Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Sma frettir

oh, það er gott að vera kominn heim. Ég var að vinna fyrir Dodda og Þurý í Skihotel Speiereck sem er að verða alveg rosalega flott íslenskt hótel í austurrískum stíl, í rólegu og fallegu fjalla þorpi. Þetta var síðasta vinnuferð mín fyrir "seasonið" og var það vel við hæfi að ég notaði sénsinn og fór á skíði í Obertauern á fimmtudag og síðan í Katsberg/Aineck á laugardaginn. Fimmtudagurinn var rosa fínn og þokkalegt færi en síðan kom föstudagurinn með rigningu og hita sem hélt síðan áfram á laugardaginn. Við familíjan drifum okkur samt á nýju skíðunum í fjallið til að prufa. Stelpurnar fóru sitthvora ferðina og ég fór fjórar... skíðin voru algerlega meiriháttar en færið algerlega ömurlegt... við komum okkur fyrir á bar og biðum eftir skutlinu. Síðan chilluðum við um kvöldið og drifum okkur til borgarinnar í dag. Það er gott að vera kominn heim. Snjórinn er samt farinn og allt blautt og leiðinlegt en það á að snjóa í byrjun vikunnar.

Vikan sem nú er að byrja er líka fyrsta vikan í nýju og breyttu fjölskyldu mynstri. Ég verð heimavinnandi. Ég verð sem sagt hálf húsmóðir þ.e. fer með Halldóru Björgu í leikskólann, sæki hana, tek til og geri mat. Og hálfur nemi, þ.e. á milli 9 og 3 stunda ég þýskunámið og æfi mig á kontrabassann, ásamt að taka tíma í hvoru tveggja.

Harpa er farin að þurfa að vera töluvert lengur í skólanum vegna æfinga á óperunni Dido & Eneas og því er þetta besta tilhögunin fyrir okkur. Jólamarkaðurinn er byrjaður í miðbænum og allt að detta í jólagírinn. Við verðum hér yfir jólin en mamma og pabbi ætla að koma til okkar og njóta þeirra með okkur hér, það verður mjög skemmtilegt og ætlum við að fara aðeins á skíði og allskonar vesin, en meira af því seinna.

Kv. Halli og H-fjölskyldan.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Konan farin og allt i volli.

Harpa er farin frá mér, .. okkur, ... hún er í Frankfurt í mæðgnaferð og við rolumst hér tvo ein feðginin. Stólpi fjölskyldunnar hruninn í bili, regla og ýmsar venjur fjölskyldunnar eru gleymdar og allt á rúi og stúi ... Hún kemur heim á mánudaginn, örugglega hlaðin gjöfum og gleði. Hún sagði mér ekkert að hún vildi að ég tæki svolítið til, ætti ég að gera það? ... oh, afsakið mig, svona eru hugleiðingar einmanna fjölskylduföðurs í Salzburg...

Við Halldóra Björg ætlum að sofa út á morgun og fara síðan til fjalla í heita sundlaug, síðan ætlum við að reyna að hitta Önnu Birnu á sunnudaginn síðan bara ætlum við að hanga. Gönguferð uppá kappútzíner berg með plómu er líka í umræðunni.

Nýjar myndir á myndasíðunni, ég lenti í smá óhappi...

Sjáumst. HH-H.

laugardagur, nóvember 03, 2007

Nog að brasa.

Halldóra Björg hefur náð sér að mestu, aðeins smá hósti af og til, og farin aftur að stunda sitt nám í leikskólanum. Það var óneytanlega skrítið að heyra svona lítið sætt barn, með sitt síða ljósa hár hósta eins og 60 stórreykingamaður ... wwffrrrööhhh ... huu, huggghhrökk, hwrrrrrroccch ! En núna er það allt að baki. Guðrún Ása stórvinkona okkar og guðmóðir er hérna núna í heimsókn og höfum við notið þess mjög að hafa hana hjá okkur, en eins og oft finnst okkur tíminn of fljótur að líða, hún fer aftur á þríðjudaginn.

Ég er búinn að vera mjög iðinn við að fara á jazztónleika á árlegu jazzfestivali sem haldið er hér í borg. En í gær kom svolítið skondið fyrir. Ég keypti fullt af miðum á þessa hátíð fyrir löngu síðan og festi vel allar upplýsingar vel í minni og hef beðið spenntur síðan þá. í gær áttu sem sagt síðustu tónleikarnir að vera sem ég ætlaði á af þessum fyrirfram keyptu miðum, bassagúrúið Miroslav Vitous. Ég var buinn að bíða föstudagskvöldsins með óþreyju alla vikuna, enda einn af stóru gæjunum á hátíðinni og plataði með mér nokkra unga menn til að upplifa snilldina. í gærkveldi rauk ég út af hálfri jazzæfingu til að vera kominn á góðum tíma fyrir almennileg sæti, náði í strákana í leigubílnum og brunaði upp eftir í Stiegl Brauwelt þar sem tónleikarnir voru. Við komum snemma keyptum okkur bjór, SÝNDUM MIÐANA, gengum inn og fengum okkur sæti ... á besta stað. Mér fannst nú strax eitthvað bogið við þetta allt saman, engin sérstök bassastæða eða nokkur annar bassagír sjáanlegur, ég fór að hugsa hvort það væri bakvið píanóið eða hvort hann notaði bara staight line í kerfið og síðan mónitor á sviðinu ... Síðan kom kynnirinn og bauð alla velkomna, eftir langa tölu um hátíðina, fráhvarf listamanna, reddingar og styrktaraðila, mynnti hann sérstaklega á Miroslav tónleikana daginn eftir á þessu samam sviði !! Ég vissi ekkert hvað við vorum komnir að sjá eða hvað hefði oldið þessu svakalega skammhlaupi í höfði mínu. Þarna var ég kominn með afrifinn/notaðann miða á vitlaua tónleika og með þrjá unga menn með mér í eftirdragi að sjá bara eitthvað. Á sviði gengu síðan þrír rosknir menn, um leið og ég sá að þeir voru svartir léttir mér mjög því þeir spila oftast nær góðan jazz, en endalaust klarínett sóló með píanó og trommu undirleik var ekki að falla þægilega í okkar eyru. Ábyggilega hinn vænsti maður hann Don Byron og mikill snillingur á klarinettið en ekki fyrir okkur, hipp og kúl íslenska tónlistarstráka, við fórum í miðju setti. Á morgun er sem sagt Miroslav Vitous quartettinn og ég fer einn og fer héðan í frá alltaf einn á jazz tónleika á þessarri hátíð, því mér tókst það líka í fyrra að draga menn með mér á drepleiðinlega tónleika. Fyrirgefið allir saman.

Harpa, Guðrún Ása og bumban fóru í hellpark í dag og við Halldóra Björg erum á leið á hljómstrængu með pólsk/íslenska ríkjasambandinu a.k.a. Miriams acoustic quartett á eftir, síðan íslendinga partý í kvöld.

Bestu kveðjur Familien Von Salzach, Harald.