Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, apríl 29, 2009

Svínaflensa, alheimskreppa og rigning !

Djö, nú finnst manni bara að verða stutt eftir hjá sér, ... Allt lítur að sömu átt, endanum. Allar vísbendingar um endalok heimsins virðast nú vera að gera sig hér sýnileg. Auðvitað er það heimskreppan illa sem virðist vera að leika okkur íslendinga sérstaklega illa, heima og heiman og svo hin stóralvarlega kvefpest, hin mexíkanska svínaflensa sem fer eins og eldur í sinu um heiminn og er nú komin hingað, í okkar ástsæla og friðsæla Austurríki. En við þetta bætist síðan við úrhellis regn eftir nokkurra vikna sólbaðsstrandar unaðslegheit ýmiskonar og kemur manni algerlega í opna skjöldu. Og finnst manni þá fokið í flest skjól.

Rétt fyrir hugsanleg endalok heimsins hef ég náð að kynnast rosa fínum stelpum í Linz, þær reka saman gallerý og íslenska listasmiðju nytjahluta og listaverka í miðborg Linz. Þær heita Linda og Helga og eru systur úr Kef. (held ég) og gallerýið þeirra heitir "Atelier Einfach" mjög kúl lókal, minnir að heimasíðan sé Myr.is (ekki alveg viss) En þær eru að gera allskonar stöff úr ull og fiskiroði og allskonar ásamt að selja íslenska tónlist. Eina plötu. Plötuna okkar. Plötu allra landsmanna. Bones með Groundfloor. Linda er búin að búa í Austria í 20 ár og var að vinna hjá ORF (ríkisútvarp Austurríkis) og þekkir alla, hún reddaði mér böns af númerum sem ég er að nota til að klára að bóka Groundfloor túrinn okkar í Júni. Allt að gerast og menn bara spenntir.

Halldóra Björg er komin með tvær fullorðins hálfar upp úr, með broddum og allt, og reynir að losa allar aðrar tennur í munninum, hún er svo æst i tannálfinn, hann gefur henni nebblega pening (það svo mikið 2007 hugsunarháttur). Harpa er í milljandi uppsveiflu í söngnum og hefur nóg að gera ásamt smá vinnu í festspiel hausinu.

Sem sagt allt gengur fínt og björt framtíð, nema fjárhagskrísa heimsins, svínaflensan eða rigningin leggi okkur að velli, eða eitthva' annað...

Halli Svarti, svörtugötu 41 Salzburg 29.04´09

þriðjudagur, apríl 14, 2009

blessuð páska sólin elskar allt og alla með kossi vekur sem hafa sofnað á teppi við árbakkann

Gleðilega páska allir saman. Við höfum haft það mjög gott, bökuðum páskahéra eins og venjulega sem tókst afar vel, fórum í íslenskt lamb og lærðum að hjóla. Eða allavega Halldóra Björg lærði að hjóla. Halldóra Björg var blessuð af erkibiskup Salzburgar (sem er ans.. merkilegur kall) og söng við sína fyrstu athöfn, fyrsta skipti opinberlega. ég nottla rosa stoltur af barninu sagði frá þessu öllu í vinnunni og hlaut lófaklapp og hlátur eftir frásögnina. ég nebblega hélt ég vær svo flinkur í þýsku svo orðaflaumurinn og gjálfrið flaut út út mér, ég hikaði ekki þegar ég sagði að "der arch bishoff" hefði blessað dóttur mína frá toppi til táar oft fyrir framan hundupð manna á dómplatz á pálmasunnudag. Mönnum fannst ég tala heldur niðrandi um erkibiskupinn með að kalla hann "rassgatsbiskupinn" í frásögn minni. Hvernig á ég svosem að vita hvernig maður segir "erki" á þýsku? ...

Við höfum notið páskaveðursins til hins ýtrasta, HBH er búin að læra áð hjóla og ég er orðinn heltannaður og búna massa mig upp, kallinn búna bæta á sig 4 kílóum að kjöti ! .. Fórum í yndislegan páskamat til Rósu, Kjartan eldaði líka og fullt af hjálpar kokkum, Harpa og Martha reddupðu eftir réttinum ig allir kátir. Ég bjó líka til teygjubyssu úr spítu og gömlum gúmmíhanska og kenndi fjölskyldunni að skjóta úr henni flugbeittum steinum ef einhver þyrfti að veiða sér til matar í skóginum seinna meir, ... við dúndruðum í allar áttir og veiddum ekkert. Halldóra Björg missti aðra tönn og er nú varla nokkur lífsins leikur að skilja hvað barnið segir lengur, því hún er svo slefmælt, allt loftið, munvatnið og samhljóða sándið slefast bara út um þetta risagat sem framtennurnar tvær skildu eftir sig í neðri gómi ("sex síl 13, komma 7, neðri fjórir, fram tveir bora")

Tannálfurinn kom og fór jafnskjótt aftur þegar hann var búinn að breyta tönninni í seðil.

Harpa er á fullu í Festspiel haus, HB tannlaus og slefmælt og ég bara góður, nóg að gera í vinnunni. Böns af nýjum myndum.

Látið ekki comment gluggann liggja auðann og óhreyfðan, krotið eitthvað skemmtilegt,
kv Halli Svarti.

laugardagur, apríl 04, 2009

Nú er sumarið komið, sólin skín og fuglarnir syngja sem fullir væru !

Laugardagur í dag, góður dagur í dag en samt er eitthvað sem hryggir okkur fjölskylduna í Svartastræti. Stærsta frænkan okkar, Rannveig Dóra, er að fermast á morgun, að verða AL-fullorðin og við erum hvergi nærri og getum ómögulega þess vegna tekið þá í fögnuði fjölskyldunnar heima. En við óskum henni hér með opinberlega (auðvitað líka persónulega og með gjafafjöld) innilega til hamingju með stóra daginn á morgun og farsældar á fullorðins árum sínum komandi. Okkur þykir það mjög miður að geta ekki verið með þér og ykkur hinum á morgun.

En hér skín sólin björt, líklega til heiðurs hinum fjölmörgu brosandi fermingarbarna, og austurrísku unglingarnir, ófermdir sem fermdir, hanga hér niður við ána, sötra bjór, grilla pullsur og spjalla. Aginn er þó svo mikill á þessum greyjum að "partýið" er yfirleitt búið um 9, 10 leytið, þá fara allir heim að sofa. En skilja svo mikið rusl eftir sig við árbakkann að þetta líkist einna helst ílangri 'Halló Akureyri' stemmningu eins og ég þekki hana frá '96, rusl út um allt. En Salzburgingar vita nú alveg hvernig þeir hafa markaðsett borgina í gengum árin (sem skilar sér greynilega af gríðarlegum fjölda ferðamann fyrsta sólardag ár hvert) og senda þeir því her manns út á hverri nóttu til að tína rusl og taka til. Maður sér þessi ofurmenni með risa hjólavagna og langar klípitangir að tína rusl um alla borg þegar maður vaknar um 6 leytið á degi hverjum og þá er allt líka eiginlega búið. Engin merki um sólarpartýhöld unglingarna eða Halló Akureyri. Svona á að gera þetta.

Harpa er farin að vinna í Festpielhaus, nei ekki strax á sviði en miklu nær sviðinu en margir samnemendur hennar og kollegar þurfa, heldur í versluninni við festspielhaus, selja miða, diska, bæklinga og kynningartúra um húsið. í bónus fær hún að hanga með stjörnunum og afla sér tengsla... allt planað auðvitað.

Ég er bara að mála og leggja gólf (nýr þáttur í vinnunni sem verður alltaf stærri og meiri) og að vinna að því að gera Groundfloor að international monnýmeikin' bákni, útrásarhljómsveit og múltímilljarða alheimsamsteypu ! Ég er nú þegar búinn að bóka bandið á tvenna tónleika í Austurríki í sumar (lok Júní) sem við fáum eiginlega ekkert fyrir, ekki einu sinni fyrir kostnaði en hljómsveit með háleit markmið verður að byrja einhverstaðar. Opnar dyr inn á austurríska tónlistarmarkaðinn færir okkur nær þeim slóvenska, síðan króatíska, síðan ítalska og þá ættum við að eiga greiða leið inn á albanska vinsældalistann, sem er fyrsta skrefið í heimsyfirráðunum. En nóg af bulli.

Bestu kveðjur til allra sem við þekkjum, fílum og diggum.
Halli, sauður 1, svörtugötu, Salzburg.