Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, ágúst 27, 2007

Rett kominn og er að fara aftur

Jamm, ég fór að hitta Gönza í Danskalandinu í síðustu viku. Ætlaði nú að vera hjá honum í nokkrar nætur, skoða grísinn og fara á þrassmetaltónleika en skipulagið breyttist aðeins og ég hékk aðallega bara í hamburg, sem er frábær borg. Ég var búinn að kaupa miða til Hamburgar á mánudag og til baka á föstudag (það var svo ódýrt að fljúga þangað, og ég vissi ekki nákvæmlega hvar borgin er miðað við Kolding þangað sem ég var að fara) og þar sem upprunalegi transportinn á milli Hamburgar og Kolding breyttist varð ég að gista tvær nætur í Hamburg. Ég ákvað þá að kippa Peter píanista með mér þangað og við bættum við einni nótt í gistingu, þannig að ég gisti bara eina nótt í Horsens. Mér til mikillar vonbrigða var nýi grísinn, hann Viktor Davíð Guðmundsson, ekki heima og ekki til sýningar alla vikuna.
Við Peter krúsuðum um Hamburg og komum okkur haganlega fyrir á mjög ódýru hóteli, við minnst spennandi götu borgarinnar. Ég geri ráð fyrir að rónum, dópsölum, dópistum og gleðikonum hafi verið úthlutuð þessi gata til athafna sinna, það er SÖLU af ýmsu tagi. Búðirnar við götuna buðu ANNAÐ HVORT upp á stolna hluti, gebraught heimilistæki, gebraught síma, gebraught saumvélar eða annað sem gebraught var (gebraught=notað) eða kynlífstengda afþreyingu af öllu tagi (dvd, dvd sýningar, lifandi sýningar án þáttöku og lifandi með þáttöku) sem sagt alger horror gata og ég með mitt stóra hjarta (á leiðinni á metal tónleika í Danmörku) gekk götuna endilanga í miðju með hjartað í buxunum og fullur meðaumkvunnar og ógeðis. Hótelið var augljóslega einnig notað af kaupakonum götunnar við vinnu sína, ásamt venjulegu fólki sem horfði í aurinn, eins og við. Herbergin voru afar smá, löng og mjó, rétt svo að einfalt 90 cm rúm kæmist þar fyrir, og 30 cm betur á breiddina. En herbergið, rúmfötin og klósettið var allt hið snyrtilegasta og vel þrifið, annars hefðum við farið á annað hótel, þar sem maður þurfti að borga í reiðufé fyrir hverja nótt sem maður gisti hvort eð var. Við enda götunnar fundum við algerlega frábæran Íranskan stað, þar sem allt var eftir hefðinni. Fólk sat á teppalögðum trépöllum á gólfinu með matinn fyrir framan sig og einungis var einn matseðill á þýsku á móti örugglega 50 á írönsku, einnig voru veggir skreyttir með tilvitnunum á Írönsku og bara borð fyrir um það bil 10 manns. Staðurinn er á stærð við alla íbúðina okkar í Bugðulæk, fólk bara situr ekki við borð og drekkur ekki vín. Það vara bara hægt að fá íranska drykki úr rjóma, jógúrti og mjólk ásamt kranavatni að drekka. -Maturinn var ROSALEGA GÓÐUR og frekar ódýr.
Daginn eftir hélt ég til Kolding í Danmörku, hvar sem það nú er, til að fara að sjá metalsveitina TESTAMENT með Gönza. Ég hlunkaðist í fimm klukkutíma til Kolding frá Hamburg, aðeins lengra en mínar upplýsingar gáfu uppi, en skítt með það. Kom til Kolding og fékk mér Pizzu ásamt hinum 10-12 íslendingunum sem þar sátu og átu. Hvar er eiginlega Kolding og hvað er það? Hvað dregur ykkur hingað segi ég. "Jú þetta er Danmörk með alla sína fínu skóla og við búm hér!, í öllum dönskum þorpum búa rosamargir íslendinga sko..." Key, sagði ég og hélt áfram að borða. Gönzi og strákarnir komu og við fórum á tónleikana sem voru frábærir. Við G ætluðum að starta Moshpitt á tónleikunum en enginn var til í það.. "hér er aldrei neinn pittur" sagði G. Við fórum til Horsens eftir tónleikana og ég hlunkaðist í aðra 5 tíma aftur til Hamm daginn eftir. Við Peter sigldum um Hamm og röltum um allt, borðuðum helling af góðum mat, fórum á flugeldafestival og drukkum Mojito.
Það var gott að koma heim til stelpnanna minna eftir vinnutörn í Lungau og þessa Hammburgarferð, við nutum helgarinnar saman, æfðum okkur á hjólið, lágum í leti og chilluðum saman, þar til í gær.
Eftir góðan dag í hjólaæfingabúðum og á leikvellinum ákváðum við fjölskyldan að prófa indverskan veitingastað hér í nágrenninu... Við fengum okkur sæti og skildum lítið sem ekkert í matseðlinum, en völdum okkur eftir uppröðun stafana í nafni réttana sem við fundum og pöntuðum. Þegar Harpa nefndi sinn rétt á nafn greip þjónninn andann á lofti og hvíslaði kurteist en ákveðið á þýsku ... Das ist sharf... (...þetta er sterkt...) og Harpan mín spurði með fallega hvíta, ferska hörundið sitt "er þetta nokkuð svo sterkt?" Hann með sitt yndverska sólbakaða svarta hörund, sín djúpu svörtu augu og sitt eldheita brennandi blóð svaraði "nei kannski ekki" Hún fékk sinn rétt, og ég fékk minn. Hennar kjúklingur á beini, minn lambakjöt eldað á prjóni með múskati og kúmeni. Þegar Harpa leit á réttinn sinn, leit hann alsaklaus út, hún byrjaði að tína af beinunum kjötið og væta það vel í rauðukarrý sósunni sem kjötið kom í. Við fyrsta bita gerðist eitthvað, Hún roðnaði, fölnaði, hóstaði og hló... og sagði að þetta væri soldið sterkt og fékk sér meira. Þar sem ég sat á móti henni sá ég hvernig hörund hennar tók stöðugum litabreytingum, hvítt, rautt, bleikt, grátt... það var eins og líkaminn væri að reyna öll sín ensím og tæki og tól til að kæla þessa skyndilegu hitaaukningu. Ég sá líka þegar svitaperlurnar spruttu fram á enninu á henni, undir augunum, hálsinum og á brjóstinu. Eftir um hálfan skammt þá byrjaði hún að dofna í munninum og hætti að tala skýrt, en ég náði því þó þegar hún sagði að henni væri líka farið að verkja í tennurnar af sterkju. Minn réttur var líka sterkur en fyrir hana var það bara svalandi að fá einn og einn bita hjá mér. Til sönnunarfærslu á máli mínu má taka það fram að Harpa sem drekkur yfirleitt ekki bjór mað mat drakk sem nemur 2 stórum bjórum með þessum annars afar smá kjúklingarétti. Hún kláraði og við fórum heim, hún hélt áfram að drekka þar svalandi og það er rétt núna sem líkaminn er að taka á sig hinn rétta fölbleika, íslenska húðlit aftur.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en ég er að fara aftur til Dodda og Þuríðar í lungau að vinna í eina viku, nýjar myndir á myndasíðunni, CHAO !

P.s ef inderji í matsölu segir að eitthvað sé sterkt að fyrra bragði, hlustið á manninn og takið ábendingunni, og ef þið skiljið ekki matseðilinn, leitið ráða.)

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Afslappað i Salz...

Jæja það verður nú að segjast eins og er að það er eitthvað sorglega lítið að gera hjá okkur í augnablikinu. Ég (húsfrúin) er að reyna að ná úr mér fjandans kvefpest sem ætlar samt engan endi að taka. Þetta væri í lagi ef ég væri ekki að syngja ansi strembið verk þann 1. sept... :/ Þetta fer vonandi að molna úr mér :)
Heyrðu það er náttúrulega smá frétt.... Stórsöngkonan og ofurskvísan Renée Fleming heiðraði okkur Salzborgara með nærveru sinni um síðustu helgi. Við fjölskyldan fórum og hittum hana í geilsadiskabúinni hér niðri í bæ og fengum hana til að árita nokkra diska fyrir okkur. Húsfrúin stóð sem frosin mest allan tímann á meðan HBH heillaði drottninguna upp úr skónum, að sjálfsögðu. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki á hverjum degi sem maður hittir svona dívu.... Allavega þá ætlaði ég að tékka á miðum á konsertinn sem átti að vera á mánudaginn... jú jú það voru til nokkrir miðar Á TUTTUGU ÞÚSUND !!! Ég þakkaði pent fyrir og bölvaði í hljóði, ákvað að hlusta bara á diskinn og horfa á myndina sem við tókum af henni í búðinni. Þetta er alveg fáránlegt verð... Allavega, ég var alveg búin að sætta mig við þetta og var að hjálpa ástkærum eiginmanni mínum að pakka niður fyrir tónleikaferðalag á dauðarokksveitina Testament þegar dauðarokkarinn minn dregur upp miða á tónleika með Miss Fleming, handa MÉR, ALVEG ÓVÆNT :) Vil taka það fram að hann fékk mun ódýrari miða með krókaleiðum. Ég pissaði næstum í mig af gleði. Þetta endaði sem sagt þannig að ég fór á tónleika með Vínarfíharmóníunni og Renée Fleming þar sem hún söng Vier Letzte Lieder eftir R. Strauss og Halli smellti sér á dauðarokk í Danmörku :) Frábært Par !!!
PS. Tónleikarnir voru æði !!!

Bestu kveðjur

Harpan

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Hæ, hæ her erum við a ny !!

Við erum búin að vera heima í Linzergasse í eina viku núna. Við tókum með okkur frænku úr Garðabænum okkur til skemmtunar og yndisauka, einnig til reynslu sem au pair hérna úti. Eydís er búin að standa sig mjög vel og hefur þrammað hérna með okkur um bæinn endilangan og notið rigningarinnar. Ég fór fljótlega til Lungau að vinna við Skihotel Speiereck eftir að ég kom og til markaðsfræðilegrar aðstoðar yfir sumartímann. Allstaðar hægt að koma sér í eitthvað spennandi og uppbyggilegt. Eftir að ég kom aftur til salzburgar á föstudag höfum við haft það mjög gott, við fórum meðal annars í sundferð til Golling og chilluðum á mörkuðum í dag (sunnudag). í kvöld fer ég síðan aftur til Dodda og Þuríðar að huga betur að markaðsherferð næsta sumars og eru margar spennandi hugmyndir komnar upp um hvernig eigi að koma Skihotel speiereck og svæðinu í kring á toppinn í sumarafþreyingu og skemmtilegu, ógleymanlegu fríi, en nánar um það seinna. Ég verð núna til miðvikudags og kem þá aftur, til undurbúnings á íslandstónleikunum sem ég spila á með Rósu og Peter á föstudaginn 17. Shjallí og Eydís fara svo heim til íslands á fimmtudaginn eftir að hafa borðað með okkur á pasta e vino, við það sleppur nottla enginn sem hingað kemur. Mánudaginn 20. flýg ég svo til Hamborgar til móts við minn gamla vin Guðmund Rey, við ætlum daginn eftir á langþráða tónleika með Floridabay thrössurunum TESTAMENT. Síðan chilla ég og skoða nýja metalhausinn Viktor Davíð Guðmundsson í nokkra daga áður en ég flýg aftur heim. Talandi um tonleika, Við frænka gerðum okkur lítið fyrir og kíktum á house/teknó tónleika hjá íslenska dansbandinu Gus Gus á laugardagskvöldið. Það var rosa skemmtilegt, þau eru bara mjög skemmtileg og eru með gott sjó, allavega fíluðu salzburgararnir þetta alveg í botn og þekktu nærri allt sem þau spiluðu. Við þekktum ekki neitt.
Hey gleymdi því næstum því... Amma og Afi gáfu mér Úgúlele í afmælisgjöf og takk kærlega fyrir það :)
Jæja þá nóg í bili...

Fullt af nýjum myndum úr íslendsferðinni á myndasíðunni.

(P.s. náttúru myndirnar á síðunni eru aðallega fyrir íslendinga erlendis og útlendinga hérlendis)