Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, júlí 24, 2009

enginn tími til skrifa, sorrý mínir dyggu lesendur

Við fórum í rosalega túr með Groundfloor sem gekk algerlega vonum framar og blésu áður óþekktu lífi í hljómsveitina. Nú erum við að vinna að tónleikum á ítalíu og strax eftir það upptökur á nýju efni fyrir næstu plötu GF. Harpa varð síðan alveg skítveik en er nú upp úr því stigin og komin á ról. Ég er bara eins, fyndinn sætur og skemmtilegur og draumur allra kvenna, get sjálfur lítð gert í því. Halldóra Björg er óðum að gera sig klára í að fara sjálf til íslands ein og óstudd í 3 vikur til að styrkja böndin vi' fjölskylduna sína og tungumálið. Annars er bara fínt í okkur hljóðið, það hætti að lokum að rigna og er hér nú bærilegasta veður. Engar nýjar myndir því við gleymdum myndavélinni í Vín.

kv H.

fimmtudagur, júlí 02, 2009

Húff !

Húffh það er heitt í dag. Það rigndi eldi og brennisteini hér síðustu viku... Óli hugsaði sér gott til glóðarinnar að komast til útlanda í sólbað og smá spilerí, en svo varð það ekki. Hann kom og það byrjaði að rigna, hann fór 12 dögum seinna og það rignir enn. Með þrumum. Rogningin er samt eitthvað aðeins að minnka en samt áfram alla daga.

Groundfloor lauk sínu fyrsta tónleikaferðalagi um helgina, við spiluðum í Salzburg fyrir fjöldamanns og fengum mjög góð viðbrögð, eiginlega ótrúlega góð viðbrögð miðað við að hafa aldrei spilað hér áður. Við æfðum upp "nýtt" prógram með "nýju" fólki fyrir þessa tónleika og það virkaði mjög vel. Harpa var í fyrsta skipti á sviðinu með okkur frá byrjun til enda og skipaði hið mikilvægja hlutverk píanóleikara í hinu nýja sándi Groundfloor, ásamt auðvitað að syngja lögin sín og bakraddir við nýjar útsetningar. Þorri spilaði með okkur á trommur og fyllti kvartettinn bassaröddinni sinni í klessukórnum. Síðan réðum við ungan austurrískan fiðluleikara Flo Moser til að taka sólóana og stóð hann sig vægast sagt frábærlega. Skreytti lögin okkar allt frá tregafullum klassískum fiðluleik til distortion "Jimi Hendrix style" rokk sólóa og líðurinn trylltist. Við spiluðum svo í St.Pölten og Vín án "Flosa" eins og við köllum hann og þá sáum við saman um sólóspottið, ég, óli og Harpa. Allt mjög vel heppnað.

Næst eru tvö festivöl á Ítalíu sem bíða okkar í ágúst og upptökur fyrir nýja plötu í ágúst og sept. Fullt af nýju efni, mjög spennandi.

Endilega skoðið myndirnar út túrnum okkar, kv H.