Emiliönu Torrini og Lay Low eða Lovísu eins og við þekkjum hana núna. Við komum okkur fyrir á hótleli MJÖG LANGT í burtu hjá MJÖG stórum hótelstjóra eða vikapilti. Hann sagði okkur flest sem hafði drifið á daga sína og gleymdi næstum að láta okkur fá lykilinn að herberginu þegar við reyndum að laumast í burtu í miðri sögunni um gæjann sem hann hitti á götu í Salzburg og hefur gist hjá honum oft síðan... Síðan brunuðum við í bæinn.

Tónleikarnir voru haldnir á frábærum nýjum stað, bak við Mercedes við Donnersberger brugge, Freiheitz. Fullt var fram á gang og Lay Low byrjaði. Hún og Pétur sneyddu smekklega fram hjá klisjum og klúðri og snertu hvergi hina löngu vefi úr neti íslensku krúttanna, eins og svo margir íslenskir tónlistarmenn vi'rast vera fastir í. Þau bara spiluðu blús og gerðu það af alvöru, Lay Low var skemmtileg á milli laga og tók algerlega frábært blússóló á miðjum tónleikunum, það mistókst aðeins en er eftir sem áður mitt uppáhaldssóló live sóló sem ég hef séð/heyrt.

Emiliana kom síðan á svið með frábæru bandi, Sigrtyggur Baldursson á trommur og einhverjir útlendingar. Greinilega í miklu formi og mjög vel æfðir. Bandið var þétt og hljómaði ferskt. Emiliana slapp ekki við krúttstympilinn þetta kvöld. Hún er bara svo mikið krútt í útliti að maður bara vill toga í kinnarnar á henni og þegar hún sagði "drinnen blæben" fannst mér hún toppa fyrrnefndan staðal. En músíkin hennar og flutningur snertir ekkert sem minnir á krútttónlist, hú er ynnileg, cool og hrikalega flott útsett. Við mælum alveg með að fólk reyni að ná þessum tveimur íslensku listakonum saman á giggi, þetta er mjög flott program.

En við gerum fleira, við erum að gera allt klárt fyrir að taka á móti mömmu og pabba í skíðafrí, þau koma 21 feb, og þá brunum við beint til fjalla, til Þuríðar og Dodda í Skihotel Speireck. Það verður alveg frábært og þá set ég örugglega inn fullt af nýjum snjó og skíðamyndum.

Myndir í Munchen ferðinni eru á síðunni okkar hér til hliðar.
TzjUuuuush ! Halli.