Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Nýjar myndir

Nýjar myndir á myndasíðunni ! Enjoy !

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

Groundfloor tour/upptökur !

Dagarnir hafa liðið hratt, búið að vera brjálað að gera planingum, reddingum, keyrslum, pökkunum, tónleikum og skemmtunum hjá okkur 5menningunum í Groundfloor. Við byrjuðum auðvitað á því að æfa í nokkra daga með nýja bandinu, það er að segja með nýja fiðluleikaranum Juliu Czerniawsku og negla saman bandið fyrir það sem framundan var. Æfingarnar gengu mjög vel, og bandið kýldi í frábæra tónleika á litlu kaffihúsi í miðbænum. 50 manns komu og hlustuðu á tónleikana okkar og u.þ.b. 100 manns fyrir utan staðinn sem ýmist sátu á götunni, stóðu eða sátu á hjólunum sínum og hlustuðu á okkur spila. Þegar við síðan komum út, var okkur klappað lof í lófa af þeim sem ekki fengu miða og hlustuðu að utan og fólk streymdi að til plötukaupa og áritana. Mjög skemmtilegt. Síðan pökkuðum við í bílinn og rúntuðum niður til Reggio nell´emilia á Ítaliu fyrir tónleika á sunnudagskvöld. Öll umgjörð tónleikana var mjög fagleg, frábærir hljóðmenn og risastórt svið með flygli fyrir Hörpu. Við stigum á svið í næturrökkrinu með öll ljós niðri, allt slökkt. Eftir inntalningu byrjuðum við án orða og ljósin komu upp, hljómsveitin var böðuð sviðsljósum og torgið sem við spiluðum á lýstist upp. Þegar við síðan litum út yfir fólkið sáum við að von tónleikahaldarans hafði gengið eftir, hún vonaði að öll sæti yrðu setin, 380 sæti, og fólk stóð allstaðar í kring, annar eins fjöldi líklega. Fílingurinn var stórkostlegur að sjá allt þetta fólk. Við spiluðum frábæra tónleika og fengum mjög góðar mótttökur, og fólkið heimtaði diska. Æðislegt. Eftir tónleikana var okkur boðið til málsverða með borgarstjóranum og konu hans ásamt mektarfólki borgarinnar.

Daginn eftir ákváðum við að slaka á og henntum okkur til sunds í Gardavatninu öll saman og áttum æðislegan dag. Síðan brunuðum við til Salzburgar aftur að gera okkur klár fyrir studioupptökurnar á nýja efninu. Á miðvikudaginn fórum við síðan í Sonic Flow studio til Max og Wolfie og renndum í 5 góða grunna. Bandið hljómar rosalega vel og hlökkum við öll mjög mikið til þess að halda áfram með plötuna næsta vetur. Stay tuned og fylgist með Groundfloor fréttum á myspace.com/groundfloortheband og chekkið á nýjum myndum, videoum og nýjum lögum.

Thanks Halli

sunnudagur, ágúst 02, 2009

landslag íslenskra netfjölmiðla breytist

Við hér í Scwartzstrasse höfum fundið fyrir mjög minnkandi áhuga á fréttaflutningi okkar frá lífinu í Salzburg að undanförnu. Kemur það helst til að því að prófarkarlesari minn, hefur sagt upp störfum og er hér því öllu "póstað" óyfirlesnu. Einnig má kenna um sívaxandi ásókn í fréttir með myndum og hefur stór hluti lesenda okkar farið í sívaxandi mæli að lesa fréttir á mbl og visi. En ein stærsta ástæðan fyrir minnkandi lesningu teljum við líklega netmiðillinn facebook, fésbók, smettiskruddu, eða andlitsskránna en hún tekur til sín alltaf aukinn nettíma fólks, og þar kemur öllu jafna allt fram. En við hér höfum samt sem áður ákveðið að reyna eftir fremsta megni að halda áfram, þó með færri mánaðarlegum færslum.

Halldóra Björg er nú í fjölskyldufríi á Íslandi, það er fríi frá okkur fjölskyldunni mömmu og pabba. Hún ákvað að skella sér til íslands með vinkonu sinni Prof. Mörthu Sharp sem er einmitt á sama tíma með masterklass á Íslandi. Halldóra Björg kvaddi mömmu og pabba á flugvellinum í Munchen, dró töskuna sína sjálf og labbaði í gegnum leiser græjuna sem sér allt. Foreldrarnir stóðu með tárin í augunum með hún stóð eins og stytta og beið eftir Frau Sharp sem var með vesen...

Nú er litlan okkar í góðu yfirlæti á Íslandi hjá Ömmu Lillu og afa Valda og búin að fara í sund á íþróttamót og margt skemmtilegt, á meðan sitja ein í kotinu gamalt fólk með sorgarsvip á munni og söknuð í augun og horfa sviplausum andlitum á hvort annað án þesa að segja orð. Það er skrítið að vera barnlaus. Síðan fer hún í sumó með Ömmu Erlu og afa Mumma og síðan til Reykjavíkur í heimsóknir, níg að gera.

En bráðum byrjar hasarinn hjá okkur, við bíðum þess að hljómsveitin okkar komi saman að nýju eftir mjög vel heppnaðan túr um Austurríki í Júni til tónleikahalds í Salzburg og á Ítalíu. Síðan ætlum við í upptökur á nýju efni í Wien strax eftir að við komum til baka. Stefnum á útgáfu á nýrri plötu á næsta ári.

Við Halldóra Björg fórum í afarskemmtilega heimsókn til Linz, helgina áður en hún flaug á brott og kynntumst við fullt af nýjum Íslendingum og sérlega skemmtilegum íslenskum stelpum. Við fórum á götulistahátíð í boði Lindu og Helgu í Atelier Einfach í Linz og fengum meira að segja að gista. Halldóra Björg kynntist Nínu sem býr í Linz, og systrunum Kötlu og Steinu en þær eiga heima á íslandi og náðu þær allar afar vel saman.

Nú er verslunarmannahelgi og í því tilefni gerði ég mér glaðan dag meðan Harpa var að vinna. Mér leiddist ógurlega heima við og ákvað að dusta rikið af gömlu línuskautunum sem hafa verið kyrfilega niðurpakkaðir frá því ég flattist, í bókstaflegri merkingu, yfir stærstu rúðuna á Sólon íslandus í Bankastrætinu við miklu kátínu fjölmargra áhorfenda einn fallegan sumardag árið 2005, þá var ég nebblega byrjandi á skautum. ... sem þýðir að ég sé það enn.

í dag smellti ég mér í góða veðrinu á hjólin og brunanði upp og niður Salzach á fleigiferð óhappalaust, ... þar til.

Ég er á fleigiferð, orðinn nokkuð rogginn með mig, og skautaði milli fólks. (Ég skautaði á göngustígnum við ánna, þar sem það var styttra í mjúkt grasið við árbakkann þar sem ég hugðist henda mér ef ég þyrfti að stoppa snökklega eða ef ég myndi detta, heldur en á hjóla stígnum þar sem ég átti að vera). Eftir snilldarlega takta við skjótast á milli gangandi fólks í festspielfötum og aukinn hraða kom ég að nokkuð þéttum hópi fólks sem gekk í báðar áttir. Eftir umhugsun og athugun sá ég að örlítil glufa var við það að opnast þar sem ég ætlaði að smeigja mér framhjá á ógnarhraða og af mikilli lipurð. Ég beygði mig örsnökkt í hnjánum, setti hendurnar báðu megin út til hliðana til að auka jafnvægið við þetta hættulega verkefni. Hægri fóturinn gekk langt út frá líkamanum því ég sá að ég þyrfti á auknum hraða til að sleppa þarna á milli án þessa að slasa marga.... Fólkið mættist og glufan opnaðist og ég, ... á ógnarhraða, ... skaust á milli þeirra, sigrihrósandi. Er ég rétti úr mér sá ég vítt og breytt pláss til beggja átta til frjálsrar línuskautunar og jók hraðan enn á ný til að sýna þeim sem ég hafði nýlokið við að smeygja mér framhjá, hversu snjall ég væri, .. en eitthvað undarlegt var á seyði. Gömul kona í Festspielfötum ( glæsilegur kjóll, með uppsett hár og mikinn rauðan varalit út á kinn) gapti er hún lét út úr sér skaðræðisóp og augun urðu sem alhvítar undirskálar í næturrökkrinu. Ég í skyndi ályktaði að eitthvað væri að, en hvað ? ... Augu mín fylltust ótta er þau rýndu í myrkrið. Og þá sá ég það ! Í beinni línu, þverrt yfir göngustíginn í um það bil 50 cm hæð, á milli gömlukonunnar gapandi og púðluhunds á klósettinu strengdist svört ól. Í snarhastri hugsaði ég hvernig ég gæti komið í veg fyrir afhöfðun hundsins í hægðum sínum og reyndi að bremsa, en þar kom reynsluleysið upp og hraðinn var mér algerlega óviðráðanlegur ! ... Tíminn styttist, hundurinn enn að kúka og konan enn að góla, ég að reyna að bremsa og fólkið að baki mér lokaði augunum og sneri sér undan. Rétt fyrir áætlaða aftökustund datt mér í hug að reyna að hoppa yfir bandið og gerði mig líklegann, en þá var eins og líkaminn sjálfur tæki af mér öll meðvituð völd og forðaði öllum frá dauða, mér og púðlunni og gömlu konunni og hjó undan mér lappirnar þannig að ég hennti mér á rassinn og snarstöðvaðist aðeins hálfum metra frá spenntum strengnum milli frúarinnar og púðlunnar. Allir lifðu.

Ég er óbrotinn, hundurinn vel hægður og glaður, konan til i næstu sýningu í óperunni og áhorfendur sluppu við "real live hunda slaughter" atriði.

Rassinn enn aumur og minnir mig á, að hversu mikið sem mér leiðist, á ég klárlega EKKI að stunda neinar íþróttir, fá mér frakar einn kaldann, það getur engan skaðað.

Halli.