Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Zagreb ferðin var æði !

Við vorum varla búin að pakka upp þegar við vorum farin að pakka niður aftur, í þetta sinn öll fjölskyldan á leið í tónleikaferð til Króatíu. Við brunuðum af stað á glænýjum audi og þustum í gegnum alpana, í gegnum Slóveníju, rétt fram hjá Ljubliana og rétt hægðum á okkur á ljósum rétt fyrir framan Hotel Sheraton, þar sem ég nelgdi niður og hennti lyklunum í vikapiltinn. Hann tók ádíinn, ... hans Peters og sagði mér að elta sig niður í bílageymslu, sem ég og gerði. Rétt handan við hornið hvarf hann niður ramp nokkurn, við enda hótelsins, þar sem ég síðan sá hann paufa við vél eina sem greinilega stjórnaði bílhliðinu inn í geymsluna. Ég hafði horft á hann slá inn röð talna áður en hann ók áfram niður rampinn og ætlaði ég, þar sem ég var enn ekki skráður gestur á hótelinu og því síður kominn með herbergisnúmer, að hann hefði nú bara græjað vélina þannig að við kæmumst báðir í gegn. Svo ég bara þrumaði á eftir honum niður rampinn og að hliðinu, sem enn stóð opið. En í þann mund sem framljósin og hálft húddið var skriðið inn fyrir gulu línuna, sveiflaðist sláin niður á við eins og flugbeitt axar egg á miðöldum, á leið að kljúfa glænýjan ádíinn í tvennt, hvernig myndi það nú hljóma hjá tryggingunum. Hva !!... Hellv... hvíslaði ég innra með mér að siglfirskum sið og botnaði drusluna. Í þetta sinn var það mér til happs að árgerð bílsins var sú sama og árið sem nú er að líða og ég þrýstist niður í sætið þegar vél bílsins þrumaði öllum stimplum sínum í allar áttir við að koma þessu níðþunga járnskrímsli úr sporunum. Þarna sat ég náfölur í framan þegar ég áttaði mig á því að rampurinn var ekki beint nógu langur fyrir kvartmílu og ég yrði að bremsa snökkt, til að fletjann ekki á steingráum burðarvegg hótelsins. Þar komu næstum ónotaðar bremsurnar mér til góða og klesstu andlitinu á mér frekjulega innan á framrúðuna þar sem ég stoppaði, einungis millímetrum frá hinum náföla vikapilti. Ég steig út úr bílnum, salírólegur og sagði "svona leggjum við bílum á Íslandi, ekkert mál".

Við komum okkur vel fyrir á hótelinu og nutum ískaldrar sundlaugarinnar og ískalda "heita" pottsins en bestur þótti mér þó hinn ískaldi matur sem við fengum á þessu annars virðulega hóteli, og hef ég ekki meiri orð um það. Tónleikarnir gengu mjög vel, uppselt og bandið náði vel saman. Eftir tónleikana fórum við út að borða á einhverjum leyndasta veitingastað sem ég hef komið á. Hann var við lítt farna götu, ómerktur að framan og maður þurfti að ganag gegnum langt port til að finna einhvern til að spyrja einhvern, ef maður fann einhvern, hvort hér væri veitngastaður. Við sendum heimamann í verkið sem kom okkur á sporið, niður langar tröppur, fyrir horn og að borðinu okkar sem hafði verið pantað. Þar spruttu upp sígaunar spilandi, sem héldu uppi stuðinu á meðan við borðuðum, milli rétta og á eftir, allveg rosalega gaman. Maturinn var FRÁBÆR.

Við náðum að skoða Zagreb svolítið daginn eftir og prófa ýmsa þarlenda skyndibita rétti, sem komust hvergi nærri matnum kvöldið áður. Síðan brunuðum við aftur fram hjá Ljubliana, gegnum Slóveníu og bremsuðum harkalega hjá Dodda og Þurí í Skihotel Speiereck. Þangað er alltaf gott að koma, hvort sem er til vinnu eða matar, ... eða skíða. Við gistum eina nótt og komum okkur svo heim.

Harpa fór síðan í gær (mánudag) í 10 daga masterclass í Lofer, smá þorp hérna rétt hjá, og við Halldóra Björg ætlum að skemmta okkur konunglega á meðan, eða prinsessulega.

P.s. Munið að kaupa Groundfloor plötuna.

Halli.

mánudagur, júlí 21, 2008

Komin heim og erum rétt að fara annað...

Halló allir. Langar mig að byrja þetta blogg á örlítilli yfirlýsingu frá okkur fjölskyldunni á Linzergasse í Salzburg. Í þessarri stuttu heimsókn okkar til Íslands komst ég að því að það er fullt af fólki, mun fleiri en ég hef hingað til talið, sem les bloggið okkar og vil ég þess vegna segja eftirfarandi. Ástæða þess að við erum að halda þessari síðu úti á netinu þ.e. vikulegum pistlum um líf okkar og gjörðir eru eingöngu til gamans fyrir ættingja og vini og að sjálfsögðu okkur. Við værum ekki að þessu ef við vildum ekki að fólk sem rækist hingað á sínu vafri um netið læsi það sem við skrifum. Mörgum finnst þeir vera hnýsast við lesturinn en svo er alls ekki, við erum bara kát með að fólk sem þekkir okkur ekki eða þekkir okkur lítið eða jafnvel þekkti okkur sem börn nenna að lesa það sem við skrifum hér svo endilega, allir sem þetta finna og vilja lesa, gjörið þið svo vel.

Við fórum í smá frí til Íslands í byrjun Júlí. Harpa fór á Hvammstanga og ég fór að vinna í Reykjavík, þar sem ég einmitt rakst á nokkra, á hinum ýmsustu skyndibitastöðum bæjarins, sem viðurkenndu fyrir mér með skömmustusvip að hafa lesið bloggið okkar á netinu. Vinnan hjá mér gekk vel og á kvöldin æfðum við strákarnir í Groundfloor eins og við gátum fyrir fyrirhugaða tónleikaferð og útgáfutónleika. Harpa og Halldóra Björg léku sér í sundi og slökuðu á hjá ömmu Lillu og afa Valda fyrir norðan. Við strákarnir byrjuðum síðan ferðina okkar á Þorlákshöfn og lékum þar fyrir hálfu húsi en frábærum móttökum og seldum nokkrar plötur. Daginn eftir renndum við á Blönduós til að spila í fyrirtækjum og kynna stóru tónleikana okkar í kirkjunni daginn eftir. Við spiluðum í Kaupþingi við góðar undirtektir og ætluðum síðan í kaupfélagið (Samkaup/Úrval) en enduðum upp á þaki eldhússins á Árbakkanum og spiluðum þar fönk og spuna í nokkra stund. Síðan voru tónleikarnir í kirkjunni á laugardeginum og Harpa kom að syngja með okkur, ásamt því að hamra á píanóið í laginu Remember sem yfirleitt er fyllt lúðrablæstri í lokin. Við spiluðum síðan á Hvammstanga á sunnudeginum fyriur tómu húsi, því miður, en við renndum í prógrammið og það gekk fínt. Útgáfutónleikarnir voru síðan á Organ á miðvikudeginum 16. og gengu mjög vel og var mikill léttir yfir öllum að þetta hafi loksins tekið enda, platan komin út og komin í búðir. Á fimmtudag brunaði ég norður til að knúsa stelpurnar mínar og hanga með mömmu og pabba, það var kærkomin stund, búinn að hanga á íslandi í tvær vikur og varla séð neinn. En við áttum æðislega stund með foreldrum okkar og fjölskyldum og náðum við að skíra nýjasta fjölskyldumeðliminn, hana Erlu Rán Hauksdóttir, á laugardaginn áður en við kvöddum. Við sváfum síðan hjá Lillu og Valda og Valdi var svo frábær að keyra okkur til Keflavíkur um nóttina (lögðum af stað kl hálf 3 frá Hv.t.) þó hann þyrfti að vera mættur aftur heim klukkan 10 um morguninn !! Hvað fólk leggur á sig til að koma manni örugglega úr landi !! Váh, ...

En öllu gríni slepptu þökkum við öllum rosalega vel fyrir móttökurnar; mömmu og pabba fyrir Groundfloor reddingarnar, matinn og allt, og Lillu og Valda fyrir að hýsa stelpurnar og keyra okkur um nóttina í flugið, og Höllu fyrir að hýsa mig (ó nei... þessi gæi er nú búinn að skrifa einum of marga kredit lista...)

Núna erum við hins vegar að pakka aftur ofan í töskurnar, sem við kláruðum að taka upp úr áðan, fyrir ferðina okkar til Króatíu. Við förum líklega á morgun á bílaleigubíl sem er greiddur fyrir okkur og gistum á Sheraton 5 star hotel "saaaaíll" í miðborg Sagreb, sem er líka inn í dílnum. Við erum að fara að spila á tónlistarhátíð í Sagreb á fimmtudaginn með Rósu og Peter og erum að deyja úr spenningi. Sagreb er víst mjög falleg og skemmtileg borg en við verðum með nánari pistil um það eftir viku, stay tunes for next week.

Halli, Harpa og hljómsveitarbarnið.

sunnudagur, júlí 13, 2008

Útgáfutónleikar Groundfloor í Reykjavík !!

Hæ allir sem lesa þetta blogg. Við Harpa og hinir gauranir í Groundfloor erum með opinbera útgáfutónleika á tónlistarklúbbnum Organ í tilefni útkomu plötunnar BONES með Groundinu. Við höfum verið að spila undanfarið út á landi og ætlum að taka loka sessjonið á þessu ári á miðvikudagskvöldið á Organ. Við viljum endilega sjá sem flesta, og hafa sem flesta með okkur og fagna með okkur þessum stóra áfanga. Fyrsta plata Groundfloor, Bones komin út og við höldum upp á það á miðvikudaginn 16 Júlí klukkan 9.
Óli Tómas Guðbjartsson gítar og söngur Halli Kontrabassi og raddir
Þorbjörn Þór Emilsson trommur raddir Jón Óskar Guðlaugsson trompet/flugelhorn
Harpa Þorvaldsdóttir söngur


Halldóra Björg gerði teikningarnar sem skreyta forsíðuna og myndirnar sem eru innan í bæklingnum
með plötunni. Endilega ef þið hafið tíma látið sjá ykkur, frítt inn og platan seld ódýrt á staðnum.Kv. Halli, Harpa og Halldóra Björg.

föstudagur, júlí 04, 2008

hæ hó

Erum komin heim í blíðuna.

Símanúmerið hans Halla er 8975489 en mitt er ennþá í vinnslu. Er að fara norður með ma, pa og HBH og verð þar nær allan tímann.

Heyrumst við tækifæri mín kæru

Harpa